Fréttablaðið - 21.03.2011, Síða 40

Fréttablaðið - 21.03.2011, Síða 40
21. mars 2011 MÁNUDAGUR24 sport@frettabladid.is TEITUR ÞÓRÐARSON stýrði liði Vancouver Whitecaps til sigurs í fyrsta leik sínum í amerísku MLS-deildinni í knattspyrnu. Vancouver lék þá gegn Toronto og vann öruggan sigur, 4-2. Vancouver var tekið inn í MLS-deildina fyrir tímabilið og lofaði leikur liðsins á undirbúnings- tímabilinu góðu og sigurinn um helgina gefur Vancouver-liðinu byr undir báða vængi. Iceland Express-deild karla: Stjarnan-Grindavík 91-74 Stjarnan: Renato Lindmets 29/5 fráköst, Justin Shouse 23/7 stoðsendingar, Jovan Zdravevski 19/7 fráköst, Ólafur Aron Ingvason 7, Daníel G. Guðmundsson 6, Marvin Valdimarsson 4/6 fráköst, Fannar Freyr Helgason 3/6 frákösT. Grindavík: Páll Axel Vilbergsson 27, Ryan Pett- inella 15/13 fráköst, Mladen Soskic 10, Ólafur Ólafsson 10/4 fráköst, Nick Bradford 10, Helgi Björn Einarsson 2 Njarðvík-KR 80-96 Njarðvík: Jóhann Árni Ólafsson 19, Giordan Watson 18/6 fráköst/10 stoðsendingar, Melzie Jonathan Moore 18, Nenad Tomasevic 9, Páll Kristinsson 6, Friðrik E. Stefánsson 4/12 fráköst, Guðmundur Jónsson 3, Egill Jónasson 2, Brenton Joe Birmingham 1. KR: Marcus Walker 21, Brynjar Þór Björnsson 20, Pavel Ermolinskij 16/18 fráköst/9 stoðsendingar, Finnur Atli Magnússon 12, Fannar Ólafsson 6/5 fráköst, Jón Orri Kristjánsson 6/4 fráköst, Ólafur Már Ægisson 6, Skarphéðinn Freyr Ingason 5, Hreggviður Magnússon 4. ÚRSLIT IE-deild kvenna: Keflavík-KR 63-60 Keflavík: Jacquline Adamshick 15/22 fráköst/3 varin skot, Pálína Gunnlaugsdóttir 15/7 fráköst, Bryndís Guðmundsdóttir 13/5 fráköst, Birna Ingi- björg Valgarðsdóttir 10, Marina Caran 7, Ingibjörg Jakobsdóttir 3. KR: Hildur Sigurðardóttir 19/12 fráköst, Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir 11/6 fráköst, Chazny Paige Morris 9/6 fráköst, Sólveig Helga Gunnlaugs- dóttir 8, Hafrún Hálfdánardóttir 4/6 fráköst, Signý Hermannsdóttir 4/9 fráköst, Helga Einarsdóttir 3, Þorbjörg Andrea Friðriksdóttir 2. Hamar-Njarðvík 85-77 Hamar: Jaleesa Butler 24/13 fráköst, Kristrún Sigurjónsdóttir 16, Slavica Dimovska 15/5 stoðsendingar, Guðbjörg Sverrisdóttir 12/6 fráköst, Jenný Harðardóttir 8, Fanney Lind Guðmundsdóttir 5, Íris Ásgeirsdóttir 3, Þórunn Bjarnadóttir 2. Njarðvík : Shayla Fields 26/13 fráköst, Dita Liepkalne 23/6 fráköst, Julia Demirer 18/19 fráköst, Ína María Einarsdóttir 7, Ólöf Helga Páls- dóttir 3/5 fráköst/5 stoðsendingar. ÚRSLIT N1-deild kvenna: Fylkir-Stjarnan 28-28 Mörk Fylkis: Sunna María Einarsdóttir 9, Sunna Jónsdóttir 5, Sigríður Hauksdóttir 3, Arna Erlings- dóttir 3, Tinna Soffía Traustadóttir 3, Unnur Ómarsdóttir 2, Anna María Guðmundsdóttir 2, Nataly Sæunn Valencia 1. Mörk Stjörnunnar: Jóna Margrét Ragnarsdóttir 9, Elísabet Gunnarsdóttir 4, Hanna Guðrún Stefáns- dóttir 3, Hildur