Fréttablaðið - 24.03.2011, Blaðsíða 64

Fréttablaðið - 24.03.2011, Blaðsíða 64
24. mars 2011 FIMMTUDAGUR48 sport@frettabladid.is KÖRFUBOLTI Það var sannkallaður háspennuleikur í Keflavík í gær þegar heimamenn unnu ÍR-inga, 95-90, í oddaleik átta liða úrslita Iceland Express deildar karla, en framlengja þurfti leikinn. ÍR-ingar höfðu frum- kvæðið í venjuleg- um leiktíma en eftir gríðarlega baráttu náðu Keflvíkingar að jafna leikinn. Keflvíkingar lögðu grunninn að sigrinum á fyrstu mínútum framlengingar- innar þegar þeir skoruðu fyrstu átta stigin og ÍR-ingar virtust fara á taug- um. Frábær sigur Keflvíkinga, sem gefur góð fyrir- heit fyrir undanúrslitin gegn KR. Sigurður Þorsteinsson, leikmaður Keflvíkinga, var stórkostlegur en hann skoraði 26 stig. Sveinbjörn Claessen var atkvæðamestur hjá gestunum með 19 stig. „Þetta var virkilega sætt þó svo að sóknarleikur okkar hafi verið skelfilegur,“ sagði Sigurður Þorsteinsson eftir sigur inn í gær. „Í kvöld náðum við að lag- færa varnarleikinn okkar en hann hefur verð heldur léleg- ur það sem af er. Við náðum oft að stoppa þá í leikn- um í kvöld en nýttum okkar það ekki nægilega vel. Síðan fór sóknar leikur okkar að ganga, við náum að jafna leikinn og klárum þá síðan framlenging- unni. Það var eins og það vant- aði hausinn á okkur á tíma- bili en við hleyptum þeim aldrei of langt frá okkur. Síðan í lokin vissi ég allt- af að við myndum vinna þennan leik, við erum með þannig lið sem gefst aldrei upp,“ sagði Sigurður. „Ég var búinn að undir- búa mig fyrir sigur hérna í lokin,“ sagði Gunnar Sverris- son, þjálfari ÍR-inga, eftir tapið í gær. „Núna getum við nagað á okkur handarbakið eftir að hafa misnotað öll þessi vítaskot í lokin á venjulegum leik- tíma. Við fengum marga mögu- leika til þess að stinga þá af í leiknum en náðum ekki að nýta okkur það og því fór sem fór. Þetta er að vissu leyti frábær endir á ótrúlegum vetri,“ sagði Pétur. - sáp BJARNI HÓLM AÐALSTEINSSON verður ekki áfram með Keflvíkingum í Pepsi-deild karla í fótbolta því hann hefur skrifað undir tveggja ára samning við norska C-deildarfélagið Levanger. Rúnar Páll Sigmundsson, fyrrverandi þjálfari HK. er þjálfari Levanger auk þess sem Hörður Magnússon, fyrrverandi leikmaður HK, er einnig á mála hjá félaginu. - vélar Vesturhrauni 3 · 210 Garðabæ. Sími 480-0000 · www.aflvelar.is - sala - varahlutir - þjónusta HANDBOLTI Heil umferð fer fram í N1-deild karla í kvöld og líkt og í síðustu umferð eiga Akureyr- ingar möguleika á að tryggja sér deildarmeistaratitilinn, sem verð- ur fyrsti titillinn í sögu félagsins. Akureyri, sem er með fimm stiga forskot á FH, fær Hauka í heimsókn en FH tekur á móti Val. Eftir leikinn verða aðeins sex stig eftir í pottinum. Það dugar FH-ingum ekki að ná Akureyri að stigum því norðan menn eru betri í innbyrðis viðureignum liðanna. Aðrir leikir kvöldsins eru á milli Fram og Selfoss í Safamýri og á milli Aftureldingar og HK að Varmá. Allir leikir hefjast klukk- an 19.30 nema leikur Akureyrar og Hauka, sem hefst klukkan 19.00. - óój Heil umferð í N1-deild karla: Klárar Akureyri titilinn í kvöld? BJARNI FRITZSON Í leik á móti Haukum fyrr í vetur. