Fréttablaðið - 29.03.2011, Síða 11
1129. mars 2011 ÞRIÐJUDAGUR
BÍLAR Vetnisbúnaður sem draga
átti úr eldsneytisnotkun bifreiða
stendur ekki undir væntingum,
að því er fram kemur í umfjöll-
un Félags íslenskra bifreiðaeig-
enda (FÍB).
Í frétt á vef Mbl.is um Thor
Energy Zolutions var því haldið
fram að búnaðurinn gæti dregið
úr eldsneytisnotkun bíla og bif-
hjóla um allt að 30 prósent, auk
þess að auka afl og draga úr
mengun. Búnaðurinn kostar frá
tæpum 70 þúsund krónum og
upp í um 130 þúsund.
„Ef þú ætlar að framleiða
vetnið um borð í bílnum ertu
farinn að brenna eldsneyti sem
nemur því vetni sem framleitt
er í bílnum þannig að í raun á
enginn orkuávinningur sér stað.
Eldsneytissparnaður upp á jafn-
vel 30 prósent er einfaldlega
óhugsandi,“ hefur fréttavefur
FÍB eftir, Ágústu Loftsdóttur
eðlisfræðingi og sérfræðingi hjá
Orkustofnun, um hvers konar
eldsneyti sem nýta má á bíla.
Íslenska tæknifyrirtækið HB
tækniþjónusta (HBT) ætlaði
að framleiða vetnisbúnað fyrir
stórar dísilrafstöðvar, búnað
sem byggir á sömu hugmynda-
fræði og hjá Thor Energy Zolu-
tions. Jóhann Benediktsson,
stjórnarformaður fyrirtækisins,
segir þær áætlanir hafa verið
slegnar af eftir mælingar. Hann
segir þó ekki hafa verið stefnt
að meiri árangri en 2 til 5 pró-
senta minni eldsneytis eyðslu.
„En ég vil ekki gera lítið úr því
að vel geti verið að búnaður-
inn þeirra auki afl vélanna. En
þessar sparnaðartölur standast
ekki,“ segir hann. - óká
Vetnisbúnaður sem draga á úr eldsneytisnotkun stenst ekki nánari skoðun:
HBT hætti við eftir mælingar
VÉLARHÚS Með rafgreiningu þar sem
rafgeymir bíls er notaður til að kljúfa
vetni úr vatni telja sumir að draga megi
úr eyðslu bíla. FRÉTTABLAÐIÐ/SJÓ
DÓMSMÁL Karlmaður á fimmtugs-
aldri og kona á þrítugsaldri hafa
verið ákærð fyrir stórfellt fíkni-
efnabrot, auk fleiri brota.
Manninum er gefið að sök að
hafa 19. nóvember 2009 fjár-
magnað og staðið að innflutningi
á 318 grömmum af kókaíni frá
Bandaríkjunum til Íslands um
Keflavíkurflugvöll. Efnið var
ætlað til söludreifingar í ágóða-
skyni. Þegar efnið var komið til
landsins drýgði maðurinn hluta
þess með íblöndunarefni og hafði
í vörslu sinni rúm 482 grömm af
kókaíni, að hluta til í sölu- og
dreifingarskyni, auk 341 gramms
af amfetamíni og 0,5 gramma af
tóbaksblönduðu kannabisefni.
Konan er ákærð fyrir að hafa
verið í vitorði með manninum
hvað varðaði vörslu efnanna í
sölu- og dreifingarskyni.
Þá er maðurinn ákærður fyrir
að hafa árið 2008 staðið að inn-
flutningi á 145 grömmum af
kókaíni og miklu magni af ster-
um. Hann faldi kókaínið og stera-
lyfin í ferðatöskum og sendi með
fraktflugi frá Amsterdam til
Íslands þar sem tollverðir fundu
fíkniefnin og steralyfin við leit.
Í annað skipti var hann tekinn
með stera við komuna frá Hol-
landi. Þá er hann ákærður um
kannabisræktun, ítrekaðan vímu-
efnaakstur og vörslu fíkniefna.
- jss
Ríkissaksóknari ákærir karl á fimmtugsaldri og konu á þrítugsaldri fyrir stórfelld fíkniefnabrot:
Smyglaði ítrekað eiturlyfjum og sterum
KANNABIS Maðurinn var einnig ákærður fyrir kannabisræktun á Seltjarnarnesi.
SLYS Fjórar kindur drápust
þegar gólf féll niður í heilu lagi
undan níutíu kindum í fjárhúsi
á bænum Fagraneskoti í Aðal-
dal í fyrradag. Þegar gólfið gaf
sig féllu ærnar tvo metra niður í
taðhús undir fjárhúsinu. Björg-
unarsveitarmenn hjálpuðu til við
að koma fénu upp úr taðhúsinu og
inn í tóma hlöðu.
Að sögn Guðmundar Jónssonar
bónda er ekki vitað hvers vegna
gólfið gaf sig. Timbrið hafi verið
orðið þrjátíu ára gamalt og lík-
legast hafi verið kominn fúi í það.
Slys á bóndabæ í Aðaldal:
Kindur drápust
er gólf brast
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
4
5
9
8
6
GAME TÍVÍ
AÐEINS
Á MÁNUÐI
2.890 KR.
SKJÁREINN
Þegar þú vilt fá það besta út úr lífinu!
Faxafeni 14 www.heilsuborg.is
Hefur þú prófað
ZUMBA?
Dansaðu þig í form með einföldum sporum
og skemmtilegri tónlist!
Nýtt námskeið hefst 4. apríl
Mán og mið kl. 17.30
Þjálfari: Sigríður Fanndal
Verð kr. 13.900,-
Bjóðum einnig upp á Fjölskyldu-Zumba!
Föstudagar kl. 17.30 – Fjórar vikur
Þjálfari: Eva
Verð kr. 6.950,- (afsl. ef fleiri en einn úr sömu fjölskyldu)
Skráðu þig núna í síma 560 1010 eða á
mottaka@heilsuborg.is