Fréttablaðið - 24.03.2011, Page 6

Fréttablaðið - 24.03.2011, Page 6
24. mars 2011 FIMMTUDAGUR6 SVEITARSTJÓRNIR Innanríkisráðu- neytið vill að Mosfellsbær skýri hvernig það geti samrýmst lögum að sveitarfélagið gekkst í sjálf- skuldarábyrgð fyrir 246 milljóna króna bankaláni fyrirtækisins Helgafellsbygginga hf. Upptök lánsins sem Helgafells- byggingar tóku hjá Landsbank- anum var víxill sem félagið tók til að standa skil á greiðslum til bæj- arins. Fulltrúi Íbúasamtakanna í bæjarstjórn gagnrýndi ábyrgð sveitarfélagsins á láninu sem greiða á upp næsta haust. Bæjar- stjórnin fékk Lögmannsstofuna Lex til að meta málið. Lex segir ábyrgðina ekki samrýmast lögum. Bæjaryfirvöld eru ósam- mála mati Lex. Þá hafi bærinn traust veð „ef svo ólíklega vildi til að ábyrgðin félli á bæinn,“ eins og Haraldur Sverris- son bæjarstjóri orð- aði það í Frétta- blaðinu 15. febrúar síðastliðinn. Innanríkisráðu- neytið gefur nú Mosfellsbæ frest til 31. mars til að útskýra hvernig ábyrgðin samræmist 6. málsgrein 73. greinar sveitarstjórnarlaga. Í greininni er meðal ann- ars rætt um að sveitar- stjórnir geti veitt sjálfskuldar- ábyrgð fyrir l á nu m t i l stofnana og fyrirtækja í eigu sveitar- félagsins sjálfs. - gar LÍBÍA, AP Barack Obama Banda- ríkjaforseti ítrekaði í gær að inn- rás á landi í Líbíu til að koma Múammar Gaddafí frá völdum kæmi ekki til greina. Í gær, á fimmta degi loftárása Bandaríkjamanna, Frakka, Breta og fleiri þjóða, hafði engin lausn fengist á innbyrðis ágreiningi árásarríkjanna né heldur á ágrein- ingi þeirra við önnur ríki um markmið og skipulag aðgerðanna. Þó er stefnt að því að NATO taki að sér yfirstjórn árásanna á næstu dögum. Í næstu viku verður haldinn í London fundur fulltrúa frá Banda- ríkjunum, Evrópuríkjum, araba- ríkjum og Afríkuríkjum, þar sem rætt verður um ástandið í Líbíu og aðgerðir Vesturlanda. Tilgangur- inn er að reyna að skapa samstöðu um aðgerðirnar. Árásirnar hafa verið gagnrýnd- ar fyrir að hafa kostað almenna borgara lífið, en varnarmálaráðu- neyti Bandaríkjanna bar það til baka í gær og sagði engar sannan- ir fyrir því. Í gær voru harðar árásir gerð- ar á borgina Misrata í vesturhluta landsins, skammt frá höfuðborg- inni Trípolí, þar sem Múammar Gaddafí er með höfuðstöðvar. Svo virtist sem árásirnar hefðu veikt herlið Gaddafís í Misrata verulega. Meira en 300 þúsund manns hafa flúið frá Líbíu síðan átök hóf- ust þar milli uppreisnarmanna og liðsmanna stjórnar Gaddafís. „Ég hef miklar áhyggjur af áhrifum átakanna á almenning,“ sagði Rashid Khalikov, sem sér um skipulagningu hjálparstarfs á vegum Sameinuðu þjóðanna í Líbíu. Hann heimsótti Líbíu dag- ana 12. til 16. mars og sá miklar skemmdir á íbúðarhúsnæði, meðal annars í bænum Zawiya í vestur- hluta landsins. Sameinuðu þjóðirnar hafa kall- að allt erlent starfsfólk sitt frá Líbíu og hafa hikað við að biðja innlent starfsfólk sitt um að ferðast um landið. „Við erum ekki viss um að það sé óhætt fyrir það að gera nokk- urn skapaðan hlut,“ sagði Khali- kov. gudsteinn@frettabladid.is SVEITARSTJÓRNIR Mosfellsbær braut sveitarstjórnarlög með því að taka við víxlum sem greiðslu fyrir skuld verktaka og með því að gangast í sjálfskuldarábyrgð fyrir verk- takann. Þetta segir í lögfræðiáliti sem unnið var fyrir bæjarráð.Mosfellsbær gerði árið 2006 sam- starfssamning við forvera Helga- fellsbygginga ehf. um uppbyggingu í Helgafellslandi. Verktakinn átti að greiða bænum 700 þúsund krón- ur fyrir hverja byggða íbúð og átti að lágmarki að borga fyrir 1.020 íbúðir. Heildargreiðslan átti því að verða minnst 714 milljóir króna.