Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.09.1919, Síða 25

Sameiningin - 01.09.1919, Síða 25
213 “Já”, svaraði hún með þeirri lotningu, sem altaf gagntók hana, þegar hún horfði á myndina. “Segðu mér þá, með einu orði, hvernig þú skilur hana?” petta var alveg eins og munnlegt próf; og alt frá fyrstu skólagöngunni heima í sveitarskólanum hafði Jóhönnu iafnan staðið stuggur af munnlegum prófum. Hún sneri sér aftur að myndinni og horfði á hana um stund; svo horfði hún framan í lækninn, sem hún bæði hræddist og dáðist að, og sagði í hálfum hljóðum þetta eina orð: “pjónusta”, og skauzt svo fram hjá honum út úr herberginu og upp á annað loft, og gat ekki um annað hugsað en (það, hvers vegna hann hefði spurt hana að þessu og hvernig honum myndi hafa líkað svarið. Fám dögum eftir þetta kallaði Miss Flynn á hana að skrif- borðinu sínu og sagði: “pú átt að taka við starfi Miss Varney seinni partinn í dag.” “Miss Varney — eg!” kallaði hún upp yfir sig. “Já, þú átt að taka við starfi Miss Varney”, svaraði Miss Flynn með áherzlu. “En — hún hefir þjónað konunni, _sem hefir verið svo fár- veik”, svaraði Jóhanna hikandi, því henni gat ekki dottið annað í hug, en að þetta væri einhver misskilningur. “Sjúklingnum er töluvert farið að batna, og eg hugsaði að það mundi vera óhætt að trúa þér fyrir henni svo stutta stund, — og auk þess hefir Dr. Meade beðið um að þú færir til hennar” — það var eins og Miss Flynn væri ekki vel ljúft að kannast við það. En Jóhanna bæði furðaði sig á því og gladdist af því roeir en orð fá lýst. Stundarkorni síðar kom Jóhanna inn til konunnar, sem hjúkrað hafði verið eins vel og mögulegt var, en þjáðist samt af einhverju þunglyndi. Konan föla leit við og rétti fram magra hönd. pað var ekki gjört ráð fyrir því á spítalanum, að hjúkrunarkonurnar heilsuðu sjúklingunum með handabandi, en Jóhanna tók fast og innilega í höndina, sem konan rétti henni. “Mér þykir vænt um að þú varst látin koma til mín”, sagði hún með veiklulegri rödd; “eg hefi séð þér bregða fyrir dyrnar hvað eftir annað, og þú ert öðruvísi en hinar. Eg var orðin svo þreytt á tilbreytingarleysinu og tilgerðinni hér.” Jóhanna gat ekki varist hlátri. Hún gekk fram að dyrun- um og gægðist út, til þess að sjá hvort nokkur væri á göngun- um, og svo kom hún aftur að rúminu, beygði sig niður að sjúk- lingnum og sagði í lágum hljóðum: “Eg skal segja þér leynd- armál, — frá nokkru, sem hefir hjálpað mér til þess að þola alla reglusemina hér. Pað er kongulóarvefur uppi undir lofti í einu horninu á göngunum á öðru lofti, — og þau hafa ekki fundið hann! Eg fer og skoða hann á hverjum degi, og hann deplar augunum til mín og segir: pað hefir ekki fundið mig enn, fólkið á þessu þrifnaðarheimili. Og eg depla augunum til hans aftur og lofa að segja ekki til hans. En það er farið að

x

Sameiningin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.