Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.07.1919, Blaðsíða 31

Sameiningin - 01.07.1919, Blaðsíða 31
153 efnum, með lækningum og uppfræðslu fPost. 14, 8-10), og á annan hátt styrkja kristinn söfnuS eftir þörfum og ástæðum fPost. 14, 21, 28). f4) HvaS útheimtir þetta starf af hálfu trúboðans? Hann þarf aö afneita sjálfum sér, eigin hagnaði og upphefð ('Post. 14, 11-15,), ganga jafnvel út í þrautir og dauöahættu fPost. 19, 22), hafa stöð- ugan áhuga á verki sínu í kærleika til Krists og bræðranna fRóm. 1, 13-16). (5) Er þá ekki verkið hverjwn manni um megn? Nei. Kristur hefir heitið oss nærveru sinni fMatt. 28, 20) og styrk heilags anda fPost. 1, 8). Þau fyrirheit hefir hann ríflega efnt fPost. 14, 8-10; 20-27). Verkefni. 1. Trúboöið á vorum dögum, aðferðir, árangur, horf- ur. 2. Trúboð Páls. 3. Trúboöar á liðnum öldum kristninnar. VIII. LEXfA. — 24. ÁGCST. Skyldur vorar við mannfélagið.—Lflk. 10, 25-37. Minnistexti:—bess vegna skulitm vér gj'óra öllum gott, og eink- um trúbræðrum vorum, eftir því, sem vér höfurii færi á.—Gal. 6, 10. Umræðuefni:—Hugsjón kristindómsins: bræðralag mannanna. Til hliðsjónar: Gal. 6, 2. 9. 10; Jak. 2. 14-16; Mark. 5, 1-20; Lúk. 14, 12-14; Post. 2, 44-47; 3, 1-10; 4, 32-35; 1. Tím. 6, 17-19. — And- lega hliðin á skyldum vorum við aðra menn hefir legið til umræðu í tveim síðustu lexíunum. í dag íhugum vér stundlegu hliðina— hvernig vér eigum að lifa saman við náunga vora í þessum heimi, með tilliti til þessa lífs. fl) Hvað er þungamiðja kristinnar siðfræði, eftir orðum frelsarans? Að elska Guð af öllu hjarta og náungann eir.s og sjálfa oss (húk. 10, 25-27). 2. Hvernig eigum vér að sýna þennan kœrleika? í hreinni guðsdýrkun og sönnum áhuga fyrir kristindóminum. Enn fremur í hjartanlegri umhyggju fyrir stund- legri velferð annara. (3) Leggur Kristur mikla áherzlu á þessa stundlegu hlið? Já, afar-mikla, ogi eins postularnir. Það er svo hætt við þvi, að andlegi áhuginn sé hræsni tóm, ef þú lætur þér á sama standa um líkamlega neyð bræðra þinna ('Lúk. 10, 31. 32; 14, 12. 13; Jak. 2, 14-16; sbr. 1. Jóh. 3, 17. 18 ; Jak. 1, 27). (M) Hve víð- tæk er þessi skylda? Hún nær til allra manna, alveg eins og trú- boðsskyldan. fLúk. 10, 26-30, 36. 37; Gal. 6, 10). (4) Hvað lœrum vér í þessu efni af dæmi frelsarans? Hann beitti yfirnáttúrlegu valdi sínu til að hjálpa (Mark. 5, 1-20) ; svo gjörðu postularnir ('Post. 3, 1-10). í sömu átt eigum vér að beita öllum þeim mætti, sem Guð hefir trúað oss fyrir. (5) Hvað lœrum vér um þetta efni af leiðbeiningum Jcsú, postidanna og frumkirkjunnar? Vér eigum að láta kristilegar hugsjónir ráða í öllum mannfélagsmálum (1. Kor. 3, 11). a. Þar á að liggja til grundvallar miskunn, bróðurhugur, hjálpsemi, en ekki eigingjöm “samkepni”. b. Sá sem meiri máttar er, að auðæfum eða öðru, á að hlaupa undir bagga með þeim sem minna má ('Gal. 6, 2; 1. Tím. 6,17-19). c. Stundleg gæði eru gjafir Guðs. Því meira

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.