Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.07.1919, Blaðsíða 26

Sameiningin - 01.07.1919, Blaðsíða 26
148 sér ekki sjálf. Meö orðum þessum neitar postulinn kenningum þeim, sem mjög voru á gangi um 'hans daga, um aö heimur vor hinn jarö- neski—eöa efnið, sem ihann er skapaöur úr—væri í sjálfu sér illur og vanheilagur; aö í honuni byggi vont eöli, gagnistætt hinu góða eöli Guös. Heföi svo verið, þá væri skepnan auðvitað sjálf-viljug undirorpin hégómanum. “Heldur vegna hans, sem varp henni undir hann” Hver var sá? Óefað á postulinn við Guð sjáilían. Þ'aö verður nofckurn veginn Ijóst, þegar skygnst er eftir því, hvað Páll er aö tala um í þessum kafla bréfsins. Það, sem postulinn er að tala um, er, í stu'ttu máli, þetta: Þegar maöurinn féll, þá leiddi hann refsidóm yfir sjálfan sig, og einnig yfir umlheiminn a'llan, sem hann var settur í hér á jörð. Á þetta er glöggl'ega hent í 1. Mós. 3, 17-19. Þ'etta var eðlilegt. Heimurinn, sem átti að vera listigarður heilögum börnum Guðs, var gjörður að hegningar-garði, þegar þau brutu. En postulinn segir, að “skepnan” stynji undir ófullkomleika þess- um, sem hún er háð vegna mannsins. Hún bíður eftir lausn frá þessum ókjörum. Það er eins og hún þrái dýrð þá og fegurð, sem henni var ætluð í fyrstu. En verður hún iþá 'leyst úr ánauðinni? Postulinn fullyrðir, aö svo verði. Alveg eins og synd mannsins leiddi umheiminn í þetta bann, eins mun frelsun m'annanna létta bölvuninni af. Þegar Drottinn kemur aftur í dýrð sinnni og ríki 'hans vinnur algjöran sigur hér á jörö (eða á nýrri jörðj þá birtast útvaldir með honum í dýrðinni. Þá ríkir heilaglieiki í hjörtum þjóna hans, og dýrð, fegurð, friður og fullkomleiki alt umhverfis þá. “Hégóminn” hverfur þá úr umiheiminum, af því að syndin er horfin. Þessa lausnartíð þráir ekki aðeins syndugur maðurinn, oeldur jafnvel “öll skepnan” meö honum. Margt 'hefir verið skýrt á ýrnsa aðra vegi í ritningarkafla þessum, hel'dur en hér var gjört. En hér hefir verið fylgt þeim 9kýringum sem óbrotnastar þóttu og eðlilegastar. Þá er önnur og þriðja spurningin. Þar er du'larfult efni, sem mað'urinn getur aldrei skilið til fulls. Orðin: “Jakob elskaði eg; en Esaú hataði eg” ber að skilja fremur um afkomendur þeirra bræðra heldur en um mennina sjiálfa. Orðið að “hata” er notað hér í ó- eiginlegri merking og til áherzlu. Drottinn hatar auðvitað enga þjóð. Hann trúði ísrael fyrir Messiasar-voninni, en ekki Edóm, og valið var í samræmi við alvizku hanis og réttlæti. Díkingin um leir- kerasmiðinn er ekki notuð af postulanum til þess að sýna, að Guð hafi fyrirfram ákveðið suma menn til sálu'hjálpar en suma til glöt- unar, heldur aðeins til að lýsa réttmætu valdi skaparans yfir mann- sálunum, sem hann hefir skapað. Hann hefir rétt til að skapa suma með meiri gáfum eða sterkari heilsu heldur en aðra. Hann hefir líka rétt til að hafna þeim, sem ekki reynast vel, alveg eins og leir- smiðurinn setur til síðu kerið, sem veila er í, og smíðar annað betra ("sbr. “ker reiðinnar” 22. v., og Jer. 18, 1-10). Postulinn ræðir hvergi til ihlýtar þetta mikla vandamál um al- gjört vald Guðs annans vegar og hins vegar um ábyrgð mannsins.

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.