Fréttablaðið - 29.03.2011, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 29.03.2011, Blaðsíða 40
DREIFING: dreifing@posthusid.is EF BLAÐIÐ BERST EKKI: 512 5060 VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN OG SKIPTIBORÐ: 512 5000 VÍSIR Ritstjórn: 512 5313, Fax: 512 5301, ritstjorn@frettabladid.is Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is PRENTUN: Ísafoldarprentsmiðja Mest lesið FRÉTTIR AF FÓLKI Kominn með hlutverk Leiðin á toppinn í Hollywood er oft býsna grýtt og margir gefast upp á miðri leið. Leikarinn Darri Ingólfs- son er ekki einn þeirra því hann heldur ótrauður áfram að eltast við drauminn. Eins og Fréttablaðið greindi frá fyrir skemmstu landaði hann hlutverki í Samsung-auglýs- ingu og samkvæmt kvikmynda- vefsíðunni imdb.com hefur Darri verið ráðinn í lítið aukahlutverk í kvikmyndinni Joshua Tree, 1951: A Portrait of James Dean. Darri mun leika prestinn James DeWeerd sem var stórleikaranum James Dean innan handar á erfiðum tímum en eins og nafnið gefur til kynna fjallar hún einmitt um bandaríska leikarann sem dó langt fyrir aldur fram. - fgg Fermingartilboð NÝTT12 mánaða vaxtalausar greiðslur Verð nú 104.900 kr. 124.900 kr. 139.900 kr. 149.900 kr. Verð nú 69.900 kr. 69.900 kr. 84.900 kr. 89.900 kr. 99.900 kr. Verð 134.900 kr. 144.900 kr. 164.900 kr. 179.900 kr. 179.900 kr. Verð nú 89.900 kr. 94.900 kr. 109.900 kr. 119.900 kr. 129.900 kr. FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN Meiri Vísir. 1 Fálkaorða til sölu á 170 þúsund 2 Ekki svaravert segir borgarstjóri 3 Skemmdarverk unnin á húsnæði Landsbankans 4 Útilokar ekki skattahækkanir 5 Maður á íslenskum hesti fann týndan dreng Pollagallaferð Einar Bárðarson, skipstjóri á útvarpsstöðinni Kananum, hefur breytt um lífsstíl. Átakið hefur fengið talsverða athygli og var meðal annars á milli tannanna á þeim Audda og Sveppa á Stöð 2 á föstudag. Hluti af breyttum lífsstíl Einars er einkaþjálfun hjá hand- boltasnillingnum Loga Geirssyni. Ein af áskorunum Einars í gegnum Fésbókarsíðu Kanans er að hann hjóli í vinnuna í dag fái síðan nógu mörg „like“. Sumum þætti slíkt lítið mál. Fyrir þá sem ekki vita býr Einar í Njarðvík en Kaninn er til húsa í Skeifunni. Þar á milli eru 45 kílómetrar. Ekki er útlit fyrir gott veður en spáin hljóðar upp á slyddu og stöku skúrir. - jab

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.