Fréttablaðið - 24.03.2011, Page 26

Fréttablaðið - 24.03.2011, Page 26
26 24. mars 2011 FIMMTUDAGUR Mánudagurinn 28. febrúar var svartur dagur fyrir útivistar- félög og ferðaþjónustu á Íslandi en þá staðfesti umhverfisráðherra, Svandís Svavarsdóttir, stjórn- unar- og verndaráætlun fyrir Vatnajökuls þjóðgarð. Við stofnun þjóðgarðsins voru gefin loforð frá aðilum í stjórnsýslunni um að engin skerðing yrði á hefðbundinni notk- un garðsins, s.s. veiðum og umferð. Á þessu loforði var síðan sérstak- lega tekið í lögum um Vatnajökul- sþjóðgarð eins og kemur fram í 3. mgr. 12 gr. laga um þjóðgarðinn: „Svæðisráðin, hvert á sínu svæði, skulu vinna tillögu að verndaráætl- un í samráði við Umhverfisstofnun og Náttúrufræðistofnun Íslands. Við gerð verndaráætlunar skal svæðisráð hafa samráð við eigend- ur lands innan þjóðgarðs á viðkom- andi svæði, sveitarstjórnir og aðra hagsmunaaðila á svæðinu.“ Stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs og svæðisráðin höfðu því tækifæri til að hafa gott samráð um stofn- un þjóðgarðsins og leggja grunn að víðtækri sátt um þetta verkefni. Þetta leit vel út þegar svæðisráðin byrjuðu að vinna og virtist stefna í opið og gegnsætt samráðsumhverfi. Hinsvegar bar fljótt á pukruskap og feluleikjum og aðeins hægt að nálg- ast upplýsingar eftir krókaleiðum. Eina raunverulega aðkoma margra stærstu útivistarhópa og ferðaþjón- ustuaðila var síðan í gegnum lög- boðið athugasemdaferli. Það voru sendar inn mörg þúsund athugasemdir við stjórnunar- og verndaráætlunina frá einstakling- um, útivistarhópum og ferðaþjón- ustuaðilum, þar sem gerðar voru alvarlegar athugasemdir við stjórn- unar- og verndar áætlunina og und- irbúningsvinnu við hana. Stjórn Vatnajökuls þjóðgarðs svaraði öllum þessum athugasemdum með stöðluðu dreifibréfi, þar sem ein- ungis var svarað hluta af þeim athugasemdum sem lagðar höfðu verið fram. Stjórn Vatnajökulsþjóð- garðs sendi síðan stjórnunar- og verndaráætlunina til staðfesting- ar hjá umhverfisráðherra haustið 2010, nánast án þess að taka nokk- urt tillit til athugasemda varðandi veiðar og umferð innan þjóðgarðs- ins. Margir útivistarhópar fóru á fund umhverfisráðherra og hún kallaði fulltrúa margra félagasam- taka á sinn fund. Þar lýsti hún yfir vilja til að ná sáttum og bað um vinnufrið til að ná því fram. Þegar stjórnar- og verndar áætlunin var síðan staðfest af umhverfisráð- herra án nokkurra breytinga og ljóst að ekkert tillit væri tekið til þeirra athugasemda sem bárust, kom í ljós að sáttavilji ráðherra var bara fyrir sláttur til að tefja málið. Mistökin sem gerð voru í samráðs- og athugasemdaferlinu við stofnun Vatnajökulsþjóðgarðs hafa skaðað mjög allt traust á milli stjórnvalda og útivistarhópa og ferðaþjónustu- aðila hér á landi. Eftir stendur yfir- gangur og tillitsleysi stjórnvalda gagnvart flestum hagsmunaaðilum sem að málinu koma. Það verður fróðlegt að sjá hvern- ig stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs í umboði umhverfisráðherra ætlar að haga eftirliti með því að ferðafólk og ferðaþjónustuaðilar aki ekki lok- aðar leiðir í þjóðgarðinum eða veiði ekki á lokuðum svæðum. Líklega verður sett upp sérstök hálendis- lögregla og ferðamenn settir í varð- hald og kærðir. Framundan eru ný náttúru- verndar lög, stækkun friðlands í Þjórsárverum, landnýtingaráætlun, Geo Park vísindagarðar, endurskoð- un villidýralaga og fjöldi friðlýs- inga í nýrri náttúruverndaráætl- un. Það er nokkuð ljóst að í þessum málum munu útivistarhópar og ferðaþjónustuaðilar haga sínum málum öðruvísi, taka vara á öllum aðgerðum stjórnvalda til samráðs og stunda öflug árásarsamskipti til að ná sínum fram. Skynsamlegast hefði verið að vinna stjórnunar- og verndaráætlun Vatnajökulsþjóðgarðs í betra sam- starfi við þá hagsmunahópa sem hlut eiga að máli, en þessir hópar hafa margsinnis boðið stjórnvöld- um, stjórn þjóðgarðsins og svæð- isráðum samstarf og samvinnu í málefnum sem tengjast hálendi Íslands, en mætt hroka og