Fréttablaðið - 24.03.2011, Blaðsíða 63

Fréttablaðið - 24.03.2011, Blaðsíða 63
FIMMTUDAGUR 24. mars 2011 47 Hljómsveitin ASA Tríó heldur útgáfutónleika í Slippsalnum í kvöld vegna plötunnar ASA Trio Plays the Music of Thelonious Monk sem er nýkominn út. Þar er að finna tónlist eftir bandaríska píanistann og tónskáldið Thelon- ious Monk sem lést árið 1982. Þetta er fyrsta plata tríósins, sem samanstendur af þeim Andrési Þór Gunnlaugssyni á gítar, Scott McLemore á trommur og Agnari Má Magnússyni á hammond orgel. Tríóið hefur áður gefið út niður- hal af tvennum tónleikaupptökum á vefsíðu sinni asa-trio.com. Önnur upptakan er með plötunni A Love Supreme með John Coltrane og hin með blandaðri efnisskrá. Útgáfu- tónleikarnir í kvöld hefjast klukk- an 20.30 og er aðgangseyrir 1.500 krónur. Nýja platan verður í boði á tilboðsverði. ASA fagnar útgáfu ÚTGÁFUTÓNLEIKAR Andrés Þór Gunn- laugsson og félagar í ASA Tríói halda útgáfutónleika í kvöld. Útvarpsmaðurinn og lagahöf- undurinn Jón Múli Árnason hefði orðið níræður fimmtudaginn 31. mars næstkomandi. Í tilefni af því verður efnt til tónleika í Saln- um í Kópavogi þar sem Ragnar Bjarnason, Ellen Kristjánsdóttir og Sigurður Guðmundsson munu syngja mörg þekktustu lög Jóns Múla við texta Jónasar bróður hans. Að auki má gera ráð fyrir að óvæntir gestir heiðri sam- komuna með söng sínum og leik. Hljómsveitina skipa Eyþór Gunn- arsson, Óskar Guðjónsson, Scott MacLemore og Valdimar Kol- beinn Sigurjónsson. Tónleikarnir hefjast klukkan 20. Syngja lög Jóns Múla JÓN MÚLI Útvarpsmaðurinn og lagahöf- undurinn hefði orðið níræður 31. mars. Leikarinn Robert Pattinson, sem sló í gegn í Twilight-mynd- unum, segist ekki lifa spennandi lífi í frítíma sínum. „Ég reyni að horfa á kvikmyndir en ég held athyglinni svo stutt að ég horfi bara í tuttugu mínútur og fer þá að spila leik á iPhone-símanum mínum sem heitir Fall Down,“ segir Pattinson. „Það fáránlega er að ég get setið og spilað hann í sextán klukkustundir án þess að reyna nokkru sinni á heilann í mér.“ Þegar Pattinson er ekki að spila tölvuleik er hann að kynna myndina Water for Elephants þar sem hann leikur á móti Reese Witherspoon. Tölvuleikur í frítímanum ÓSPENNANDI Pattinson segist ekki lifa spennandi lífi í frítíma sínum. Breska glamúrgellan Katie Price sér ekki eftir hjónabandi sínu með popparanum Peter Andre. Hún hefði engu að síður viljað að sviðs- ljósið hefði ekki beinst eins mikið að þeim og raun bar vitni. Price og Andre gengu í hjóna- band árið 2005. Þau komu fram í fjölda raunveruleikaþátta í sjón- varpinu og í alls kyns tímaritum. Sonur þeirra Junior sem er fimm ára og hin þriggja ára Princess voru oft með þeim í sviðsljósi fjöl- miðlanna. „Á þessum tíma var annað starfslið í kringum mig og allt snerist um myndatökur og sjónvarp,“ sagði hin 32 ára Price. „Núna er ég laus við það en þegar ég horfi aftur hugsa ég: „Var þetta raunverulegt samband þegar allt kemur til alls?“. Ég sé ekki eftir neinu en það er eitthvað rangt við að byggja samband á sjónvarps- þáttum og tímaritum,“ sagði hún. Price og Andre skildu fyrir tveimur árum en skömmu síðar giftist hún bardagakappanum Alex Reid. Það hjónaband leystist upp í janúar síðastliðnum og síðan þá hefur hún átt í ástarsambandi með argentínsku fyrirsætunni Leandro Penna. Sviðsljósið eyðilagði hjónabandið ÞEGAR ALLT LÉK Í LYNDI Katie Price og Peter Andre á hjónabandsárunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.