Harðardóttir 3, Kristín Jóhanna Clausen 3, Esther Viktoría Ragnarsdóttir 2, Gunnur Sveinsdóttir 2, Sólveig Lára Kjærnested 2. ÍR-HK 15-38 Mörk ÍR: Sif Jónsdóttir 3, Silja Ísberg 3, Jóhanna Guðbjörnsdóttir 2, Ella Kowaltz 2, Guðrún Eysteinsdóttir 2, Hekla Ámundadóttir 1, Þorbjörg Steinarsdóttir 1, Steinunn Sveinbjörnsdóttir 1. Mörk HK: Brynja Magnúsdóttir 12, Jóna Sigríður Halldórsdóttir 7, Elísa Ósk Viðarsdóttir 6, Elín Anna Baldursdóttir 5, Tinna Rögnvaldsdóttir 3, Elva Björg Arnarsdóttir 2, Auður Ómarsdóttir 1, Líney Guðmundsdóttir 1, Guðrún Bjarnadóttir 1. FH-Haukar 24-22 Mörk FH: Birna Íris Helgadóttir 5, Heiðdís Guð- mundsdóttir 4, Berglind Björgvinsdóttir 4, Mar- grét Aronsdóttir 4, Ingibjörg Pálmadóttir 2, Sigrún Gilsdóttir 2, Steinunn Snorradóttir 2. Mörk Hauka: Þórunn Friðriksdóttir 5, Elsa Björg Arnardóttir 5, Sandra Sif Sigurjónsdóttir 4, Þórdís Helgadóttir 3, Karen Sigurjónsdóttir 2, Viktoría Valdimarsdóttir 2, Erla Eiríksdóttir 1. ÍBV-Valur 23-35 Mörk ÍBV: Ester Óskarsdóttir 11, Guðbjörg Guð- mannsdóttir 3, Þórsteina Sigurbjörnsdóttir 2, Aníta Elíasdóttir 2, Sigríður Lára Garðarsdóttir 2, Rakel Hlynsdóttir 1, Sandra Gísladóttir 1. Varin skot: Berglind Dúna Sigurðardóttir 11. ÚRSLIT HANDBOLTI Það var mikil spenna þegar lokaumferð N1-deildar kvenna fór fram. Fylkir og HK börðust um síð- asta sætið í úrslitakeppninni. Fylkir þurfti að fá stig gegn Stjörnunni því HK átti auðveldan leik gegn ÍR enda kom það á dag- inn að HK rúllaði yfir Breiðhylt- inga. Fylkir barðist grimmilega fyrir sínu gegn Stjörnunni og náði í stigið sem upp á vantaði. - hbg N1-deild kvenna: Fylkir í úrslita- keppnina ÖFLUG Sunna María Einarsdóttir var sterk í liði Fylkis. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON KÖRFUBOLTI Undanúrslit Iceland Express-deildar kvenna hófust um helgina. Deildarmeistarar Hamars unnu þá sigur á Njarðvík og Keflavík vann heimasigur á KR. Leikur Keflavíkur og KR var jafn og hörkuspennandi frá upp- hafi til enda. KR leiddi lengi vel en Keflavíkurstúlkur voru sterk- ari á endasprettinum. KR lék án Margrétar Köru Sturludóttur sem var í leikbanni. Blikur voru á lofti að Kara gæti leikið þar sem Haukar ætluðu að áfrýja leikbanninu sem hún fékk. Ekkert varð af því að Haukar kærðu og Kara mun því taka út sitt tveggja leikja bann. Njarðvík náði síðan að velgja Hamri ágætlega undir uggum. Þær gáfust aldrei upp en Ham- arsliðið var einfaldlega of sterkt. Hamar og Keflavík því komið í 1-0 í rimmunum en það lið sem fyrr vinnur þrjá leiki kemst í úrslit. - hbg Iceland Express-deild kvenna: KR tapaði án Köru HILDUR SIGURÐARDÓTTIR Átti fínan leik í liði KR en það dugði ekki til. