Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.07.1919, Blaðsíða 8

Sameiningin - 01.07.1919, Blaðsíða 8
30 iórn, — bið hann um að hreinsa hana og helga, fylla hana af náð sinni og friði, varðveita hana og eiga um eilífð. Tíminn þinn á líka að vera helgaður Guði. Sumir eiga altaf svo annríkt, þegar Guð kallar á þá til einhvers sér- staks starfs, — og þeir afsaka sig. Að kalla sig kristinn mann, og samt afsegja öll störf sem kristilegt félagslíf hefir í för með sér, og leggja þau altaf á aðra, — það er aumt ástand. Guð á allan tímann minn og þinn; honum eigum við að vera að þjóna þegar við vinnum að okkar daglegu verkum, hvar sem þau eru. En hann ætlast til meiri þjónustu af okkur. Innan um daglegu störfin koma svo mörg tækifæri til að vinna “aukaverk” fyrir Guð; og þ>að, hve viljug við erum til að vinna þau verk líka, sýnir, hve ant okkur er um að þjóna honum. Við eigum t. d. altaf að hafa tíma til þess að sýna sorgbitnum hluttekningu, leiðbeina þeim, sem eru að villast andlega eða líkamlega, létta undir byrði þeirra, sem eru að örmagnast, sýna ein- stæðingum vinahót. Hin verkin okkar daglegu komast ekkert ver af fyrir það; því það er áreiðanlegt, að því bet- ur sem við helgum Guði tíma okkar og krafta, þess meiri verður blessun hans yfir öllu okkar starfi. Öll blessun lífsins er undir því komin, að það sé Guði helgað. Peningarnir þínir eiga líka að vera helgaðir Guði. pað er svo ólíkt, hvermg menn hugsa um peninga sína. Sumir elska þá, og annaðhvort geyma þá eins og þeir geta, til þess að vita af þeim í eign sinni, eða nota þá eingöngu til eigingjarnar lífsnautnar; aðrir skoða þá sem verkfæri til þess að geta látið gott af sér leiða. Eins er líka ólíkt, hvernig menn leggja fram peninga til guðsríkisþarfanna mörgu; sumir nema við nögl sér og reyna að láta sem minst, sumir eru örlátir, þeir gefa eins og efnin frekast leyfa, og gjöra það með gleði, af því að kærleikur Guðs knýr þá til þess. peir hafa helgað Guði peningana sína; þeir vita að alt sem þeir hafa, er frá Guði, og það sem þeir leggja fram til þess að greiða fyrir málefni ríkis hans eða hjálpa bágstöddu börnunum hans, það er viðleitni af þeirra hálfu til þess að sýna honum þakklæti sitt fyrir örlæti hans og kærleika. Ef þeir sem bera kristið nafn hefðu lagt að jafnaði eins örlátlega fram fé til guðsríkisstarfsins af kær- leika til Guðs, og ófriðarþjóðirnar lögðu fram fé til stríðs- ins, hvílíkt sólskin yrði þá hjá mörgum olnbogabörnum mannfélagsins, sem hafast við í skúmaskotum örbirgðar og eymdar, heiðindóms og spillingar, — og vaða þar áfram

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.