Sameiningin - 01.09.1919, Page 21
209
stöðu og trúboðsstarfi. Vonandi verður áframhald af þeim
áhuga.
“Heróp” Hjálpræðishersins er nú gefið út á 40 tungumálum.
Norska kirkjan í Ameríku er ötul mjög í starfi sínu. Áætl-
að er, að til starfsins þurfi á næsta ári upphæð er nemur $2,312,-
000. Sameinaða kirkjan danska telur að eins um 15,000 fermda
meðlimi, en setur sér þó það takmark að safna $300,000 til
styrktar mentastofnunum sínum.
Missouri sýnódan telur 200 söfnuði í Canada og 82 presta.
Mikið er ritað um afleiðingarnar af vínbanninu, sem komst
á um öll Bandaríkin 1. júlí síðastl. Vitanlega eru misfellur á
því að lögunum sé framfylgt allstaðar eins og vera ætti, en
þrátt fyrir það er árangurinn mikill. Innstæður í bönkum í
borginni Detroit hafa vaxið um 25 miljónir síðan vínbannið
komst á. Verzlun hefir aukist, í stað þeirrar verzlunardeyfðar,
er margir spáðu að mundi verða vínbanninu samfara. Glæpir
og spellvirki víða farið þverrandi; færri ósjálfbjarga, og yfir-
leitt flest af því góða, sem bannvinir spáðu að af breytingunni
mundi stafa, byrjað að koma í ljós. Vínbannið gerir eflaust öfl-
um hins illa erfiðara fyrir, en greiðir götu því sem betur má
"•■va.
FYRIR UNGA FÓLKIÐ.
I>essa deilð annast séra F. Hallgrímsson.
Hjúkrunarkonan.
Hún Jóhanna McFadden var yngsti hjúkrunarneminn a
spítalanum, og hún var að þvo gólf. Hún leit fram og aftur
eftir göngunum löngu á öðru lofti; yfir-hjúkrunarkonan sást
hvergi og allar dyr voru aftur, og þess vegna áleit hún óhætt
að tala dálítið við sjálfa sig, en í því fann hún oft fróun, ef
eitthvað lá þungt á huganum. “Eg veit ekki hvort mér finst
meir þreytandi”, sagði hún, “þessi stöðugi þvottur og ræsting,
eða það, hve alt er hér alveg eins og það á að vera: hljótt og
hreint og sótthreinsað. Mig langar stundum svo ákaflega til
að sjá gólfið sporað eða stól settan um koll, eða eitthvað, sem
raskar þessu stöðuga tilbreytingarleysi. Eg má til að skreppa