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN KÖRFUBOLTI KR vann öruggan sigur á Njarðvík, 80-96, í 8-liða úrslit- um Iceland Express-deild karla í Ljónagryfjunni í gær og vann því einvígið 2-0. Frábær varnarleikur KR-inga og gríðarlega mikil barátta ein- kenndi sigurinn í gær og algjört kennslubókadæmi hvernig lið eiga að vinna saman í hópíþróttum. Gestirnir í KR lögðu grunn- inn að sigrinum í þriðja leikhlut- anum en þá spiluðu þeir frábæran varnarleik og Njarðvíkingar náðu aðeins að skora níu stig. Brynjar Þór Björnsson, leikmað- ur KR, átti virkilega fínan leik en hann skoraði oftar en ekki á mik- ilvægum tímapunkti þegar Njarð- víkingar virtust vera að nálgast KR. Liðið lék aftur á móti mjög vel sem heild og allir leikmenn komu á einhvern hátt að sigrinum. „Þetta er virkilega góð tilfinn- ing,“ sagði Brynjar Þór Björns- son, leikmaður KR, eftir sigurinn í gær. „Við vissum alveg að Njarð- vík væri með gott lið en það er erfitt að búa til liðsheild á tveim- ur vikum og það varð þeim að falli í þessu einvígi. Við höfum spilað saman í allan vetur og það er búið að reyna mikið á okkar hóp. Það var virkilega sterkt að vinna þetta einvígi sérstaklega eftir að hafa spilað heldur illa í síðustu leikj- um mótsins. Körfubolti er leikur áhlaupa, þeir komu með sitt áhlaup á okkur en við misstum samt sem áður aldrei tök á leiknum og því var sigurinn aldrei í hættu. Núna fáum við ágætis hvíld og Fannar (Ólafsson) getur hvílt á sér puttann aðeins, en það er samt hundleið- inlegt að fá ekki að spila strax,“ sagði Brynjar Þór. „Við töpuðum bara fyrir mun betra liði í kvöld,“ sagði Friðrik Ragnarsson, annar þjálfari Njarð- víkinga, eftir tapið í kvöld. „Ef við hefðum tapað í hörku spennandi leik í kvöld þá væri ég hugsanlega meira svekktur en svo var ekki og við áttum í raun ekk- ert í þá. KR er hreinlega bara með betra lið en við í dag og því var þetta fyllilega sanngjarnt. Leik- urinn spilaðist ekki eins og við höfðum lagt upp með en markmið- ið var að halda þessu í lágu stiga- skori en við áttum bara fá svör við sóknarleik KR. Það verður að segjast alveg eins og er að við hefðum þurft lengri tíma til að ná upp meiri liðsheild,“ sagði Friðrik svekktur eftir leikinn. - sáp KR komst fyrst allra liða í undanúrslit Iceland Express-deildar karla er Vesturbæingar sópuðu Njarðvík í frí: KR-ingar flugu létt inn í undanúrslitin STERKUR Marcus Walker átti góða leiki gegn Njarðvík. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN KÖRFUBOLTI Stjarnan náði að knýja fram oddaleik í baráttunni um sæti í undanúrslitum eftir frá- bæran sigur á Grindavík, 91-74 í gærkvöldi. Stjörnumenn voru betri á öllum sviðum körfuboltans og léku gestina úr Grindavík oft grátt. Liðin þurfa nú að mætast í þriðja sinn á miðvikudagskvöld í hreinum úrslitaleik um hvort liðið kemst áfram í undanúrslitin. Grindvíkingar byrjuðu leikinn af krafti með Pál Axel Vilbergs- son í fararbroddi en hann skoraði tíu fyrstu stigin í liði Grindavík- ur. Stjörnumenn