Fréttablaðið - 21.03.2011, Side 8
21. mars 2011 MÁNUDAGUR8
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
4
5
7
7
3
SVÍÞJÓÐ Hertar reglur um
hámark íbúðalána í Svíþjóð hafa
ekki haft áhrif á fasteignamark-
að, segir á vef sænska Ríkisút-
varpsins.
Síðastliðið haust setti sænska
fjármálaeftirlitið reglur um að
húsnæðislán í landinu mættu
mest miðast við 85% af verð-
mæti eignar. Markmiðið var að
auka vernd neytenda og vinna
gegn því að bankar og aðrar
lánastofnanir færu að draga að
sér nýja viðskiptavini með því
að bjóða hærri húsnæðislán.
„Nýju reglurnar eiga að hvetja
fólk til að takmarka skuldsetn-
ingu,“ segir sænska fjármála-
eftirlitið.
Þensluástand er nú í sænsku
efnahagslífi, hagvöxtur mæld-
ist þar 5,5% í fyrra, sá mesti í
Evrópu. - pg
Hertar lánareglur í Svíþjóð:
Hafa sett þak
á íbúðalánin
STJÓRNSÝSLA Íslenskum stjórnvöldum hefur
gengið betur að innleiða lög um innri mark-
að Evrópu eftir að Ísland sótti um aðild
að Evrópusambandinu. Þetta kemur fram
í nýútkominni skýrslu eftirlitsstofnunar
EFTA um EES-ríkin. Innleiðing reglna í
samræmi við EES-samninginn er meðal
þess sem litið er til í aðildarviðræðunum við
ESB.
Hlutfall þeirra laga sem Ísland á eftir að
innleiða lækkaði úr 1,3 prósenti í 1 prósent
á milli ára en 1 prósent er viðmiðunarmark
eftirlitsstofnunar EFTA. Þetta er í fyrsta
skipti síðan árið 2003 sem Ísland stenst við-
miðunarmarkið.
Ísland er þó áfram eftirbátur Noregs og
Liechtenstein en þar er sama hlutfall annars
vegar 0,2 prósent og hins vegar 0,5 prósent.
Meðaltal EES-rikjanna er lægra en meðal-
talið í aðildarríkjum ESB. Fjöldi þeirra
reglugerða sem Ísland á eftir að innleiða
vegna þátttökunnar í EES er nú 33 en var 50.
Ein reglugerð hefur verið óinnleidd í meira
en tvö ár sem þykir ámælisvert.
Ísland þarf samkvæmt EES-samningum
að innleiða allar reglugerðir um innri mark-
að Evrópu. Ríkjum er hins vegar í sjálfvald
sett hvernig innlend löggjöf er aðlöguð að
ESB-reglugerðum. Ísland innleiðir reglu-
gerðir um innri markaðinn með 10,7 mán-
aða töf að meðaltali, sem er aukning um 0,2
mánuði á milli ára. - mþl
Aðildarumsókn Íslands er í skýrslu sögð hafa haft jákvæð áhrif á innleiðingu ESB-laga á Íslandi:
Innleiðing ESB-reglugerða er skilvirkari
EVRÓPUSAMBANDIÐ Eftirlitsstofnun EFTA gefur á
tveggja ára fresti út skýrslu um innleiðingu ESB-reglu-
gerða í EES-ríkjunum.
ICESAVE Ungur meist-
aranemi í Kaupmanna-
höfn, Fannar Páll Aðal-
steinsson, hefur stofnað
heimasíðuna Icesave.net.
Síðan á að vera hlutlaus
vettvangur sem safnar
umfjöllun um mismun-
andi afstöðu til málsins,
segir Fannar. Fólk geti
þá skoðað ólík sjónarmið
og myndað sér upplýsta
skoðun áður en gengið
verður til kosninga þann 9. apríl.
„Ég sjálfur er ekki búinn að
mynda mér skoðun, og finnst
erfitt að mynda mér hana þegar
umræðan er öll úti um allt,“ segir
hann um ástæðu þess að hann
ákvað að stofna síðuna. Hann
segir margt flott fólk
vera að tjá sig um mis-
munandi afstöðu til máls-
ins, en til að finna allar
greinar og kynna sér
málið þurfi virkilega að
hafa fyrir því og fylgjast
með öllum miðlum. Hann
vonast til þess að sem
flestir taki vel upplýsta
og ígrundaða ákvörðun.