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Iceland Express deild karla Snæfell - Haukar 87-73 (46-42) Stig Snæfells: Ryan Amaroso 27/15 fráköst, Sean Burton 14, Jón Ólafur Jónsson 13, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 13, Zeljko Bojovic 9/8 fráköst, Sveinn Arnar Davíðsson 6, Emil Þór Jóhannsson 4, Atli Rafn Hreinsson 1. Stig Hauka: Gerald Robinson 22/14 fráköst, Semaj Inge 18/8 fráköst, Örn Sigurðarson 16/6 fráköst, Haukur Óskarsson 8, Sævar Ingi Haralds- son 6, Óskar Ingi Magnússon 2, Emil Barja 1. Snæfell vann einvígið, 2-1. Keflavík - ÍR 95-90 (41-45, 78-78) Stig Keflavíkur: Sigurður Gunnar Þorsteinsson 26, Andrija Ciric 21, Thomas Sanders 15/9 fráköst/6 stolnir, Hörður Axel Vilhjálmsson 11, Magnús Þór Gunnarsson 9, Þröstur Leó Jóhannsson 8, Gunnar Einarsson 3, Jón Nordal Hafsteinsson 2. Stig ÍR: ÍR: Sveinbjörn Claessen 19, Nemanja Sovic 18/7 fráköst, Kelly Biedler 15/13 fráköst, James Bartolotta 14, Eiríkur Önundarson 11, Níels Dungal 11, Hjalti Friðriksson 2. Keflavík vann einvígið, 2-1. Grindavík - Stjarnan 66-69 (34-39) Stig Grindavíkur: Mladen Soskic 16, Páll Axel Vilbergsson 13, Ólafur Ólafsson 10, Ryan Pett- inella 9/14 fráköst, Þorleifur Ólafsson 9, Ómar Örn Sævarsson 4/9 fráköst, Björn Steinar Brynj- ólfsson 3, Nick Bradford 2. Stig Stjörnunnar: Justin Shouse 21/5 fráköst/8 stoðsendingar, Renato Lindmets 18/8 fráköst, Kjartan Atli Kjartansson 11, Fannar Freyr Helgason 8, Jovan Zdravevski 8/8 fráköst, Daníel G. Guð- mundsson 3. Stjarnan vann einvígið, 2-1. UNDANÚRSLITIN Snæfell - Stjarnan KR - Keflavík Undanúrslitin hefjast á sunnudagskvöldið. 1. deild karla Þór, Akureyri - Valur 74-96 (41-48) Stig Þórs: Óðinn Ásgeirsson 21/13 fráköst, Dimitar Petrushev 17, Konrad Tota 17/8 fráköst, Ólafur Torfason 12/9 fráköst, Wesley Hsu 3, Hrafn Jóhannesson 2, Benedikt Eggert Pálsson 2. Stig Vals: Calvin Wooten 32/7 stoðsendingar, Philip Perre 24/8 fráköst, Sigmar Egilsson 12, Snorri Páll Sigurðsson 11, Björgvin Rúnar Valentínusson 5, Hörður Helgi Hreiðarsson 4, Birgir Björn Pétursson 3, Alexander Dungal 2, Hörður Nikulásson 2, Pétur Þór Jakobsson 1. Þór, Þorlákshöfn og Valur leika í úrvalsdeildinni á næsta ári. ÚRSLIT FÓTBOLTI Undirbúningur U-21 landsliðs Íslands fyrir EM í Dan- mörku heldur áfram í dag er strákarnir mæta Úkraínu ytra klukkan 17.30. Margir af lykil- mönnum liðsins úr undankeppn- inni eru þó ekki með í dag þar sem þeir voru valdir í A-lands- liðið sem mætir Kýpur í undan- keppni EM 2012 á laugardaginn. Liðið heldur svo næst til Eng- lands, þar sem það mætir heima- mönnum á mánudagskvöldið. Ekki er útilokað að Eyjólfur muni endurheimta einhverja leikmenn úr A-liðinu fyrir þann leik. - esá U-21 landslið Íslands: Vináttuleikur í Úkraínu í dag EYJÓLFUR SVERRISSON Er án margra sterkustu leikmanna sinna í Úkraínu í dag. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI KÖRFUBOLTI Lið Vals er komið aftur upp í úrvalsdeild karla í körfubolta eftir sigur á Þór, Akureyri, í oddaleik í rimmu liðanna um hvort liðið fylgir Þór frá Þorlákshöfn upp úr fyrstu deildinni. Valur vann leikinn í gærkvöldi, 94-76, og einvígið 2-1. Allir leikirnir í rimmunni unnust á útivelli. Valsmenn léku síðast í úrvals- deild árið 2003. - esá Valur í úrvalsdeild karla: Átta ára bið á enda hjá Val KOMINN Í UNDANÚRSLIT Guðjón Skúlason, þjálfari Keflavíkur. GLÖTUÐ TÆKIFÆRI Gunnar Sverrisson, þjálfari ÍR. KÖRFUBOLTI „Ég tók sálfræði „703“ á liðið eftir tapleikinn í