Fréttablaðið - 24.03.2011, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 24.03.2011, Blaðsíða 38
24. MARS 2011 FIMMTUDAGUR6 ● geðhjálp Sólrún Ósk Lárusdóttir sálfræð- ingur hóf störf sem ráðgjafi hjá Geðhjálp í september á síðasta ári. Að hennar sögn felst hluti starfsins í því að aðstoða börn og unglinga með geðraskanir og að- standendur þeirra. „Geðhjálp hefur oft verið tengd við fullorðna en við sinnum líka ungmennum, foreldrum þeirra og fjölskyldum, systkinum, ömmum og öfum sem þurfa fræðslu og stuðning.“ Hún segir sömuleiðis reynt að aðstoða foreldra með geðraskanir þar sem hagur allrar fjölskyldunnar er hafður að leið- arljósi. En hvers konar mál rata inn á borð til hennar? „Oft er þetta fólk sem veit ekki hvar það á að byrja og þá bendum við á viðeigandi úrræði, sem aðilar eins og Sjón- arhóll og BUGL veita. Aðrir eru kannski í biðstöðu meðan leitað er meðferðar fyrir krakkana og enn aðrir ósáttir við þá þjónustu sem stendur til boða. Sumir þurfa bara að fá að ræða málin. Við veitum því ráðgjöf og stuðning en ekki meðferð.“ Sólrún segir starfið hafa gengið vel, þótt betur megi ef duga skal. „Við erum að vinna í því að vera sýnilegri svo fólk viti af þjónust- unni og höfum í þeim tilgangi meðal annars flutt fyrirlestra í grunn- og framhaldsskólum þar sem þess er óskað.“ Þá segir hún í skoðun hvernig hægt sé að aðstoða fólk úti á landi þar sem takmörk- uð aðstoð virðist vera fyrir hendi. Fræðslufundur er svo á döf- inni í vor. „Áherslan verður þar á stöðu aðstandenda, þar sem við fáum fagfólk og einstaklinga sem þekkja þessi mál til að miðla af sinni reynslu og þannig skapa um- ræður og skoða möguleikana sem eru fyrir hendi.“ Fyrirspurnir og tímapantan- ir eru í síma 570-1700 á virkum dögum milli klukkan 9 og 16. Þá er hægt að senda tölvupóst á ged- hjalp@gedhjalp.is. Stuðningur við aðstandendur barna „Við sinnum líka ungmennum, foreldrum þeirra og fjölskyldum,“ segir Sólrún Ósk Lárusdóttir, ráðgjafi hjá Geðhjálp. MYND/VALLI ● FLOTTIR USB! Geðhjálp hefur til sölu þessa flottu minnis lykla með merki félags- ins. Stykkið kostar 4.500 krónur en góður afsláttur er veittur ef keyptir eru þrír eða fleiri. Lykl- arnir fást á skrifstofu félagsins á skrif- stofu- tíma hjá Jó- hönnu. ● MINNINGAR VONNE GUTS Mark Vonnegut hefur gefið út endurminningar sínar: Just Like Someone Without Mental Illness Only More So: A Memoir. Mark er sonur hins þekkta amer- íska rithöfund- ar Kurt Vonne- gut. Hann gaf út bók- ina The Eden Express árið 1975 sem lýsir baráttu hans við byrjunar- einkenni geðveiki sem í byrjun var talin geðklofi en síðar greind sem geðhvörf, en margir af eldri kynslóðinni kannast við þá bók. Sú bók þykir lýsa geð- rofum með afar skilmerkilegum hætti. Mark Vonnegut fór síðar í læknisfræði nám og hefur starf- að sem barnalæknir í fjölmörg ár. Hann gerðist snemma virk- ur í baráttu fyrir bættri geðheil- brigðisþjónustu og hefur lagt mikið af mörkum við að upplýsa og eyða fordómum í garð geð- sjúkra í Bandaríkjunum. ● HEIMUR ÁN CHURC HILLS Í Bretlandi er í gangi verkefnið „Time to change“ sem er ætlað að vinna gegn fordómum í garð geð- sjúkra. At- hygli vakti bæklingur- inn A World Without … sem gerir grein fyrir fimm mikil- hæfum einstaklingum. Þetta eru Abraham Lincoln, Winston Churchill og Marie Curie sem þjáðust af þunglyndi, Charles Darwin, sem glímdi við mikil kvíðaköst, og Florence Night- ingale, sem sennilega þjáðist af geðhvörfum. Spurt er hvort forfeður okkar og -mæður hafi verið umburðarlyndari en við. Myndir þú t.d. kjósa mann eða konu sem þjáist af þunglyndi á þing? Ríflega 40% atvinnurek- enda í Bretlandi segjast tæplega myndu ráða manneskju með geðsjúkdóm til starfa. Er ástand- ið betra á Íslandi? Óskar Ásgeirsson er átta ára drengur með geðhvörf. Móðir hans segir sjúkdóminn rússíbanareið fyrir alla fjölskylduna en nauðsynlegt sé að tala opinskátt um málið. Við upphaf skólagöngu Óskars í Laugarnesskóla fór að bera á ein- kennum í fari hans sem ollu for- eldrum hans, Helgu Björg Dag- bjartsdóttur og Ásgeiri Óskars- syni, áhyggjum. Hann varð kvíðinn og þungur í lund og hætti að vilja taka þátt í daglegu lífi fjölskyld- unnar en einnig mjög örlyndur. „Hann varð mjög ólíkur sjálf- um sér og annað barn þegar hann veiktist,“ segir Helga Björg. „Við fórum með hann til barnasálfræð- ings og svo til geðlæknis og í fram- haldinu komumst við inn á Barna- og unglingageðdeild Landspítalans fyrir tæpu ári. Óskar hefur verið þar á dagdeild meira og minna síð- asta árið.