Á síðunni safnar Fann-
ar saman fréttum, grein-
um og pistlum um málið og birtir
einnig myndbönd. Hann hvetur
fólk jafnframt til að hafa sam-
band á síðunni ef því finnst eitt-
hvað vanta í umræðuna og ef það
vill benda á áhugaverða umfjöll-
un. - þeb
Vill að fólk geti tekið upplýsta ákvörðun um Icesave:
Safnar upplýsingum
um Icesave á netinu
FANNAR PÁLL
AÐALSTEINSSON
Hefur þú farið á skíði í vetur?
JÁ 10%
NEI 90%
SPURNING DAGSINS Í DAG:
Styður þú hernaðaraðgerðir
gegn stjórn Muhammars
Gaddafí í Líbíu?
Segðu þína skoðun á visir.is
MIÐAUSTURLÖND Forseti Jemens,
Ali Abdullah Saleh, rak í gær
ríkisstjórn landsins. Fjöldi emb-
ættismanna hafði þegar sagt af
sér vegna andstöðu við morð á
mótmælendum á föstudag, þar
sem minnst 45 voru drepnir.
Sendiherra Jemens hjá Samein-
uðu þjóðunum, tveir ráðherrar,
yfirmaður ríkisfjölmiðilsins og
sendiherra lands-
ins í Líbanon voru
meðal þeirra sem
sagt höfðu af sér.
Forset inn t i l -
kynnti um þetta
eftir að tugir þús-
unda mættu í jarð-
arfarir nokkurra
hinna myrtu í gær.
Ættbálkur hans
kallaði í gær eftir
afsögn hans og slóst
þar í lið með trúar-
leiðtogum og mót-
mælendum.
Þá mótmæltu þúsundir manna
í borginni Deraa í Sýrlandi í gær,
þriðja daginn í röð. Einnig var
mótmælt í öðrum borgum. Fimm
mótmælendur hafa látist og
öryggissveitir eru sagðar beita
skotvopnum og táragasi. Mót-
mælendur kveiktu í byggingum í
borginni og sögðu sjónarvottar að
kveikt hefði verið í höfuðstöðvum
Baath-flokksins, sem ræður ríkj-
um í landinu, sem og dómhúsi og
tveimur útibúum símafyrirtækis
sem skyldmenni forsetans eiga.
Mótmælendur eru sagðir hafa
völdin í miðborginni.
Vegum inn í borgina hefur
verið lokað og þá hefur verið
lokað fyrir flestar samskipta-
leiðir, internetið og rafmagnið.
Í Barein halda mótmæli einn-
ig áfram. Stjórnarandstæðing-
ar óskuðu eftir hjálp Sameinuðu
þjóðanna og Bandaríkjanna á
stuttum mótmælafundi í höfuð-
borginni Manama í gær. Óskað
var eftir því að SÞ stöðvi ofbeldi
gegn mótmælendum og stýri við-
ræðum milli
stjórnar og
stjórnarand-
stöðu . Þá
vilja stjórn-
arandstæð-
i n g a r a ð
erlent herlið
undir stjórn
Sádi-Araba
fari úr landi.
„Þeir eiga að
fara heim.
Það er engin
þörf fyrir þá
þar sem hér
er pólitískt vandamál, ekki hern-
aðarlegt,“ sagði Jassim Hussein,
fyrrverandi þingmaður.
Tugir Sádi-Araba mótmæltu
fyrir utan innanríkisráðuneytið í
Riyadh í gær og kröfðust þess að
þúsundir fanga yrðu látnir laus-
ir. Fólkið hefur verið í fangelsi
svo árum skiptir án þess að rétt-
að hafi verið yfir því. Lögreglu-
menn voru mun fleiri en mót-
mælendurnir á svæðinu, eða um
2000 talsins. Sjónarvottar segja
að fjöldi fólks hafi verið handtek-
inn. Þetta voru þriðju mótmælin
í landinu í mánuðinum, en mót-
mæli eru bönnuð í landinu.
thorunn@frettabladid.is
Mótmæli
breiðast út
Mótmælt var alla helgina í Sýrlandi, auk þess sem
mótmæli halda áfram í mörgum Miðausturlöndum.
Forseti Jemens rak ríkisstjórnina í gær og í Barein
óska stjórnarandstæðingar eftir hjálp SÞ.
JARÐARFÖR Í JEMEN Lítil stúlka á meðal þeirra þúsunda sem mættu við jarðarfarir
mótmælenda í Jemen í gær. Vaxandi þrýstingur er á forseta landsins að segja af sér.
FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Lög-
reglu-
menn
voru fleiri en mótmælendur
í Riyadh í gær. Tugir Sádi-
Araba mótmæltu og kröfðust
þess að fangar yrðu látnir
lausir, en á svæðinu voru um
2000 lögreglumenn.
2000
KJÖRKASSINN