yfir- gangi. Það stefnir því í stríð sem stjórnvöld munu tapa, en því miður líklega eftir að hafa eitt miklum fjármunum í eftirlit, handtökur og kærur á ferðafólk á hálendi Íslands. Við undirritaðir aðilar skorum á umhverfisráðherra og stjórn Vatna- jökulsþjóðgarðs að hætta strax þessum skollaleik sem boðið hefur verið upp á síðustu ár við stofnun þjóðgarðsins, tryggja raunveru- legt samráð strax í dag og hleypa okkur sem hagsmunaaðilum að borðinu og hlusta á okkar sjónar- mið. Gerum Vatnajökulsþjóðgarð að stað þar sem Íslendingar eru vel- komnir, hvort sem þeir eru hesta- fólk, sleðafólk, hjólafólk, jeppafólk, göngufólk, veiðimenn eða annað ferðafólk. Landssamband hestamanna – Þor- varður Helgason, stjórnarmaður Landssamband vélsleðamanna – Birkir Sigurðsson, forseti Landssamtökin Ferðafrelsi – Sigmar B. Hauksson, formaður Vélhjólaíþróttaklúbburinn Vík – Hrafnkell Sigtryggsson, formaður Ferðaklúbburinn 4x4 – Sveinbjörn Halldórsson, formaður Ferða- og útivistarfélagið Slóðavinir – Jakob Þór Guðbjartsson, formaður Skotvís – Kristján Sturlaugsson, varaformaður Skotreyn – Friðrik Rúnar Garðars- son, formaður Jeppavinir – Þorvarður Ingi Þor- björnsson, formaður Samráðsleysi stjórnar og ráðherra Vatnajökulsþjóðgarður Forsvarsmenn níu félagasamtaka skrifa um Vatnajökulsþjóðgarð Um nokkurt skeið hefur verið starfræktur vinnuhópur á grundvelli stöðugleikasáttmála, með það að markmiði að þróa nýtt, sameiginlegt lífeyriskerfi fyrir landsmenn. Þar hafa átt sæti fulltrúar launafólks jafnt á almennum sem opinberum vinnu- markaði, atvinnurekendur, stjórn- völd og sveitarfélög. Starf hópsins hefur gengið vel og svo virðist sem aðilar séu í fyrsta skipti tilbúnir til viðræðna um framtíðarkerfi. Slík- ar viðræður geta þó aðeins snúist um framtíðina, ekki áunnin kjara- samningsbundin réttindi. Opinberir starfsmenn hafa tekið þátt í þessu starfi af heilindum, virt réttindi annarra og ekki unnið að kröfugerð um málið á öðrum vettvangi. Hið sama verður ekki sagt um framgöngu Alþýðusam- bands Íslands, samherja BSRB, BHM og KÍ í réttindavörslu fyrir hönd launafólks. Það sást best á sameiginlegu minnisblaði sem ASÍ og SA lögðu fram 25. febrúar 2011 en sáu ekki ástæðu til að láta opinbera starfsmenn vita af fyrr en nokkrum vikum síðar. Í umræddu minnisblaði kveður við allt annan tón en í vinnu- hópnum. ASÍ og SA krefjast þess að réttindi opinberra starfs- manna verði skert og lífeyris- kerfi þeirra breytt. Það er alvar- legt að ASÍ skuli taka sér stöðu við hlið atvinnurekenda í kröfum sínum, ekki við hlið annarra félaga sinna í baráttu fyrir bættum rétt- indum launafólks. Raunar er umhugsunar efni hve samhljómur í málflutningi ASÍ og SA er orðinn ríkur, en það er önnur saga. Það er ólíðandi að samtök launa- fólks gangi fram með kröfu um skerðingu réttinda félaga í öðrum samtökum og forystu ASÍ væri sæmra að beina kröftum sínum að því að bæta réttindi eigin félags- manna en að rýra réttindi ann- arra. Það er umhugsunarefni á hvaða vegferð kjarabaráttan er þegar slík vinnubrögð eru viðhöfð. Höfuð verkefni og skylda launþega- hreyfingarinnar er að gera kjara- samninga, umbjóðendum sínum til hagsbóta, ekki að höggva í áunnin réttindi annarra. Opinberir starfsmenn hafa verið tilbúnir til viðræðna um nýtt líf- eyrissjóðskerfi, en það er hins vegar forkastanlegt að þurfa að verjast árásum á réttindi sem eru afrakstur kjarabaráttu liðinna áratuga. Lífeyrissjóðskerfi opin- berra starfsmanna hefur löngum verið notað til að réttlæta lakari laun en á almennum vinnumark- aði. Að sjálfsögðu vilja opinberir starfsmenn að allir njóti sem sam- bærilegastra lífeyriskjara, en sú eðlilega krafa hlýtur þá einnig að gilda um launakjör. Jöfn lífeyris- réttindi og jöfn launakjör hlýtur þá að vera sameiginleg krafa alls launafólks. Margt hefur verið rætt og ritað um stöðu lífeyrissjóðs opinberra starfsmanna. Þar er hins vegar rétt að minna á að ástæða þess að safnast hafa upp byrðar fyrir ríkis sjóð er sú að stjórnvöld