Fréttablaðið - 24.03.2011, Qupperneq 33
FIMMTUDAGUR 24. MARS 2011
GEÐHJÁLP
Jóhanna Ómarsdóttir með hænuna Módettu. Ásamt því að stunda nám í Tónlistarskóla Stykkishólms og fjarnám frá VMA er Jóhanna frístundabóndi og fóstra. Hún greindist
með geðklofa fyrir nokkrum árum.
HREINSKILNI BEST
Foreldrar drengs með geð-
hvarfasýki segja sögu sína.
Síða 6
BEINUM FÓLKI
Á RÉTTA BRAUT
Ráðgjafar Geðhjálpar veita
fræðslu og ráðgjöf.
Síða 2
NÝTT OG BETRA LÍF
Geðfatlaðir geta lifað lífi nu til
fulls í búsetukjörnum.
Síða 5
GÓÐUR ÁRANGUR
Reykjavíkurborg hefur bætt
þjónustuna við geðfatlaða.
síða 7
Jóhanna Ómarsdóttir
er 28 ára gömul, nemi í
Tónlistarskóla Stykkishólms
og í fjarnámi á listnámsbraut
Verkmenntaskólans á
Akureyri. Hún vinnur
jafnframt á leikskóla og er
frístundabóndi. Jóhanna lifir
líka með sjúkdómi sem oft er
talinn vera einn sá erfiðasti í
heimi geðsjúkdóma; geðklofa.
„Ég greindist með geðklofa árið
2008. Þá hafði ég verið mjög veik
af þunglyndi síðustu tvö árin á
undan, en sjúkdómurinn ágerð-
ist hægt og stígandi á þeim tíma,“
segir Jóhanna Ómarsdóttir. Hún
hefur vakið mikla athygli fyrir vef-
síðu sem hún heldur úti þar sem hún
skrifar opinskátt um sjúkdóminn og
sitt daglega líf.
„Ég var í tónlistarnámi í
Tónlistar skólanum í Reykjavík og
Tónskóla Þjóðkirkjunnar, þar sem
ég mætti á hverjum degi og lærði
heima þess á milli, þegar ég veik-
ist alvarlega, en ég er frá Stykkis-
hólmi þar sem mamma, afi, amma
og fjölskyldan búa. Ég átti þó líka
fjölskyldu í borginni þar sem pabbi
minn og bróðir búa. Síðustu árin
á undan hafði ég fundið fyrir smá
þunglyndi, sem ágerðist, og ég
smám saman fann hvernig ég átti
orðið erfitt með að vera innan um
annað fólk og það var meirihátt-
ar átak að fara út í búð. Ég fór að
tala um það við fjölskylduna að
mig langaði að deyja og ég fann
fyrir þeirri löngun oft á dag. Vegna
þessarar vanlíðanar var ég byrjuð
í meðferð hjá sálfræðingi þegar ég
fór svo að heyra raddir.“
Verulegar áhyggjur kviknuðu
hjá nánustu fjölskyldu Jóhönnu
þegar hún fór að segja þeim að hún
heyrði raddir fólks sem væri að
baktala sig í hverju horni. Þá var
hún flutt til Stykkishólms, þar sem
móðir Jóhönnu studdi hana vel, og
hún átti góðan stuðning frá föður
sínum í gegnum símtöl. Frá sál-
fræðingi var Jóhönnu vísað áfram
til geðlæknis en í upphafi, þegar
raddirnar voru ekki orðnar áber-
andi einkenni, voru vangavelt-
ur uppi hjá lækninum hvort Jó-
hanna gæti verið með geðhvörf,
sem lýsa sér í geðhæðum og lægð-
um til skiptis. Jóhanna hafði nefni-
lega upplifað þriggja vikna skeið
af oflæti eða maníu sem hún hefur
þó aldrei upplifað eftir það. „Þrátt
fyrir að geðhvörf og geðklofi séu
sinn hvor sjúkdómurinn eru mörg
svipuð einkenni með þeim báðum
þannig að það þarf að skoða sjúk-
lingana mjög vel til að komast að
réttri niðurstöðu. Vegna maníunnar
sem ég upplifði fór ég því í byrjun
á lyf við geðhvörfum. Þegar radd-
irnar gerðu ekkert nema ágerast og
fóru að heltaka mína tilveru gerði
það útslagið með greininguna og
ljóst var að ég var með geðklofa.“
„Það var sumarið 2007 sem
raddirnar tóku yfirhöndina. Þá var
ég hætt að geta sofið fyrir þeim.
Raddirnar voru eiginlega eins og
úr öðrum heimi – kannski eins og
maður getur ímyndað sér að heyra
ef maður lendir í miðri hryllings-
mynd, og mér leið þannig. Ég reyndi
Geðklofi er sjúkdómur
sem hægt er að lifa með
Framhald á síðu 4