Sameiningin - 01.09.1919, Qupperneq 1
anmmnmn.
Mánaðarrit til stuðnings kirkju og kristindómi íslendingo.
gejið út af hinu ev. lút. kirlcjufélagi Isl. í Vestrheim.%
XXXIV. 4rg.
WINNIPEG, SEPTEMBER 1919
No 7
Nýi tíminn.
“Eg veit aS trúin á virki fúin,
— pa'S vantar bót —<
En lát ei teygjast, svo losnir eigi
Viö lífs þins rót.’’
Árin nokkur næstu á eftir byltingunum liafa venju-
lega verið umhleypingasöm, — ókyrð verið fvrst í stað
eftir breytingarnar, þar til komin var fylling liins nýja
tíma.
Menn muna hversu ókyrt var í þjóðlífinu í Banda-
ríkjunum eftir borgarastríðið, sem þar var háð fyrir
hálfri öld, en hversu fagur varð dagur hins nýja tíma,
þegar búið var að jafna sig.
Nýafstaðin er bylting sii, sem mest hefir verið í sögu
mannkynsins. Bkki að undra, þótt órótt sé á eftir, og
nokkrir kippir enn, þótt jarðskjálftinn mesti sé búinn.
Hitt er undur meira, að ekki skuli vera enn hvassara og
fleiri mannskaðaveður, eftir heimsskjálftann mikla.
Gott eiga þeir, sem fá að lifa í nýja tímanum, sem
kemur eftir liðin þau árin, er í það ganga að hreinsa
völlinn og koma sér fyrir í húsinu nýja.
Menn eiga ekki að vera óþolinmóðir þó erfitt sé í bili,
og ekki æðrast þó nokkur óþægindi sé því samfara að
flytja sig.
Því mannkynið er að flytja sig í nýtt hús og búa um
sig í nýjum tíma.