Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.07.1919, Blaðsíða 10

Sameiningin - 01.07.1919, Blaðsíða 10
132 ómetanlegrar blessunar fyrir þá sem að því yinna og þess njóta. Guð blessi ykkur, bræður og systur, þenna kirkju- vígsludag ykkar, og gefi að hann megi verða ykkur öllum helgunardagur, svo að þið megið uppskera sem mesta blessun af því, sem þið hafið lagt fram til að reisa þetta guðshús, og að það megi um langan aldur verða ykkur og niðjum ykkar kær samkomustaður, þar sem trúarlífið glæðist, kærleikurinn eflist, áhuginn fyrir öllu góðu aukist og gleði ykkar margfaldist, fyrir áhrif Guðs orðs og sakra- menta hans. Og í dag söfnumst vér saman hér til þess að halda kirkjuþing. Guðsþjónustan í byrjun kirkjuþingsins á að tákna það, að það eru Guði helgaðir menn og konur, sem koma saman til þess að ráða ráðum sínum í nafni hans, hvernig þeir geti bezt unnið að málefnum ríkis hans. Og hún táknar líka það, að vér viljum ganga að því verki, ekki í trausti til eigin hyggmda og krafta, heldur með bæn um hjálp hans, — að hann vilji af náð sinni gjöra okkur æ hæfari til að þjóna sér, og nota okkur til þeirrar þjónustu, er geti orðið honum til dýrðar og mönnunum til blessunar. Fyrsta skilyrðið fyrir því, að vera góður kirkjuþingsmað- ur er það, að vera vel kristinn maður, innilega trúaður og fús til þess að leggja fram krafta sína í þjónustu Guðs. pess vegna göngum vér upp að altari Guðs og krjúpum þar í auðmýkt frammi fyrir honum, áður en vér göngum að kirkjuþingsstörfum. Aðalerindi okkar að altarinu er það að þiggja, — þiggja í auðmýkt þær gjafir guðlegrar náðar, sem okkar blessaði frelsari gefur þar trúuðum læri- sveinum. En altarisgangan er líka trúarathöfn af okkar hendi. Með henni berum vér fram trúarjáningu í verki, játum hátíðlega trú okkar á Jesúm Krist og hjálpræði hans, og hollustu okkar við hann, sem konung okkar, og málefnið, sem hann hefir trúað okkur fyrir. Með altarisgöngunni helgum vér okljur á ný konungi kirkjunnar, til þess að vera trúir þjónar hans og þjónustukonur í öllu lífi okkar og starfi, og sérstaklega í því starfi, sem nú liggur fyrir okkur á þessu kirkjuþingi. — Krjúpum þá, vinir, við náð- arborð Guðs í dag í þeim anda og með þá bæn í hjörtum vorum. Berum okkur sjálf fram fyrir heilagan Guð sem lifandi fórn; biðjum hann um að hreinsa okkur af allri synd og helga okkur sér til heilags samlífs og þjónustu. pá verður þessi dagur okkur blessunardagur og þetta þing gott kirkjuþing. —

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.