Fréttablaðið - 21.03.2011, Side 14
14 21. mars 2011 MÁNUDAGUR
Athygli mín hefur verið vakin á forystugrein í Morgunblaðinu
sl. föstudag, þar sem hinn hóg-
væri og hlutlausi ritstjóri blaðsins
sendir mér og fleiri lögmönnum
tóninn fyrir að segja hug okkar í
blaðagrein um það hvort ráðlegt
sé að samþykkja lögin um Icesave-
samningana eða hafna þeim. Aug-
ljóst er að skoðanir sem við létum
í ljós hafa raskað jafnvægi ritstjór-
ans. Ritstjórinn lætur sér sæma að
tileinka skoðanir okkar þeim sem
við höfum sum hver unnið fyrir
og eiga í samkeppni við Morgun-
blaðið.
Lágkúra í blaðamennsku er ekk-
ert nýmæli, en hún virðist hafa
heltekið ritstjóra Morgunblaðs-
ins í umfjöllun þess um þetta þýð-
ingarmikla mál. Án þess að ég
hafi kannað það sérstaklega tel
ég mig geta fullyrt að skoðanir
eru mjög skiptar meðal viðskipta-
manna þeirra átta lögmanna sem
birtu grein um þetta mál í vikunni
varðandi það hvort greiða skuli
atkvæði með eða á móti samn-
ingnum.
Ég kalla þessa blaðamennsku
lágkúru ekki síst vegna þess, að
þetta sama dagblað lofaði umfjöll-
un mína um málið talsvert á fyrri
stigum, þ. e. þegar ég lýsti mig
andvígan fyrri samningum um
málið. En nú – þegar fyrir liggur
nýr samningur sem ég tel ráðlegt
að samþykkja – þá leyfir leiðara-
höfundur sér að halda því fram
að með því sé ég sem lögfræðing-
ur Jóns Ásgeirs Jóhannessonar
og nánustu klíku hans að hvetja
þjóðina til að axla enn eina afleið-
inguna af umsvifum hans.
Þessi skrif ritstjórans eru ekk-
ert annað en fáránlegur samsetn-
ingur manns sem sjálfur var knú-
inn til þess nauðugur að víkja úr
embætti seðlabankastjóra eftir að
hafa látið ríkissjóð Íslands taka
á sig 300 milljarða tap af óstjórn
hans á bankanum. Þó að Jón
Ásgeir og fyrirtæki á hans vegum
hafi fengið mikið fé að láni hjá
Landsbanka Íslands á sínum tíma
var það ekki hann sem stofnaði til
Icesave-reikninganna.
Það gerðu þeir sem ritstjórinn
sjálfur hafði nánast gefið bank-
ann meðan hann var í aðstöðu til
þess sem valdamesti stjórnmála-
maður landsins. Þeir menn settu
svo bankann kyrfilega á hausinn
með sínum eigin fjárfestingum,
hjálparlaust. Að mínu áliti færi
betur á því að ritstjórinn hefði
ekki mjög hátt um afleiðingar af
gerðum manna sem þjóðin sýpur
nú seyðið af.
Frumur okkar dýranna (og jurtanna) eru kallaðar heil-
kjörnungar (hafa kjarnann innra
með sér afmarkaðan með himnu –
en í umfryminu í kring sitja m.a.
hvatberarnir). Fyrir upphaf heil-
kjörnunganna höfðu frumstæðir
dreifkjörnungar orðið til, þ.e. bakt-
eríur og blágrænir þörungar (sem
sé ‘sjálfstætt starfandi’ lífverur),
og ríktu hálfan annan milljarð ára
á jörðu áður en heilkjarna frumur
‘verða til‘).
Um upphaf heilkjörnunga er
helsta kenning nú þessi: að fyrir
tveim milljörðum ára hafi tveir
dreifkjörnungar (tvær bakteríur)
runnið saman í eitt – og upp úr því
hafi þróast heilkjörnungur. Annað
orðalag yfir þessa atburði er að ein
baktería hafi ‘lent‘ inn í aðra – eða
að baktería A hafi innbyrt bakteríu
B – og uni þær báðar þessu sam-
lífi allar stundir síðan – og útkom-
an hafi orðið hinn fyrsti vísir að
nútíma heilkjarna frumu.
Menn halda að nútíma heilkjörn-
ungur sé að mestu leyti þróaður frá
A – nema að hvatberinn sé afkom-
andi bakteríu B, þeirrar sem inn-
byrt var.
Þessi sambúð bakteríanna A og
B, í einni sambreyskju, sem ein
fruma, kynni að vera upphaf ást-
arinnar. Kynni líka að vera upphaf
þrælahalds. Eða samvinnu. Nýting
auðlinda eflist og hér. Hvatberarn-
ir geyma enn í sér erfðabúnað sem
minnir á búnað baktería – þó er
DNA-magnið lítið.
