Sameiningin - 01.09.1919, Side 24
212
undan batt ihann spotta á eins margar af tánum sínum og dagar
voru eftir, og leysti einn þeirra á hverjum morgni, og þegar
hann leysti þann seinasta, þá var hann viss um að tíminn væri
kominn til þess að bera fram heillaóskir sínar, — en hann varð
samt einum degi á undan tímanum, því hann hafði sparkað
einum þeirra af sér eina nóttina. Mamma vildi ekki lofa okkur
að hlæja að honum, því hún sagði að það væri betra að muna
eftir tyllidögum einum degi of snemma, en að gleyma þeim
alveg. Mömmu þykir ósköp vænt um tyllidaga, hún segir að
dálítil tilbreyting haldi manni betur vakandi.”
Sjúklingurinn var að hlæja að þessari sögu, þegar Dr.
Meade gekk fram hjá dyrunum, og hann leit inn alveg hissa,
því þessi sjúklingur hafði aldrei einu sinni brosað síðan hann
kom á sjúkrahúsið. En Jóhönnu varð hverft við, því hún var
hrædd um að það kynni að verða talin yfirsjón, að koma sjúk-
lingi til að hlæja.
En hún gleymdi þessu fljótt, og þegar Patreksdagur kom,
prýddi hún diskana og skeiðarnar með péturselju laufum; og
hún sá ekki eftir þeirri fyrirhöfn, þegar hún varð þess vör, að
sjúklingunum þótti vænt um þá tilbreytingu. En þann dag,
þegar hún var að bera diskana út aftur, heyrði hún óvart orð
af því, sem Dr. Meade og Miss Flynn voru að tala saman. Miss
Flynn talaði fyrst, og hún heyrði þetta til hennar: “Miss Mc-
Fadden — of örgeðja — einkennileg—-hrædd — hjarta.” Svo
heyrði hún Dr. Meade svara: “Við getum ekki altaf vitað um
hjartað, með öllum okkar rannsóknum, en eg er hræddur um—”
Jóhanna hafði ósjálfrátt numið staðar, og það var langt
frá því, að henni væri rótt innanbrjósts. En þá datt henni alt
í einu í hug að hún væri að gjöra sig seka í því, að standa á
hleri, og hún flýtti sér burtu. pegar hún var komin inn í her-
bergið sitt, lét hún niður aftur bréf, sem hún hafði verið byrjuð
á að skrifa heim til sín, því henni fanst hún ekki vera í sem
beztu skapi til bréfaskrifta. Ef til þess kæmi, að hún yrði látin
hætta, þá væri enginn bættari með því, að hún færi fyrirfram
að gjöra ættingjum sínum leiðindi út af því. Og hvað sem því
leið, þá var enn nokkuð eftir af reynslutímanum, og þann tíma
gat hún notað til þess að gjöra eitthvað fyrir þá, sem umsjón
hennar voru faldir.
Og þó að hún yrði að hætta við námið á spítalanum. fann
hún að hún mundi samt geta orðið að liði einhverjum sjúkling-
um, sem ættu ekki kost á að hafa hjá sér lærða hjúkrunarkonu.
Hún þurkaði sér um augun og gekk niður í borðstofuna, til
þess að horfa á myndina, og á meðan hún var að virða hana
fyrir sér hugfangin, kom Dr. Meade inn, og hún hrökk við.
“pykir þér 'hún falleg?” spurði læknirinn; hann var venju-
lega orðfár.