Fréttablaðið - 24.03.2011, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 24.03.2011, Blaðsíða 28
24. mars 2011 FIMMTUDAGUR28 Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 512 5000. timamot@frettabladid.is Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi Þorsteinn Pálmi Guðmundsson Steini spil Furugrund 8, Selfossi, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands Fossheimum föstudaginn 18. mars. Útför hans fer fram frá Selfosskirkju föstudaginn 25. mars kl. 15.00. Þeim sem vilja minnast hans er vinsamlegast bent á Vinafélag Fossheima og Ljósheima. Unnur G. Jónasdóttir Soffía G. Þorsteinsdóttir Eiður Steingrímsson Guðmundur Þorsteinsson Dröfn Sigurðardóttir Silja S. Þorsteinsdóttir Lúðvíg Þorfinnsson barnabörn. Elskulegur sonur minn, bróðir og mágur Steindór Gunnarsson varð bráðkvaddur á Kanaríeyjum 19. mars. Útförin verður auglýst síðar. Guðrún Sigbjörnsdóttir Kristín Gunnarsdóttir Gunnar Kristinsson Gunnar Gunnarsson Guðbjörg Þorvaldsdóttir og aðrir aðstandendur. Elskuleg móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma Guðlaug Hallbjörnsdóttir lést á Landakotsspítala aðfaranótt miðvikudagsins 23. mars. Útför verður auglýst síðar. Hallbjörn Sævars Hrönn Þormarsdóttir Magnús Þór Vilbergsson Harpa Sæþórsdóttir Sigurður Hallbjörnsson Guðrún Andrésdóttir Hilmar Kári Hallbjörnsson Sjöfn Finnbjörnsdóttir Guðlaug E. Hallbjörnsdóttir og langömmubörn. Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu Guðfinnu Óskarsdóttur. Sérstakar þakkir fær starfsfólk D-deildar á Heilbrigðis- stofnun Suðurnesja fyrir einstaka umhyggju og hlýju. Guðmundur Óskar Ívarsson Magnús Guðmundsson Hulda Halldórsdóttir Margeir Óskar Guðmundsson Marisa S. Sicat María Guðmundsdóttir Unnar Ragnarsson Guðný Guðmundsdóttir Hersir Sigurgeirsson Bragi Guðmundsson Valgerður Þorvaldsdóttir Þórdís Gunnarsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma Helga Kristjánsdóttir Þorláksgeisla 1, Reykjavík, lést á Hrafnistu í Reykjavík þriðjudaginn 15. mars. Útförin fer fram frá Árbæjarkirkju föstudaginn 25. mars kl. 13.00. Þorsteinn Sigurðsson Kristján Helgason Sigurður Þórir Þorsteinsson Hildur Hrönn Oddsdóttir Halldór Örn Þorsteinsson Lilja Björg Sigurjónsdóttir barnabörn TOMMY HILFIGER TÍSKUHÖNNUÐUR er 60 ára í dag. „Ég vissi upp á hár hvað ég vildi gera: Ég vildi hanna fatnað sem endurspeglaði smekk minn og lífsstíl.“ 60 Kór Bústaðakirkju, ásamt einsöngvur- um og Jónasi Þóri organista, heldur svo- kallaða Ave Maríu tónleika í Bústaða- kirkju í kvöld klukkan 20, á sjáfum Boðunardegi Maríu. Tónleikarnir eru þeir fyrstu í röð tónleika sem haldnir verða á fertugasta afmælisári kirkj- unnar. „Á þessum fyrstu tónleikum afmæl- isársins verða nokkur af fallegustu Ave Mariu lögum, eftir íslensk og erlend tón- skáld, flutt af einsöngvurum kórsins,“ segir Jóhann Friðgeir Valdimarsson sem jafnframt er formaður kórsins. Þeir einsöngvarar sem fram koma eru Anna Sigríður Helgadóttir, Edda Aust- mann, Gréta Hergils Valdimarsdóttir, Sibylle Köll, Svanur Valgeirsson, Svava Kristín Ingólfsdóttir og Sæberg Sig- urðsson. Þorsteinn Reynisson spilar á harmonikku og Örnólfur Kristjánsson á selló. „Við vorum með svipaða tónleika í fyrra í Kristskirkju og vorum þá hálf- gerðir frumkvöðlar í því að halda Ave Mariu tónleika eftir áralangt hlé á slík- um tónleikum. Ave Maria tónleikar nutu mikilla vinsælda hér á árum áður,“ segir Jóhann og bætir við að á tónleikunum í fyrra hafi kirkjan troðfyllst. „Við ákváðum því að endurtaka leikinn en við munum halda þónokkra tónleika á árinu, vortónleikar og kirkjustarfið allt verður mjög fyrirferðarmikið á árinu.