Sameiningin - 01.09.1919, Qupperneq 22
210
niður og horfa snöggvast á myndina, til þess að jafna mig dá-
lítið.
Hún gekk hljóðlega fram eftir göngunum, því það var hún
búin að venja sig á, og svo hljóp hún léttilega niður stigann.
Hugmyndir hennar um sjúkrahús og hjúkrunarkonur höfðu
tekið miklum breytingum. Nágrannarnir heima, 40 mílur frá
höfuðborginni, höfðu sagt um hana: “Jóhanna er sköpuð til
að vera hjúkrunarkona, og hún verður ekki lengi að læra alt
það, sem unt er að kenna á sjúkrahúsunum í borginni”. peir
höfðu jafnvel haft orð á því, að hún myndi geta kent forstöðu-
mönnunum þar sitt af hverju. Til allrar blessunar höfðu lofs-
yrði þeirra ekki gjört Jóhönnu stæriláta, því það hefði ekki
greitt fyrir námi hennar. En komið hafði það fyrir að henni
hafði fallist hugur og hana hafði langað til að hætta, taka sam-
an dót sitt og fara heim aftur á sveitabýlið litla til systkinanna
yngri, sem hún vissi að myndu fagna komu hennar af öllu
hjarta. petta hafði helzt sótt á hana, þegar hún var að þvo
gólf, eða vinna önnur ógeðfeld verk, sem nemendum voru falin.
En myndin hafði altaf hjálpað henni.
pað var enginn í skrifstofunni á fyrsta lofti, og hún fór
inn í biðstofuna. par var líka alt í röð og reglu, — borð á miðju
gólfi, legubekkur og þrír samstæðir stólar, og stór olíumynd —
ekki þó myndin, sem hún var að hugsa um — í gyltri umgjörð
á aðalveggnum.
“Hvergi neitt, sem líkist heimili!” sagði hún, og mátti
heyra heimþrána í röddinni. Svo gekk hún að því, sem henni
þótti mest til koma af öllu í herberginu: mynd af Kristi, sem
var að lækna barn, sem var í fangi móður sinnar. Friður færð-
ist yfir svip hennar. pessi mynd hafði öllu öðru fremur vakið
athygli hennar daginn sem hún kom fyrst á spítalann til þess
að byrja námið. Hún hékk á veggnum milli dyranna og glugg-
ans, og var góð birta á henni. Einhver orð voru letruð á ein-
falda eikarumgjörðina, — líklega nafn myndarinnar; en Jó-
hanna þurfti ekki að vita hvað myndin var kölluð. Hún horfði
á biðjandi andlit móðurinnar og hinn blíða meðaumkvunarsvip
hans, sem gat með einu orði unnið dásemdarverkin miklu; og
úr svip hennar skein þráin eftir að geta hjúkrað og hjálpað
þjáðum. En þá heyrði hún sagt rétt fyrir aftan sig: “Miss
McFadden, þú hefir ekki lokið við gólfþvottinn á öðru lofti.
Ert þú búin að gleyma honum?”
“Nei”, svaraði hún yfirhjúkrunarkonunni blíðlega, “eg var
ekki búin að gleyma honum; en mér gengur þvotturinn betur,
þegar eg hefi verið dálitla stund hér.” Og svo fór hún til þess
að ljúka við vinnu sína.
“Einkennileg stúlka”, sagði yfir-hjúkrunarkonan við sjálfa
sig, þegar Jóhanna hvarf upp stigann.
Hún tók aftur glaðlega til við gólfþvottinn. Kærleikur
hennar til starfsins, sem hún hafði kosið sér, hjálpaði henni