Sameiningin

Ukioqatigiit

Sameiningin - 01.07.1919, Qupperneq 13

Sameiningin - 01.07.1919, Qupperneq 13
135 ur frjálsræðið að verða sú meinsemd, sem leiðir hann fjær sannleikanum og réttlætinu, en jafnvel þrældómurinn sjálf- ur mundi gjöra. Kirkjan þarf stöðugt að halda því á lofti og fyrir aug- um þjóða og einstaklinga, sem Kristur og postular hans segja um frelsi, og hvernig það frelsi er, sem Drottinn Jesús leggur áherzlu á, og líka hvernig það frjálsræði er, sem vér þurfum að forðast. Jesús segir: “Ef þér standið stöðugir i orði mínu, þá munuð þér þekkja sannleikann, og sannleikurinn mun gjöra yður frjálsa” (Jóh. 8, 32). Og Páll postuli (sjálfsagt með þessi orð Krists í huganum) segir: “Til frelsis frelsaði Kristur oss; standið því fastir” (Fil. 4, 1). (Standið fastir í því frelsi sem Kristur gjörði yður frjálsa með). Hér er nú víst áreiðanlega grundvöllurinn í þessu máli; sá grund- völlur, sem Kristur sjálfur leggur undir frelsi mannanna. pað er grundvöllurinn, sem kirkjan þarf að benda þjóðun- um og einstaklingunum á. Eftir engu frjálsræði megum vér sækjast, sem ekki á rætur sínar í sannleikanum og réttlætinu. Ekki megum vér sækjast eftir því frjálsræði, að geta etið og drukkið og" verið glaðir, og um leið verið lausir við takmörk trúarinnar og siðferðisins. því ef vér ætlum að virða að vettugi þau takmörk, sem kristna trúin og siðalærdómurinn setja, þá er lífi voru búin hin stærsta hætta, og þá hljótum vér með því frjálsræði, er vér þannig eignum oss, að brjóta mjög móti rétti bræðra vorra. Vér þurfum að leita þess frelsis, sem grundvallast á hinum guðdómlega sannleika í Jesú Kristi frelsara vorum, — þess frelsis, sem á upptök sín í ríkinu, sem ekki er með höndum gjört, og komið er frá hon- um, sem er vegurinn, sannleikurinn og lífið. — Læra þurf- um vér að leita þess frelsis, sem ekki á uppruna sinn í kon- ungahöllum þessa heims, heldur í hjörtum sjálfra vor, upp- lýstum af Guðs sannleika og helguðum af hans náð. Menn þurfa að skilja, að þannig á frelsið að fæðast í sál manns sjálfs fyrir samfélag hennar við heilagan Guð, en ekki að vera tilreitt utan vébanda lífs vors, eins og einhver vara, sem oss er færð uppbundin í pökkum. Og þetta þarf kirkj- an umfram alt að skilja vel; því svo helzt getur hún hjálpað einstaklingunum í vanda þeirra út af frelsisleitinni, og leitt þá frá ímynduðu og skaðlegu útvortis frjálsræði, inn í frelsandi sannleik Drottins Jesú Krists, þar sem menn verða frjálsir í raun og veru.

x

Sameiningin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.