“ Jóhann Friðgeir segir að nær hvert einasta tónskáld hafi samið lag tileinkað heilagri Maríu. „Þessi lög, eins og allir vita, bræða mann og við eigum okkar íslensku tónskáld sem hafa þar samið ótrúlega falleg lög. Það má ekki gleyma að nú hefur einn helsti píanó- og org- elsnillingur þjóðarinnar, Jónas Þórir, tekið við framstíðarstarfi sem organisti Bústaðakirkju.” Jóhann Friðgeir bætir því við að Jónas Þórir hefur komið því á koppinn að kórinn heldur nú í júní til Kanada og syngur á 200 ára afmælishá- tíð Jóns Sigurðssonar.” Tónleikarnir hefjast eins og áður sagði klukkan 20 og á sama tíma opnar sýning á mósaíkmyndum af Maríu guðs- móður eftir Fannýju Jómundsdóttur í anddyri kirkjunnar. Þá les séra Pálmi Matthíasson ritningarorð. juliam@frettabladid.is KÓR BÚSTAÐAKIRKJU MEÐ TÓNLEIKA: Á FERTUGASTA AFMÆLISÁRI KIRKJUNNAR SUNGIÐ INN Í AFMÆLISÁRIÐ SKEMMTILEGT AFMÆLISÁR Jóhann Friðgeir Valdimarsson formaður Kórs Bústaðakirkju lofar skemmtilegu afmælisári. Jónas Þórir er nýr stjórnandi kórsins. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Merkisatburðir 1401 Timur Lenk, höfðingi Mongóla, leggur undir sig Damaskus. 1548 Gissur Einarsson biskup í Skálholti andast. Hann var fyrsti lútherski biskupinn á Íslandi. 1603 Jakob 6. Skotakonungur verður jafnframt Jakob 1. Englands- konungur. Er þar með komið á konungssambandi á milli landanna tveggja. 1931 Fluglínutæki notuð í fyrsta skipti til björgunar á Íslandi. Slysavarnadeildin Þorbjörn bjargar 38 manna áhöfn franska togarans Cap Fagnet frá Fécamp þegar hann strandar í slæmu veðri við bæinn Hraun austan Grindavíkur aðfara- nótt 24. mars. 1958 Saud, konungur Sádí-Arabíu, veitir Faisal bróður sínum aukin völd til þess að stemma stigu við versnandi afkomu ríkisins. 1959 Reglugerð sett um stefnuljós á bifreiðum og önnur um umferðarmerki. 1973 Kjarvalsstaðir á Miklatúni í Reykjavík formlega opnaðir með stórri sýningu á verkum Jóhannesar S. Kjarvals listmálara. 1974 Varðskipið Týr kemur til landsins. 1976 Argentínski herinn steypir Ísabellu Perón af stóli. 1999 NATO varpar sprengjum á skotmörk í Júgóslavíu. Á þessum degi árið 1976 sendi dóms- málaráðuneytið öllum lögreglu- og fangelsisstjórum landsins bréf þar sem tilgreint var að notkun á hljóðtækjum til að róa fanga væri bönnuð. Ábending hafði borist stjórn Íslenskrar réttarverndar um að sérstök hátíðnihljóðtæki væru notuð í fangelsum hér á landi. Samkvæmt lýsingu voru tækin tengd hátalarakerfi inn í fangaklefana og átti hljóðið að róa fanga sem væru með óspektir og hávaða. Fullyrt var að um pyntingartæki væri að ræða. Í kjölfarið sendi stjórn félagsins menn á sínum snærum í heimsókn í þau tvö fangelsi sem tiltekin voru í bréfinu og staðfestu að tækin væru til staðar en ekki hafði verið veitt heimild fyrir notkun þeirra. Annað tækið hafði verið smíðað hér á landi en hitt tækið hafði verið pantað erlendis frá. Að sögn Baldurs Möll- ers, þáverandi ráðuneytisstjóra í dóms- málaráðuneytinu, voru tækin taltæki sem sónn var hafður á. ÞETTA GERÐIST: 24. MARS ÁRIÐ 1976 Hátíðnitæki bönnuð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.