Hafnar- firði og það var greinilega að skila sér. Menn voru einfaldlega klárir í þetta verkefni og ég er stoltur af strákunum,“ sagði Ingi Þór Stein- þórsson, þjálfari Íslandsmeistara- liðs Snæfells eftir 87-73 sigur liðs- ins gegn nýliðum Hauka í oddaleik í fyrstu umferð úrslitakeppninnar í Iceland Express deildinni í körfu- knattleik í gær. Snæfell mætir Stjörnunni í undanúrslitum og er ljóst að það verður áhugaverð rimma. Það er óhætt að segja að Haukar hafi komið flestum á óvart í fyrstu tveimur leikjunum þar sem hægur sóknarleikur liðsins var helsta vopn þess. Í gær náðu heimamenn að finna svörin við því og mun meiri ákefð var í leik liðsins í vörn – og sókn. Í stuttu máli má lýsa leiknum í gær með þeim hætti að miðherji Snæfells, Ryan Amoroso, hafi vaknað af værum blundi sem stað- ið hefur yfir í nokkrar vikur. Hann skoraði alls 27 stig í gær og tók 15 fráköst og það var allt annað að sjá til Snæfells- liðsins með Bandaríkja- manninn í sínu besta ástandi. Sean Burton er einnig að ná sér á strik en hann meiddist á ökkla í fyrsta leiknum gegn Haukum og var langt frá sínu besta í útileikn- um. Jón Ólaf- ur Jónsson, eða „Nonni Mæju“, var öf lugur í sóknarleikn- um líkt og Pálmi Freyr Sigurgeirs- son og Zeljko Bojovic. Staða n va r 1 6 -1 5 f y r i r Hauka eft ir fyrsta leikhluta en heimamenn náðu fjögurra stiga forskoti fyrir hálfleik, 46-42. Í þriðja leikhluta má segja að Snæ- fellingar hafi gert út um leikinn með því að skora 10 stig í röð og þeir litu aldrei um öxl eftir það. „Við náðum ekki að halda hraðanum niðri eins og í fyrstu tveim- ur leikjunum og það varð okkur að falli,“ sagði Sævar Ingi Haralds- son, leik- stjórnandi Hauka, eftir leik- inn. Sævar er „öldungur“ í hinu kornunga Haukaliði þrátt fyrir að vera aðeins 27 ára gamall og hann er sannfærður um að Haukar eigi eftir að blanda sér í baráttuna um meistaratitilinn á næstu árum. „Liðið er ungt og á framtíðina fyrir sér. Ég kvíði ekki framhald- inu,“ bætti Sævar við. Það er ljóst að titilvörn Snæfells verður gríðarlega erfið og það er margt sem liðið þarf að laga fyrir rimmuna gegn Stjörnunni. Bar- áttuandinn sem hefur einkennt liðið var til staðar í gær en ekki í fyrstu tveimur leikjunum. „Ég veit ekki hvort við erum orðnir svona góðir með okkur en við fórum vel yfir þetta á æfingum og fundum fyrir oddaleikinn. Ingi þjálfari orðaði það þannig að við værum að vanvirða Snæfellsbúninginn og andstæðingana með þessu hugar- fari og við tókum það til okkar,“ sagði „Nonni Mæju“ í leikslok. seth@frettabladid.is Ryan Amoroso vaknaði loks af sínum væra blundi Ingi Þór Steinþórsson tók sálfræði „703“ áfanga á Snæfellsliðið fyrir oddaleik- inn gegn Haukum. Öruggur 87-73 sigur skilaði meistaraliðinu í undanúrslit. Snæfell mætir Stjörnunni í sinni undanúrslitarimmu í úrslitakeppninni. ÖFLUGUR Ryan Amoroso skilaði sínu og gott betur fyrir Snæfellinga í gær. Hér er hann í leiknum gegn Haukum. MYND/ÞORSTEINN EYÞÓRSSON Keflvíkingar nýttu sér reynsluna er þeir unnu sigur á ÍR í framlengdum leik í Sláturhúsinu í gær: Taugarnar brugðust hjá ÍR á ögurstundu ÞARF AÐ PÚLA Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, var búinn að lofa svoköll- uðum sjálfsmorðs- spretti ef sínir menn ynnu og þarf hann nú að hlaupa fjórtán slíka. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.