Þessi dreifkjörnungur, B, sem
inn í annan (A) lenti: B tók að fjölga
sér (eins og bakteríur gera; hvat-
berar skipta sér ‘sjálfir’) þarna
inni í umfrymi heilkjörnungs – og
nú tölum við framvegis um bakt-
eríu B sem hvatberann okkar. – Í
einum heilkjörnung búa stundum
nokkur hundruð hvatberar – heil
fjölskylda – af litlum hvatberum
sem hafa búið þarna og fjölgað sér
eins og aðrar tegundir – en undir
sömu himnum – sama ættin undir
sömu himnum í meira en tvö þús-
und milljón ár, og býr þar enn.
Grænukornin í jurtunum voru,
samkvæmt kenningunni, blágræn-
ir þörungar í fyrndinni – og eiga
líka að hafa komið sér fyrir á ’svip-
aðan hátt’ innan annars dreifkjörn-
ungs. Grænukorn hafa miklu meira
af DNA í sér en hvatberi. Þau eru
græn vegna þess að efnið blað-
græna drekkur í sig orku rauðu
geislanna í litrófi sólarljóssins –
en speglar frá sér grænum bylgj-
um þess.
Heilkjörnungar tóku upp sam-
vinnu; útkoman er fjölfrumudýrin,
meðal annarra t. d. menn.
Það má orða:
Örófi fyrr
frjóvgaði sólguð jörð.
Grænan festi sér geislann rauða.
Til lífs frá dauða
var litur vakinn,
hefst ljóð um ástina, önd þína
og hold.
Ætt þín er rakin
aftur – í ljós og mold
Ætt þín er rakin
Pistill
Valgarður
Egilsson
læknir
- Þegar hreinlæti skiptir máli
Sími 510 1200
www.tandur.is
Nýr vörulisti …
A
T
A
R
N
A
Lágkúra í blaða-
mennsku er
ekkert nýmæli, en
hún virðist hafa heltekið
ritstjóra Morgunblaðsins .
Afturkippur í jafnrétti
Staðan er þessi: um 540 opin-berum starfsmönnum hefur
verið sagt upp, þar af voru 470
konur en 70 karlar, fæðingaror-
lofsgreiðslur hafa verið stórlega
lækkaðar, börn komast seinna
inn á leikskóla og launamunur
kynjanna hefur lítið minnkað.
Svona er nú jafnvægið hér á
Íslandi rúmum tveimur árum
eftir efnahagshrunið. Eflaust
má finna á þessu margar skýr-
ingar, en þær bæta ekki ástand-
ið. Eftir situr að menn sofnuðu
á verðinum. Sjónarmiðin um að
jafnréttiskrafan ætti ekki rétt
á sér í kreppu, urðu ofan á. Illu
heilli.
Mistök ráðamanna ættu að
vera hverjum manni augljós.
Stefna vinstri stjórnarinnar
var kynjuð hagstjórn. Enginn
vinnur meira gegn þeirri stefnu
en stjórnin sjálf. Aðgerðaleysi
ríkisstjórnarinnar til eflingar
atvinnu er hrópandi og það litla
sem gert er miðar allt að því að
styrkja hinar svonefndu „karla-
stéttir“ í stað þess að horfa til
beggja kynja. Hugsunarleysi
eða ekki, slæmt er það.
Þrátt fyrir að ríkisstjórn-
in sé almennt miklu hrifnari
af skattahækkunum en niður-
skurði, voru greiðslur til for-
eldra í fæðingarorlofi eitt það
fyrsta sem tekið var af fólki og
fjölskyldum – og það ekki bara
einu sinni heldur í þrígang. Þar
með var allt bit dregið úr einu
helsta jafnréttistæki lands-
manna þótt vissulega séu ein-
hverjir sem gráti ekki það bit-
leysi. Við því mátti búast en
undanlátssemi gagnvart slíkum
draugum fortíðar er ekki í boði.
Sannarlega mætti nefna fleiri
sláandi dæmi þar sem ábyrgðin
úr ranni hins opinbera er aug-
ljós.
Við eigum alltaf að hafa jafn-
rétti í huga, heima hjá okkur, á
vinnustaðnum og í daglegu lífi.
Hvar sem er, hvenær sem er.
Jafnréttismál eru samfélags-
mál. Munum að mismununin,
meðvituð sem ómeðvituð, hefst
strax í æsku. Munum að mæl-
ingar á mismunun birtist víða
hvort sem er í skóla, tómstund-
um eða vinnustöðum. Og hætt-
um aldrei að tala um það. Sama
hvað Icesave eða stjórnlagamál
taka mikið pláss í umræðunni.
En þótt ráðamenn sofni á
verðinum og gleymi því að jafn-
rétti á ávallt að vera til staðar,
en ekki bara í jafnri skiptingu
ráðherrasæta á milli kynjanna,
skulum við hin muna eftir þessu
mikilvæga máli, alltaf og alls
staðar. Nú þarf að standa vakt-
ina.
