Sameiningin - 01.09.1919, Qupperneq 10
198
kurteis. Við þurftum því að byrja alveg að nýju að öllu
leyti. Á hverri viku gjörði eg áætlun um verk hennar fyrir
hvern dag, gaf henni uppdrátt af því svæði, sem hún átti
að fara um og fyrirsögn um heimilin, sem hún átti að vitja.
Og í byrjun hverrar viku gaf hún mér skýrslu um starf sitt
á vikunni liðnu Starf hennar virtist í fyrstu ætla að hepn-
ast vel, en eftir ítrekaðar tilraunir til að kenna henni, kom-
umst við að þeirri niðurstöðu, að hana skorti grundvallar-
skilyrðin til þess að geta verið góð Biblíu-kona. Hún var
bersýnilega orðin of gömul til þess að læra, svo að við
neyddumst af þeirri ástæðu, og ýmsum öðrum, til þess að
láta hana hætta. Við höfum því sem stendur enga Biblíu-
konu, og það er sannfæring mín, að okkur er betra að hafa
enga, fyr en við getum undirbúið einhverjar undir það
starf í skóla sem við eigum sjálfir, sem við biðjum öll að
verði sem fyrst. En við erum að ráðgjöra að konan mín
byrji að hausti á einhverju reglubundnu starfi meðal kvenna,
með aðstoð Mrs. Takashima.
f þessu sambandi langar mig til að biðja um kven-
trúboða, — að íslenzkur kven trúboði komi hingað til okkar
að ári. Við þurfum á kven-trúboða að halda, til þess að hafa
umsjón með starfinu meðal kvenna og barna. Konan mín
þráir að hér verði komið upp munaðarleysingja-hæli með
“Kindergarten”-deild; en til þess að af því geti orðið, þurf-
um við að fá annan kven-trúboða henni til aðstoðar. Hæf
til þess starfs myndi vera hver íslenzk stúlka, sem við al-
þýðu-skólakenslu hefir fengist og er heilbrigð, ef hún er vel
kunnug sögum biblíunnar og boðskapi þeirra um þörf mann-
anna fyrir frelsara, og þráir af hjarta að leiða aðra til Guðs.
Okkur er mjög ljúft að svara fyrirspurnum þessu viðvíkj-
andi og láta í té allar þær upplýsingar, sem í okkar valdi
stendur. Og fagnaðarefni væri það okkur stórkostlegt, að
fá bréf frá einhverri ungri kenslukonu, er hefði í hyggju eða
væri fáanleg til að koma hingað til Japan til trúboðsstarfs.
Tækifærin eru takmarkalaus. Er ekki einhver ung stúlka
til í kirkjufélagi okkar, sem vill koma? petta er ekki sagt
í þeim skilningi, að ungir menn séu ekki líka velkomnir til
starfsins; en hér í Yagoya er þörfin brýnust á kven-trúboða,
og það þolir enga bið. Eg hefi beðið trúboðsnefndina um
að bæta úr þessari þörf; en kærast af öllu væri okkur, ef
einhver í okkar eigin íslenzka kirkjufélagi vildi heyra þessa
köllun: “Kom og hjálpa okkur!”