náðu þó fljót- lega yfirhöndinni og voru fjórum stigum yfir, 26-22, eftir fyrsta leikhluta. Renato Lindmets lék frábærlega í fyrri hálfleik í liði Stjörnunnar því hann skoraði 18 stig og fiskaði ófáar villurnar á Grindvíkinga. Stjarnan leiddi í hálfleik, 44-38. Síðari hálfleikurinn var eign Stjörnunnar sem lék hreint út sagt magnaðan varnarleik og áttu gestirnir úr Grindavík engin svör. Heimamenn pressuðu Grindvík- inga hátt upp völlinn sem var held- ur betur að skila sér því Grindvík- ingar töpuðu alls 25 boltum í kvöld. Mestur var munurinn kominn upp í um 20 stig þegar Grindvík- ingar bitu frá sér undir lok leiks- ins. Lokatölur 91-74 við mikla kát- ínu stuðningsmanna Stjörnunnar. Lindmets var atkvæðamestur i liði Stjörnunnar en hann skor- aði 29 stig, Justin Shouse skoraði 23 stig ásamt sjö stoðsendingum og Jovan Zdraveveski með 19 stig og tók sjö fráköst. Hjá Grindavík dró Páll Axel Vilbergsson vagn- inn með 27 stig og Ryan Pettinella skoraði 15 stig og tók 13 fráköst. „Ég er hrikalega sáttur og við spiluðum nákvæmlega eins og ég lagði upp með. Við náðum upp varnarleiknum sem við höfum verið að spila eftir áramót og nú fáum við einn möguleika í við- bót til að komast í undanúrslitin eins og við höfum stefnt að í allan vetur,“ sagði Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar kátur í leiks- lok. „Við vorum gríðarlega öruggir á öllum sviðum og gáfum Grindvík- ingunum engin færi á okkur. Við fáum frábært framlag frá strákun- um af bekknum og nú höfum við kannski örlítið sálfræðilegt for- skot fyrir oddaleikinn. Síðustu tvö ár höfum við tapað þessum þriðja leik í 8-liða úrslitum en nú ætlum við að komast áfram.“ Helgi Jónas Guðfinnsson, þjálf- ari Grindavíkur var hundóánægð- ur með frammistöðu sinna manna og heimtar að menn girði sig í brók fyrir oddaleikinn. „Þetta var skelfilegur seinni hálfleikur hjá okkur og Stjörnu- menn voru augljóslega berjast fyrir lífi sínu. Við vorum allt- of slakir og það vantaði alla bar- áttu í okkar leik. Það er ekki hægt að vinna körfuboltaleik þegar þú tapar 25 boltum,“ sagði Helgi óhress. Nick Bradford hefur haft hægt um sig síðan hann mætti til leiks með Grindvíkingum og skoraði aðeins 10 stig í gærkvöld. Helgi segir að það hafi ekki verið mis- tök að fá hann í liðið. „Ég fékk Nick til landsins vegna þess karakters sem hann hefur að geyma. Hann átti slakan leik eins og flestir í liðinu en vonandi sýnir hann úr hverju hann er gerður.“ - jjk Stjarnan neitar að fara í frí Stjörnumenn neituðu að láta sópa sér í frí er Grindavík kom í heimsókn í Garðabæinn í gær. Stjarnan lék magnaðan varnarleik í síðari hálfleik og réði lögum og lofum á vellinum. Liðin mætast í úrslitaleik í Grindavík. BARÁTTA Nick Bradford fékk ekkert gefins hjá varnarmönnum Stjörnunnar í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.