Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.07.1919, Blaðsíða 32

Sameiningin - 01.07.1919, Blaðsíða 32
154 •aí þeim, sem þú hefir undir höndum, því stærri er ábyrgö þín gagn- vart Guöi og mönnum. Gjöfum GuSs eigum vér aö skifta me8 oss x ást og friSi, en ekki berjast um þær eins og óargadýr um ránsfeng /Post. 2, 44-47 ; 4, 82-35j. d. í hverju þjóhfélagi eru ólánssamir menn, sem falliS hafa í hendur ræningjum (Lúk. 10, 30). 'Það er ekki nóg að hjálpa manninum við veginn. Vér eigum að leita uppi stigamennina og stökkva þeim á brott. (Q) Hvað segir Jesús uni kmstilega hjálpsemi? Hann lýsir henni mjög ítarlega í dæmisögunni um góöa Samverjann fLúk. 10, 33-37). Tak vel eftir hverju atriði þar: Aðgætni Samverjans, vorkunnsemi, framtakssemi, fórnfýsi, kostgæfni við góðverkið fsbr. Gal. 6, 9). (7) Hverju heitir frelsar- inn þeim, sem rcekja boð hans um miskunn og hjálpsemi? Hann heitir þeim náð sinni og rikulegri blessun éMatt. 25, 34-40; Mark. 9, 41; Lúk. 14, 14; Gal. 6, 9; 1. Tím. 6, 18j.' Verkefni. 1. Líknarverk frelsarans. 2. Bræðrafélagið í fyrstu kristni. 3. Hvernig kristna skuli þjóðlíf og stjórnarfar. IX. LEXÍA. — 31. ÁGÚST. Bindlncli.—JJanlel 1, 8-2Ó. Minnistexti:—Sérhver, sem tekur þátt í kappleikum, er bind- indissamur í öllu.—4. Kor. 9, 25. Umrcdðuefni:—Bindindishreyfingin og framför hennar. Til hlið- sjónar: Róm. 12, 1. 2; 13, 8-14; 14, 1-23; 1. Kor. 9, 24-27. Skyldur þær við Guð og menn, sem lýst hefir verið í undanförnum lexíum þessa fjórðungs, fela í sér vissar skyldur við sjálfa oss; því að sá sem fer illa með eigið lif sitt, líkamlegt eða andlegt, eyðir gjald- eyrinum, sem hann á að borga Guði og náunganum skuldir sínar með. Einhver allra stærsta skyldan gagnvart sjálfum oss er bindindis- skyldan. (1) Hvað er bindindi? Bindindi er það, að hafa viturlega stjórn á sjálfum sér; að halda í hemilinn á öllu, sem lágt er og lélegt í eðli voru, til þess að vor betri maður fái notið sín og þroskast. Oft er orðið notað um heilsusamlega takmörkun á líkamlegum nautnum og ástríðum. (1. Kor. 9, 27; sbr. 1. Pét. 2, 11; 6. Passíusálm, 13. v.j. (2) A þá líkams-lífið engan rétt á sér? Jú, vissulega. Líkaminn er gjöf Guðs. Að neita sér um þarfir eða nautnir er engin dygð í sjálfu sér, sé það ekki gjört í kristilegum tilgangi fRóm. 14, 17). (3) Hver er tilgangur kristilegs bindindis? Að geta helgað GufJi óflekkaða sál og þjónað honum með óskertum kröftum JRóm. 12, 1. 2); að vera réttilega búinn undir eilíft líf i dýrðarríki Drottins JRóm. 13, 11-14; 1. Kor. 9, 24. 25), og að verða ekki náunganum til hneykslunar fRóm. 14. kap., einkum 7. og 21. v.J. (A) Hví er svo ervitt að vera bindindissanmr? Freistingarnar eru svo margar. Fyrst og fremst ástríðurnar hið innra, en utan að kemur heims- sollurinn, ilt eftirdæmi þeirra sem miklir eru taldir, glys og munaður hcimsins, fortölur kunningja vorra, hræðsla við að styggja þá, sem mega sín mikils JDan. 1, 8. ÍÓJ. (5) A hverju þurfum vér að halda

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.