Jafnrétti
Þorgerður Katrín
Gunnarsdóttir
alþingismaður
Sjálfstæðisflokksins
Stefna vinstri
stjórnarinnar var
kynjuð hagstjórn. Eng-
inn vinnur meira gegn
þeirri stefnu en stjórnin
sjálf.
Ritstjóri í glerhúsi
Icesave
Ragnar
Halldór Hall
hæstaréttarlögmaður
Sigurður Einarsson fór mikinn í grein sinni sem birtist í Frétta-
blaðinu fyrir helgi. Orðin sem hann
notar þar dæma sig sjálf.
Af reglulega hörundsárri grein
Sigurðar í Fréttablaðinu mætti
ráða að ég hefði sérstaklega veist
að honum. Það er alrangt, enda
hef ég ekki einu sinni nefnt hann
á nafn. Þar skilur á milli mín og
Sigurðar.
Ég hef hins vegar aftur og aftur
boðið Sigurði að koma í viðtöl til
mín og verið afskaplega kurteis í
ítrekuðum póstum mínum til hans í
ein tvö ár. Það veit Sigurður. Hann
hefur hins vegar ekki aðeins neit-
að að koma í viðtöl, heldur hefur
hann líka neitað að hitta mig til
að ræða málin. Hver skýringin á
því er veit ég ekki og hann verður
að svara því. Ég bauðst til að hitta
hann hvort sem er á Íslandi eða í
London síðasta haust, en Sigurður
sá ekki ástæðu til þess, jafnvel þó
að ég tæki sérstaklega fram að mig
langaði að fá að heyra hans hlið
mála um Kaupþing Lúxemburg,
þar sem ég hefði upplýsingar um
bankann úr öðrum áttum.
Hvorki hann né aðrir yfirmenn
gamla Kaupþings hafa nokkurn
tíma svarað ítrekuðum spurn-
ingum mínum. Ólíkt því sem Sig-
urður heldur fram hef ég einmitt
lagt mig fram um að fá allar hlið-
ar mála upp á yfirborðið. Úr því
Sigurður fylgist svo vel með því
sem ég skrifa og geri hefði honum
verið í lófa lagið að svara spurn-
ingu minni fyrir tveimur mánuð-
um síðan sem var svohljóðandi:
„Hvernig mun Gazprom fá pen-
inginn sinn sem var inn í Kaup-
þingi í Luxemburg til baka og er
málið ekki óþægilegt i ljósi þess
hver á peningana?”
Það gerði hann ekki og enginn
annar úr sömu herbúðum þrátt
fyrir tölvupósta og færslur af
minni hálfu. Þeir héldu kannski að
málið myndi sofna. Tveimur mán-
uðum síðar endurtók ég því spurn-
inguna og skrifaði hvers vegna ég
bæri hana upp. Sigurður svarar
nú í grein sinni í Fréttablaðinu í
megindráttum þessu (skætinginn
hef ég ekki með, enda langloka, en
hann má lesa nánar í grein hans):
„Hið rétta er að engin rússnesk
fyrirtæki voru nokkru sinni með
nokkur viðskipti við Kaupthing
Luxembourg.“
Sigurður beitir í greininni lands-
þekktum aðferðum sem útrásar-
víkingar hafa ítrekað notað til að
svara fjölmiðlamönnum. Félög
geta verið skráð annars staðar en
í Rússlandi og útibúin í Kaupþingi
eru fleiri en eitt. Með því að svara
tæknilega er reynt að drepa mál-
inu á dreif.
Hvað með Ushmanov?
En ég tel rétt að Sigurður svari því
til úr hvaða útibúi átti að greiða lán
til Úsbekans Alisher Úshmanovs?
Var það lán ekki ætlað til að end-
urgreiða honum peninga sem hann
átti inni í Kaupþingi? Þessar spurn-
ingar eru bara byrjunin á því sem
þarf að spyrja hann að ef hann ein-
hvern tíma gefur kost á viðtali.
Heimildarmenn mínir, sem eru
fleiri en einn og hafa alltaf áður
reynst hafa rétt fyrir sér í málum
bankanna hafa lofað mér því að láta
mig hafa umrædd gögn úr Kaup-
þingi í Lúxemburg ef Sigurður
kemur til mín í viðtal. Þess vegna
býð ég honum það hér með enn og
aftur.
Sigurður kýs í grein sinni að
gerast persónulegur og kalla mig
rógbera, slúðrara og mann sem er
sama um að bera út lygar og standa
sig illa í starfi. Eina skýringin sem
ég get fundið á því að hann kjósi að
nota þessi orð um mig að ástæðu-
lausu er að hann þekki þessar til-
finningar vel sjálfur.
Sigurður hefur áhyggjur af hraða
íslenskra fjölmiðla og ég deili þeim
með honum. Sigurður gæti kannski
kennt okkur fjölmiðlamönnum
hvernig á að höndla allan þennan
hraða, en hann var sem kunnugt er
stjórnarformaður í banka sem setti
heimsmet í hröðum vexti.
Rógurinn allur þín megin Sigurður
Hrunið
Sölvi
Tryggvason
fjölmiðlamaður