sinntu ekki þeirri skyldu sinni að greiða inn í sjóðinn. Stjórnvöld nýttu það fjármagn sem eðlilegt hefði verið að nýta til greiðslu í lífeyris- sjóðinn í önnur verkefni. Það var val stjórnmálamanna að greiða ekki jafnt og þétt inn í sjóðinn, ekki opinberra starfsmanna. Á stundum þar sem öll spjót standa á launafólki, niðurskurð- ur og kaupmáttarrýrnun herjar á almenning, er nauðsyn á samstöðu launafólks. Umrætt minnisblað grefur undan þeirri samstöðu. Virðum réttindi Lífeyrismál Elín Björg Jónsdóttir formaður BSRB Guðlaug Kristjánsdóttir formaður BHM Eiríkur Jónsson formaður KÍ Bless the Icelandic people“ skrif-aði Financial Times í desemb- er á síðasta ári og dáðist að því að Íslendingar hefðu hafnað Icesave II. Ríkisábyrgð á innistæðum umfram tryggingar Trygginga- sjóðs væri lagalega hæpin og alls ekki sanngjörn. Bresk og hollensk yfirvöld myndu sjálf aldrei viður- kenna kröfur erlendra innlána á allt að þriðjungi árlegrar þjóðarfram- leiðslu ef þarlendur banki færi í þrot. Financial Times sagði að Íslend- ingar hefðu sætt „einelti“ og full- yrti að afstaða Íslendinga hefði varpað ljósi á óþægileg sannindi: að stjórnvöldum þjóða væri ekki stætt á því að láta almenning borga fyrir tap einkabanka, að innstæðutrygg- ingakerfi ESB væri ófullnægjandi, og að skiptameðferð alþjóðlegra banka væri ábótavant. Í febrúar á þessu ári skrifar Financial Times aftur um Icesave og hvetur fólk um heim allan til að fylgjast með Ice- save, himinninn hafi ekki hrunið þó að íslenska þjóðin hafi neitað að borga fyrir mistök bankamanna. Síðar í febrúar fjallar Wall Street Journal einnig um Icesave. Wall Street Journal segir að Bretar og Hollendingar hafi að eigin frum- kvæði ákveðið að bæta borgurum sínum skaða vegna taps á innistæð- um þeirra í Landsbanka, en það sé algerlega óljóst hvers vegna Íslend- ingum beri að endurgreiða Bretum og Hollendingum það fé. Skiljan- legt sé ef Íslendingum finnist auð- veldast að ljúka málinu núna en það réttlæti engan veginn rúmlega tveggja ára rógsherferð Breta og Hollendinga gagnvart Íslandi. Tvö helstu dagblöð alþjóðafjár- mála, Financial Times og Wall Street Journal, hafa bæði lýst mikl- um efasemdum um framkomu Breta og Hollendinga og lögmæti krafna þeirra. Vonandi hafnar íslenska þjóðin Icesave hinn 9. apríl. Icesave í erlendum fjölmiðlum Icesave Sveinn Valfells hagfræðingur og eðlisfræðingur Launafólk hefur kjarasamnings-bundinn rétt til tíu daga á laun- um vegna veikinda barna sem þeir hafa á framfæri sínu. Ekki þarf að fjölyrða um að þeir hafi komið sér vel, þó að við vildum helst ekki nýta þá, ef við hefðum val. Eftir því sem börn okkar eld- ast minnkar þörf okkar á þessum samningsbundna rétti. Hver skyldi ástæðan vera fyrir því, að verka- lýðshreyfingin hafi ekki samið þannig að réttur okkar hverfi ekki, heldur hafi launafólk möguleika á að aðstoða þá sem okkur standa næst, t.d. maka eða foreldra? Það að launafólk sem ekki er með börn á framfæri þurfi að taka sér launalaust leyfi til að sinna foreldrum eða maka í veikindum þeirra er samfélagslega óhag- kvæmt og yfirstandandi kjara- samningar verða að taka á mál- efnum fjölskyldunnar í heild. Það er mín krafa! Fjölskyldan þarf rými Kjarasamningar Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir viðskiptafræðingur Það er ólíðandi að samtök launafólks gangi fram með kröfu um skerðingu rétt- inda félaga í öðrum samtökum. Vertu ekki með þessa stæla! Örráðstefna 24. mars 2011 kl. 16:30-18:00 í húsi Krabbameinsfélagsins, Skógarhlíð 8. Sími 540 1900 www.krabb.is krabb@krabb.is 16:30-16:35 Ráðstefnan sett. forstjóri Krabbameinsfélags Íslands. 16:35-16:50 Hvað get ég gert til að fyrirbyggja krabbamein? 16:50-17:05 Hvað ertu að kúldrast karl? 17:05-17:20 Lífsreynsla íslensks karlmanns. sem greindist 17:20–17:35 Mjólk - hollusta eða krabbameinsvaldur? 17:35-17:50 Streita og krabbamein. Dr. 17:50-17:55 Ráðgjöf, spurningar og svör. 1951-2011

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.