“ Helga segir sjúkdóminn lýsa sér með ofboðslegum kvíða. Einn- ig sveiflist Óskar í skapi upp í hæstu hæðir, niður í að verða mjög þunglyndur. Ekki er algengt að börn greinist með geðhvörf svona ung og segir Helga það bæði gott og slæmt að Óskar greinist svona ungur. Það sé gott að snemma komi í ljós hvað sé að svo hægt sé að vinna strax að réttum með- ferðarúrræðum. Hins vegar geri ungur aldur það að verkum að samtalsmeðferðir henti ekki. „Það mun hjálpa honum til framtíðar að hafa greinst svona ungur. Þegar hann eldist lærir hann að þekkja sjálfan sig, vita til dæmis hvenær hann er að veikjast og þá getur hann einnig nýtt sér betur samtalsmeðferð. Enn hefur ekki tekist að finna lyf handa honum við hæfi. Þetta er lang- hlaup og við bíðum eftir að kom- ast í meira jafnvægisástand þegar hann eldist. Þetta hefur áhrif á alla fjölskylduna og heimilislífið og við köllum hann stundum litla rússíbanann okkar,“ segir Helga brosandi. „Það eru engir tveir dagar eins og það þarf meðvitað að halda í gleðina þegar maður vakn- ar á morgnana.“ GEÐSJÚKDÓMAR EKKERT TIL AÐ FELA Geðsjúkdómar hafa löngum verið feimnismál þeirra sem veikir eru og fjölskyldna þeirra. Helga segir mikilvægt að tala opinskátt um sjúkdóminn og að þau hjónin hafi strax tekið þá ákvörðun að láta fólk vita hvað um væri að ræða. „Ég veit að margir treysta sér ekki til að ræða þessi mál en við látum alla vita af þessu. Þetta er ekki neitt til að fela og þó Óskar viti sjálfur ekki endilega hvað sjúk- dómurinn heitir þá veit hann að hann er með sjúkdóm, sem veld- ur því að hann missir stjórn á sér. Nágrannar okkar vita þetta því stundum er ástandið þannig að við þurfum að halda Óskari. Þá þarf að vera á hreinu hvað er að ger- ast, að við séum ekki að misþyrma barninu.“ Helga segir stundum koma á fólk þegar þau láti vita að Óskar sé með geðsjúkdóm en yfirleitt taki fólk því vel. Hreinskilnin auðveldi öll samskipti. „Foreldrar skólafélaga hans eru til dæmis þakklátir að fá að vita af þessu og hvernig á að tækla Óskar þegar hann er í heimsókn. Þau geta þá útskýrt þetta fyrir sínum börnum og þegar hann fór nokkr- ar vikur úr skólanum vissu krakk- arnir alveg út af hverju og honum var boðið í öll afmæli á þeim tíma eins og öðrum. Öll samskipti við Laugarnesskóla hafa líka verið frábær og við höfum fengið alla þá hjálp sem við höfum beðið um þar.“ LEITA ÞARF UPPI AÐSTOÐ Að þessu sögðu bætir Helga þó við að foreldrar þurfi að leita eftir liðveislu sjálfir. Ekki liggi alltaf ljóst fyrir hvert eigi að snúa sér og stundum sé erfitt að taka upp símann. „Það er ekki mikið talað um þessa hluti yfirleitt og maður þarf bara að leita uppi aðstoð. Vegna þess hve Óskar er ungur höfum við hálfpartinn lent á milli en ég veit til þess að hjá Geðhjálp er verið að setja upp foreldrahóp ungra barna með geðsjúkdóma. Við höfum einnig verið í foreldrahópum hjá BUGL og starfsfólkið þar hjálp- ar okkur mikið. Sjálf höfum við hjónin farið í hjónaviðtöl okkur til stuðnings en þetta er mikið álag á hjónabandið líka. Við reynum líka að gefa okkur tíma til að hreyfa okkur og það hefur mikið að segja. Einnig fer Óskar í stuðningshelgi einu sinni í mánuði til afa síns og ömmu. Þá fáum við andrúm til að hlaða batteríin og litla systir hans, sem er sjö ára, fær tíma út af fyrir sig því auðvitað er þetta álag fyrir hana líka.“ Spurð hvort erfitt hafi verið að horfast í augu við að eiga barn með geðsjúkdóm segir Helga það ekki hafa verið tilfellið hjá þeim hjón- um og þau horfi björtum augum á framtíðina. „Það var ekki svo erfitt að viður- kenna vandann, frekar að með- taka að hann sé til staðar. Ég hef til dæmis enn ekki áttað mig á því að ég á langveikt barn, ég gleymi því stundum,“ segir hún hlæjandi. „Í grunninn er Óskar yndislegur drengur og í raun félagslega fær, hann á mikið af vinum og það er mjög mikilvægt. Ég er bjartsýnis- manneskja að upplagi og horfi bara á þetta sem langhlaup sem muni ganga vel.“ Litli rússíbaninn okkar Ásgeir Óskarsson og Helga Björg Dagbjartsdóttir með Óskar og Sigrúnu Birtu. MYND/VALLI „Ég veit að margir treysta sér ekki til að ræða þessi mál en við látum alla vita af þessu. Þetta er ekki neitt til að fela.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.