Fréttablaðið - 21.03.2011, Side 16

Fréttablaðið - 21.03.2011, Side 16
21. mars 2011 MÁNUDAGUR16 timamot@frettabladid.is ROSIE O’DONNELL, LEIKKONA OG ÞÁTTASTJÓRNANDI, er 49 ára í dag „Þegar þú þegir þá ertu eiginlega að ljúga.“ Merkisatburðir 21. mars 1413 Hinrik V. tekur við konungdómi í Englandi. 1734 Jarðskjálftar verða á Suðurlandi, með þeim afleiðingum að sjö eða átta menn farast og tíu bæir hrynja til grunna en um 60 bæir skemmast, flestir í Ölfusi, Flóa og Gríms- nesi. 1857 Jarðskjálfti í Tókýó í Japan varð yfir 100.000 manns að bana. 1881 Frost mælist 40°C á Akureyri og er það met þennan vetur, sem er mikill frostavetur. Metið er ekki viðurkennt. 1968 Í Vestmannaeyjum mælist 90 sentimetra djúpur snjór og þekkjast ekki önnur dæmi slíks þar. 1970 Dana, írsk söngkona, sigrar í 15. Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, sem haldin var í Amsterdam, með laginu All Kinds of Everything. 2010 Eldgos hefst í Fimmvörðuhálsi við Eyjafjallajökul. „Þetta var mjög skemmtilegt og kom ekki í ljós fyrr en í tveggja liða úrslit- um hvort við hrepptum silfur eða gull,“ segir Aldís Guðný Sigurðardóttir, fyrir- liði liðs Háskólans í Reykjavík í samn- ingatækni, sem gerði sér lítið fyrir og lenti í öðru sæti í alþjóðlegri keppni háskóla í samningatækni í Leipzig í Þýskalandi um síðustu helgi. Liðið er skipað þremur nemendum Háskólans í Reykjavík, en auk Aldísar eru þau Helen Neely og Steingrímur Árnason í liðinu, sem Aðalsteinn Leifsson, lektor í viðskiptadeild, valdi saman og þjálfar. Keppninni var komið á fót af Har- vard-háskóla og háskólanum í Leipzig og er árlegur viðburður. „Það voru þrjá- tíu lið sem sóttu um að fá að taka þátt í keppninni en einungis tólf lið komust að og við vorum í þeim hópi,“ segir Aldís. „Keppnin felst í því að þriggja manna lið nemenda setja sig inn í aðstæður þar sem tveir eða fleiri aðilar semja um við- skipti eða lausn deilumála og reyna að ná sem hagstæðastri niðurstöðu. Fylgst er með liðunum allan tímann og þeim er gefin einkunn fyrir frammistöðu meðal annars á grunni þess hversu vel þeim gengur að tryggja sínum sjónarmiðum brautargengi og hversu hagstæð niður- staðan er fyrir báða aðila og áframhald- andi samskipti þeirra.“ Aldís segir keppnina hafa verið mjög harða en á endanum stóðu eftir tvö lið, lið HR sem var með flest stigin og lið háskóla frá Varsjá. „Þetta hefði getað farið á hvorn veginn sem er,“ segir Aldís. „En lokaverkefnið snerist um bestun og það verður bara að segjast eins og er að það er ekki okkar sterk- asta hlið. Hefði verkefnið verið á ein- hverju öðru sviði er allt eins líklegt að við hefðum sigrað. Þetta var mjög jafnt.“ „Annars held ég að þessi árangur sé nú fyrst og fremst vitnisburður um gæði meistaranámsins við HR. Þarna fengum við tækifæri til að skerpa enn frekar á því sem við höfum lært í alþjóðlegu umhverfi. Vissulega krefj- andi en algerlega þess virði,“ skýtur Steingrímur, liðsfélagi Aldísar, inn í. Og Helen bætir við. „Það var eiginlega merkilegt hvað okkur tókst að hemja keppnisskapið á þjálfunartímanum. Við komum frekar yfirveguð inn í keppn- ina og það hjálpaði mjög við að skapa traust gagnaðilanna sem á endanum réði úrslitum um þennan ánægjulega árangur.“ fridrikab@frettabladid.is LIÐ HR Í SAMNINGATÆKNI: LANDAÐI SILFRINU Í ALÞJÓÐLEGRI KEPPNI Í LEIPZIG Hefðu eins getað hreppt gullið MEÐ BIKARINN Aldís Guðný Sigurðardóttir, Steingrímur Árnason og Helen Neely eru að vonum í sjöunda himni yfir árangrinum í Leipzig. