Sameiningin

Årgang

Sameiningin - 01.09.1919, Side 19

Sameiningin - 01.09.1919, Side 19
207 Ó, blessað líknar bjargið mitt, bænina heyrðu mína: Láttu nú friðar ljósið þitt, lifandi Drottinn, skína; tendraðu lampaljósið mitt, þér lofsöng fái’ eg saminn; blíði Jesú, við brjóstið þitt, eg bið af hjarta. Amen. Bréf frá höfundi lofgjörðar þessarar var birt í Janúar- blaði Sameiningarinnar, með loforði um að birta bænina þegar friður væri saminn. Nú er svo komið, að friðarskjalið er undir- skrifað og hefir þegar öðlast gildi, þótt ekki hafi það enn verið samþykt af öllum hlutaðeigandi þjóðþingum. Allir sannkristnir menn geta fundið tilfinningar hjartna sinna í bænarorðum “gömlu konunnar”. Á grafreitnum. ó! þú barnið mitt blíða blundar hér undir mold; eftir mér ertu að bíða, önd þín er laus við hold. Floginn í geiminn fríða, frelsarans nærri stól, í flokki frélstra lýða fegri en nokkur sól. í maí 1899, J. E. Samband lútersku kirkjufélaganna í Bandaríkjunum (Na- tional Lutheran Council) hefir sent nefnd, skipaða ágætis mönnum úr sínum hópi, til Norðurálfunnar til að kynnast ástæð- um og þörfum þar, einkum innan vébanda lútersku kirkjunnar, og að vera leið-beinandi um þá líkn og hjálp líkamlega og and- lega, sem kirkjan í Ameríku vill svo gjarnan láta í té á þessu viðreisnartímabili. Lútersku kirkjunni á Frakklandi hefir þegar verið veittur þýðingarmikill stuðningur, fjárhagslega og andlega. Leiðtogarnir þar kannast við hve ómetanlegur stuðn- ingur þeim sé að bróðurhöndinni, sem rétt er yfir hafið. parf- irnar í öllum stríðslöndunum á meginlandinu verða athugaðar og hjálp veitt eftir því sem unt er.

x

Sameiningin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.