Sameiningin

Årgang

Sameiningin - 01.09.1919, Side 5

Sameiningin - 01.09.1919, Side 5
193 Minningar-gjafir. Margvíslega má halda á lofti minningu dáinni ástvina og hlúa að helgum endurminningum um þá, sem vér höfum elskað hér, en mist um hríð. Á engan hátt fáum vér þó reist ástvinum vorum fegurri minnisvarða í hjörtum sjálfra vor, heldur en með því að gefa af elsku til dána vinarins einhverju því fyrirtæki í ríki Guðs meðal vor mannanna, sem til er stofnað af mannúð og kristilegum kærleika. Marg- ir kristnir menn svala á þann hátt fórnarlöngun sinni og kærleika til ástvina sinna, sem komnir eru á æðra stig hinn- ar eilífu tilveru, en að líkindum eru oss þó enn þá nærri og bæði gleðjast og hryggjast með oss. pórður bóndi Sigmundsson, sem heima á í Garðarbygð í N. Dakota, hefir nýlega minst ástríkrar eiginkonu sinnar, er í vor sem leið var flutt heim til himneskra föðurhúsa, á þann hátt að gefa á afmælisdegi hennar til minningar um hana sína fimtíu dollarana hvoru fyrirtæki kirkjufélags- ins, gamalmennaheimilinu og skólanum. Gjafirnar afhenti hann séra Kristni K. ólafssyni og fylgdi þeim bréf það, sem hér fer á eftir, og skýrir það vel tilfinningar gefandans: “Séra K. K. Ólafson, Mountain, N. Dak. Kæri vinur! Á afmælisdag Ástu sál., konu minnar, 1. Ágúst síðastl., til- einkaði eg hinum tveim stofnunum kirkjufélagsins, gamal- mennaheimilinu Betel á Gimli og Jóns Bjarnasonar skóla í Winnipeg sína $50.00 hvoru, til minningar konunnar minnar sálugu, Ástu Sigmundsson, er lézt 1. Apríl 1919. Eg óska þess af bljúgu og barnslegu hjarta, að Guð blessi og ávaxti þessa litlu gjöf, eins og hann hefir, samkvæmt sínu blessaða kærleiks- lögmáli blessað starf okkar á liðinni tíð. Með blessunaróskum til allra hinna þreyttu og vegmóðu í Jesú nafni. Th. Sigmundsson”. Fundur framkvæmdarnefndarinnar. Svo sem menn muna, var sú breyting gjörð á síðasta kirkjuþingi, að starfsnefndir félagsins voru sameinaðar í eina nefnd sjö manna, og nefnist hún framkvæmdarnefnd. Ákveðið er að nefndin haldi fundi á ársfjórðungi hverjum.

x

Sameiningin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.