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Í síðasta þætti þáttaraðarinnar Dallas á tímabilinu 1979-80, sem sendur var út 21. mars 1980, var skúrkurinn J.R. skotinn af óþekktum aðila. Tilræðið vakti gífurlega athygli og sjón- varpsstöðin CBS greip boltann á lofti og notaði frasann „Hver skaut J.R.?“ til að auglýsa komandi þáttaröð. Frasinn náði feykilegri útbreiðslu og meðal annars notuðu kosningastjórar Ronalds Reagans í forsetakosningunum 1980 slagorðið „Það var demókrati sem skaut J.R.“ til að klekkja á andstæðingnum. Veðbankar um allan heim tóku við veðmálum um það hver hinna tíu af aðalpersónunum væri líklegust til að hafa tekið í gikkinn og tyrkneska þingið frestaði þingfundi svo þingmenn gætu farið heim og horft á þennan fræga þátt þegar hann var loks sýndur í Tyrklandi. Vegna verkfalls leikara urðu aðdáendur að bíða til hausts 1980 eftir því að ljósi yrði varpað á málið og þeir fengju að vita bæði hver skaut og hvort J.R. hefði lifað tilræðið af. Það var svo loks í þætti sem sýndur var 21. nóvember 1980 sem í ljós kom að sú sem skaut var Kristin Shepard, mágkona og hjákona J.R. sem hleypti skotinu af í bræðikasti. ÞETTA GERÐIST: 21. MARS 1980 J.R. skotinn í Dallas Neistanum styrktarfélagi hjartveikra barna og Umsjón- arfélagi einhverfra bárust á dögunum góðir styrkir, en hvort félag fyrir sig hlaut 152.444 krónur. Aðdragand- inn var sá að síðastliðið haust var haldið stórskemmti- legt góðgerðahnefaleikamót í Vodafonehöllinni sem þeir Hilmir Hjálmarsson og Stefán Gaukur Rafnsson stóðu fyrir ásamt Hnefaleikamiðstöðinni og Sveinsbakaríi gagngert í þeim tilgangi að safna fé til styrktar þessum félögum. Við afhendingu fjárins höfðu þeir Hilmir og Stefán meðferðis þessar skemmtilegu tertur frá Sveins- bakaríi sem viðstaddir gæddu sér á eftir afhendinguna. - fsb Hnefaleikamót til styrktar hjartveikum og einhverfum börnum EINHVERFIR Sigrún Birgisdóttir, framkvæmdastjóri Umsjónarfélags einhverfra, ásamt dóttur sinni, veitir peningunum viðtöku frá Hilmi Hjálmarssyni og Hjálmari Hilmissyni. NEISTINN Guðrún Bergmann Franzdóttir formaður Neistans, ásamt dóttur sinni Anneyju Birtu Jóhannesdóttur, veitir pening- unum viðtöku frá Stefáni Gauki Rafnssyni. Innilegar þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýju við andlát og útför elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, Eddu Bragadóttur hjúkrunarfræðings, Frostafold 6, Reykjavík. Bjarni Hermann Sverrisson Erla Vignisdóttir Lana Kolbrún Eddudóttir Jóhanna Björg Pálsdóttir Ingibergur Bragi Ingibergsson Magnús Grétar Ingibergsson og fjölskyldur. Elskuleg systir mín, Ágústa Jónsdóttir Lorenzini lést á heimili sínu í New York þann 16.03.11. í faðmi fjölskyldu sinnar þar. Minningarathöfn um hana verður haldin í Fossvogskapellu þann 22.03.11 kl. 13.00. Guðmundur Kristinn Jónsson Anna Eyþórsdóttir Jónsson Edda Björk Ragnarsdóttir og aðrir ástvinir. Innilegar þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns, föður og afa Davíðs Þjóðleifssonar Sérstakar þakkir eru færðar starfsfólki heima- hlynningar Karitas, Grensásdeildar og Líknardeildar Landakots fyrir einstaka umönnun og þjónustu. Guðbjörg Elín Ásgeirsdóttir Jón Davíð Davíðsson Anna Sólveig Davíðsdóttir Bjarki Steinar Daðason 49

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.