Sameiningin - 01.07.1919, Síða 21
143
dómur”) á að vera grundvöllurinn. Naumast nokkrar
kenningar, nema helzt þær einar, að vér séum bræður og
að Guð sé faðir vor, virðast þar mega komast að. Ekkert,
sem mögulega gæti orðið skiftar skoðanir um má einu
sinni nefnast á nafn. Og yfirleitt virðist mér það vera
krafan, að öll áherzlan sé lögð á lífið, framkomuna, hegð-
unina, dygðirnar, en kenningum öllum og játningum kast-
að á glæ. Og jafnvel mun sumstaðar úr þeim flokki, sem
þessu heldur fram, koma sú bending, að alls ekki sé oss
mönnunum þörf endurlausnara, með því að vér höfum skil-
yrðin til endurlausnar í sjálfum oss.
Hér er vandamál fyrir dyrum kirkjunnar. f þessu
sambandi ekki sízt þarfnast hún þess, að öðlast kraft heil-
ags anda, til að leysa á farsælan hátt úr þessum mikla
vanda. Hvorki má hún hugsunarlaust og athugunarlaust
hlaupa eftir þeim nýja kenningar-þyt, né heldur loka eyr-
um og hjarta, fyrir þeim hollu og þörfu og blessandi bend-
ingum, sem hér kunna að felast mitt í öfgunum.
Vér hugsuðum oss aðeins að benda á þetta, en oss
langar þó til að athuga það lítið eitt: þessi tillaga við-
víkjandi umbreyting kirkju-boðskaparins getur víst fyrst í
stað látið allvel 1 eyrum. En vissara er að athuga hana
vandlega. Er til nokkur svo gjörsamlega litlaus kristin-
dómur? Er til nókkur kenningasnauður og játningalaus
kristindómur? Mér finst ekki vel mögulegt að hugsa sér
slíkan kristindóm. Er t. d. sá boðskapur, sem Jesús flytur
sjálfur í guðspjöllum nýja testamentisins litlaus? Eða er
sá kristindómsboðskapur, sem Páll postuli flytur í bréfum
sínum kenningasnauður ? Hvað virðist yður, er þér at-
hugið það vandlega? Mér virðast þar skýrar, hiklausar og
ákveðnar kenningar framsettar.
Fjarri sé það mér, að vilja með ónærgætni eða dóm-
hörku ráðast á skoðanir þeirra, sem um þetta tala og hugsa
með einlægni og alvöru. En mig langar til að setja fram
með örfáum orðum sumt af því helsta, sem mér skilst að
kirkjan verði að svara til þessa máls: pað eru til kenning-
ar, sem eru grundvallarlegs eðlis, og líka þær kenningar,
sem minna hvílir á, og geta skoðast sem auka-atriði. pað
eru til kenningar beint og berlega út úr guðsorði og líka
þær kenningar, sem eru manna-setningar, bygðar þó á
skilningi göfugra manna á orðinu helga. Mér finst að
kirkjan verði að leggja áherzlu á að eins þær kenningar,
sem eru einfaldar, skýrar og beint teknar úr guðsorði.