Í júlí 2008 höfðu 416 íbúðir verið seldar og bærinn fengið 130 milljónir króna en 200 milljónir voru ógreiddar. Þá var samið um að Helgafellsbyggingar borguðu eftirstöðvarnar með víxli. Gaf félagið síðan út 239 milljóna króna víxil til uppgjörs á 198 milljóna króna skuld. Í september 2009 var samkomulagið framlengt með því að bærinn gekk í sjálfskuldar- ábyrgð fyrir 246 milljóna höfuðstóli láns Helgafellsbygginga hjá Lands- bankanum. Fulltrúi minnhluta Íbúahreyf- ingarinnar í bæjarstjórn, Jón Jósef Bjarnason, gagnrýndi þessi vinnu- brögð. Bæjarráðið fékk Lex til að meta lögmæti gjörninganna. Telur lögmannsstofan að í báðum tilvik- um hafi 6. málsgrein sveitarstjórn- arlaga verið brotin.„Samkvæmt ákvæðinu getur sveitarfélag annars vegar ábyrgst lán til stofnana og fyrirtækja sem er að hálfu eða meirihluta í eigu sveitarfélagsins sjálfs. Hins vegar getur sveitarfélag veitt i f ábyrgð vegna lánveitinga til fram- kvæmda á vegum félaga sem sveitar félagið á og rekur í sam- vinnu við önnur sveitarfélög eða aðra opinbera aðila til að veita lög- bundna þjónustu,“ segir í áliti Lex. Þá eigi 7. grein laganna ekki við því gerningarnir falli ekki undir dag- legan rekstur. Slík ábyrgðarskuld- binding, sem stofnað sé til í and- stöðu við lög, sé ógildHarald „daglegan rekstur“ að ræða. „Það sjónarmið kemur á óvart enda var full samstaða um það í bæjarráði og bæjarstjórn á sínum tíma að afgreiða málið með þessum hætti,“ segir bæjarstjórinn sem kveður ekki munu reyna á ábyrgð bæjar- ins fyrr en næsta haust þegar við- skiptabréfið verður á gjalddMosf ll að skoða almennt í framhaldinu hvaða áhrif þetta hefur á aðferðir sveitarfélaga við skuldainnheimtu, ef rétt reynist að slíkur gjörningur flokkist ekki undir daglegan rekst- ur, því það er ekki einsdæmi í Mos- fellsbæ að sveitarfélag hafi fselt viðski Bæjarábyrgð fyrir verktaka ólögleg segir í lögfræðiáliti Lögmannsstofan Lex segir Mosfellsbæ ekki hafa mátt ábyrgjast víxla verktaka né taka á sig sjálfskuldar- ábyrgð vegna 246 milljóna króna skuldar. Kemur á óvart segir bæjarstjóri því samstaða var í bæjarstjórn. BÆJARSTJÓRINN OG HELGAFELLSLAND Haraldur Sverrisson bæjarstjóri sést hér með Helgafell í baksýn. Hann er ósammála niðurstöðu lögfræðiálits sem unnið var fyrir bæjarráð um að viðskiptin við verktaka í Helgafellslandi hafi brotið í bága við lög. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA j nina stefna að ðstæður gæti ám verðtryggingar orðið bjarnar- greiði við húseigendur. g Ísland í ESB t strax aukaaðild að myntsam- starfi með fastgengisstefnu sem losi heimilin undan vaxtamun og verð- tryggingu. - pg m afinn lax 1“ hefur verið ABLAÐIÐ/VILHELM s um run ð kaði gsetn- 11“. emur að in- og . - - gð - eð óká aður: kur á ngu n á fram-s skólastigi hafi 28 prósent hærri ævitekjur heldur en ef hann hefði eingöngu grunnskólamennt- un. Einstaklingur með menntun á háskólastigi hefði aftur á móti 88 prósentum hærri tekjur. - óká islandsstofa.is Borgartún 35 | 105 Reykjavík Íslandsstofa í samvinnu við SUT, heldur fund fyrir upplýsingatæknifyrirtæki um markaðssetningu á Netinu í dag, 24. mars, kl. 11.00–13.00 á Radisson BLU Hótel Sögu. Á fundinum verður rætt um mikilvægustu atriðin sem þarf að hafa í huga við markaðssetningu á Netinu auk þess sem sagðar verða reynslusögur nokkurra fyrirtækja. Dagskrá: Erindi (Nordic eMarketing) Reynslusögur (FRISK Software, SecurStore og Hugvit) Umræður – spurningar og svör Efling tengslanets – boðið verður upp á snarl að fundi loknum þar sem gert er ráð fyrir að menn spjalli