Sameiningin - 01.09.1919, Síða 6
194
Fyrsti fundur nefndarinnar var haldinn í herbergi einu
í Fyrstu lútersku kirkju í Winnipeg, 4. og 5. Sept. Allir
nefndarmenn sátu fundinn. Byrjaði fundurinn með biblíu-
lestri og bænagjörð. Formaður nefndarinnar er forseti
kirkjufélagsins og skrifari hennar er skrifari kirkjufélags-
ins, séra Fr. Hallgrímsson. Auk þeirra eru í nefndinni • Séra
Kristinn K. Ólafsson, séra Jóhann Bjarnason, Jón J. Vopni,
Halldór S. Bardal og Jón J. Swanson.
Starfsmál kirkjufélagsins voru rædd og framkvæmdum
þeirra ráðstafað.
Heimatrúboðið var fyrst til afgreiðslu. Var hr. H. S.
Bardal falið að skrifast á við prestlausa söfnuði og grensl-
ast eftir því, hvar og hvernig þyrfti að liðsinna söfnuðum
þetta ár. Á síðasta ári var miklu kostað til trúboðs-starfsins
heima fyrir og gekk því sjóðurinn til þurðar. Nú er enn
miklu til kostað, sérstaklega í sambandi við komu hr. S. Á.
Gíslasonar vestur. Borgar kirkjufélagið 600 doll. upp í far-
gjald fjölskyldu hans. pegar auk þess hafði verið áætlaður
kostnaður við trúboðsstarfið þetta ár, kom í Ijós að safna
verður eitt þúsund dollurum í Heiðingjatrúboðssjóð nú í
haust. Var séra Kristni K. Ólafssyni falið að gangast fyrir
fjársöfnun þessari, og má þess vænta, að söfnuðirnir láti
féð greiðlega af hendi rakna.
Heiðingjatrúboð. Samþykt var að kaupa, samkvæmt
ósk trúboðans, og senda honum ritvél, er kostar 60 doll. Var
á kirkjuþingi skotið saman 52 doll. til þess og nú því við-
bætt úr sjóði, sem á vantaði. Séra Octavius Thorláksson
hefir bent á það, að einn samverkamanna hans í Japan, Rev.
Horn, sé nú staddur hér í landi og gæti það verið gott og
gagnlegt, að fá hann til að heimsækja einhverja söfnuði
kirkjufélagsins. í annan stað kom fram áskorun frá trú-
boðanum um að senda sem fyrst kven-trúboða til Japan.
Var séra Kristni falið að leita upplýsinga um þetta hvort-
tveggja hjá yfirstjórn trúboðans í Lútersku kirkjunní
sameinuðu.
Sunnudagsskólarnir. Ýms atriði þess máls voru rædd
all-lengi, og var síðan hr. Jóni J. Swanson falið að hafa mál-
ið til íhugunar og undirbúnings undir næsta fund neíndar-
innar. En hr. Jóni Vopna var falið að grenslast eftir því,
hversu margir skólar æski eftir sérprentun af lexíum þeim,
sem birtar eru í “Sameiningunni”, og ef nægar pantanir
koma, svo af sérprentun verði, þá að annast um útsöluna.