saman og efli tengslanet sitt Þeir sem hafa hug á að skrá sig á fundinn eru hvattir til að gera það sem fyrst í síma 511 4000 eða með tölvupósti, islandsstofa@islandsstofa.is. Nánari upplýsingar veita Andri Marteinsson, andri@islandsstofa.is og Hermann Ottósson, hermann@islandsstofa.is. Markaðs- setning á Netinu Fundaröð upplýsingatæknifyrirtækja um markaðs- og sölumál Fjársýsla ríkisins flytur Fimmtudaginn 24. mars flyst starfsemi Fjársýslu ríkisins frá Sölvhólsgötu 7 í Vegmúla 3, Reykjavík. Beðist er velvirðingar á þeim truflunum sem kunna að verða af flutningunum. Símanúmer er óbreytt, 545 7500 og er gert ráð fyrir að símsvörun á skiptiborði truflist ekki. Einnig er bent á póstfang stofnunarinnar, postur@fjs.is. Starfsemi FJS verður komin í fullan gang mánudaginn 28. mars. Yfir 300 þúsund hafa flúið frá Líbíu Herskip frá NATO fylgjast með Líbíu úti fyrir ströndum landsins meðan her- þotur gera loftárásir. Obama segir innrás á landi ekki koma til greina. Fulltrúi hjálparstarfs Sameinuðu þjóðanna með miklar áhyggjur af almenningi í Líbíu. FORÐA SÉR UNDAN ÁRÁSUM Uppreisnarmenn í austanverðu landinu forða sér undan árásum liðsmanna Gaddafís. NORDICPHOTOS/AFP Óttast þú geislamengun frá Japan? Já 19,7% Nei 80,3% SPURNING DAGSINS Í DAG Ert þú ánægð(ur) með viðbrögð forsætisráðherra við úrskurði kærunefndar jafnréttismála? Segðu þína skoðun á visir.is ALÞINGI Menntamálanefnd Alþing- is hefur lokið fyrstu yfirferð frumvarps að heildarlögum um fjölmiðla. Önnur umræða fer fram á næstunni. Að sögn Skúla Helgasonar, formanns menntamálanefndar, hefur fjölmiðlafrumvarpið tekið allnokkrum breytingum í með- förum nefndarinnar, en ákvæði í því hafa sætt harðri gagnrýni af hálfu fagfélaga blaða- og frétta- manna. „Við höfum reynt að koma til móts við sjónarmið um að mikil- vægt sé að skerða ekki tjáningar- frelsi miðlanna eða þrengja að þeim í sínum störfum,“ segir Skúli og kveður lagfæringar hafa verið gerðar á nokkuð mörg- um stöðum í frumvarpinu. „Við höfum til dæmis dregið úr viður- lögum við ákveðnar greinar, eins og greininni um lýðræðis legar grundvallar reglur. Hún er nú meira í ætt við stefnulýsingu en að vera tengd tilteknum viðurlögum.“ Sömuleiðis segir Skúli nefnd- ina hafa sett inn að ákvæði um ritstjórnarlegt sjálfstæði miðla, sem hann telji eitt mikilvægasta ákvæði laganna, þurfi að vinna í samstarfi við fagfélög blaða- og fréttamanna, en áður var kveð- ið á um að þau skyldu unnin með starfsmannafélögum. Þá segir Skúli mikilvægt að sett hafi verið í lögin nýtt bráða- birgðaákvæði um endur skoðun þeirra innan þriggja ára frá gildis töku. „Það tryggir að menn eru viðbúnir að bregðast við ef upp koma einhverjar aðstæður sem við sjáum ekki fyrir í dag.“ - óká Fjölmiðlafrumvarp ríkisstjórnarinnar gengur til annarrar umræðu á Alþingi: Ekki á að þrengja að fjölmiðlum Innanríkisráðuneytið spyr um 246 milljóna ábyrgð Mosfellsbæjar á láni verktaka: Hvernig samrýmist ábyrgðin lögum? EYJAFJÖRÐUR Sveitarstjórn Eyja- fjarðarsveitar hefur samþykkt að hætta í bankaviðskiptum við Arion banka. Sveitin hefur átt í viðskiptum við Arion banka frá upphafi, en fregnir af launakjör- um bankastjóra hafa orðið til þess að sveitar stjórnin vill ekki skipta lengur við bankann. Í samþykkt sveitarstjórnarinnar segir að það sé algjörlega ólíðandi að á sama tíma og almenningur, fyrirtæki og stofnanir berjist við að ná endum saman skuli slíkar launagreiðslur tíðkast. - sv Eyjafjarðarsveit um ofurlaun: Slítur viðskipt- um við Arion KJÖRKASSINN

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.