Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.09.1919, Síða 28

Sameiningin - 01.09.1919, Síða 28
216 frelsaranum? Andrés bróðir hans kom meS hann til Jesú (Jóh. 1. 41-43). 6. Hvernig fékk hann nafnið Pétur og hvað merkir það? Jesús nefndi hann “Pétur”, sem þýðir: klettur, og átti að tákna þá bjargföstu trú, sem Pétur öðlaðist (Matt. 16, 15-18). 7. Var Pétur að eðlisfari bjargfastur í lund? Nei, hann var óstöðugur og örgeðja, en náð Drottins gjörði hann að staðfastri hetju trúarinnar. 8. Hvað vita menn um ætt og uppruna Péturs? Hann var fiskimaður frá Galíleu, eins og Jóhannes, en talsvert eldri. Hann var kvæntur. Bróðir hans Andrés varð postuli með honum. 9. Hvað getum vér lært af þessari lexíu? Fyrst og fremst það, hvernig einn maður getur vísað öðrum á frels- arann. Fyrstu tveir lærisveinanna fóru til hans eftir orðum og vísbending Jóhannesar. Annar þeirra kemur svo með þann þriðja. Enn fremur sjáum vér, hvað það er, sem hænir menn að Jesú. pað er vitneskjan um það, að hann sé hinn sanni Kristur, sonur Guðs, sem frelsar mennina frá syndinni (Jóh. 1, 29-34. 36. 42). í þriðja lagi hvað það er, að vera sannur læri- sveinn: að koma til frelsarans sjálfs, dvelja hjá honum og vera í fylgd með honum á hverjum degi. 10. Hverjir geta orðið læri- sveinar? Allir, sem afneita syndinni og fylgja honum af ein- lægu hjarta (Matt. 9, 9; Mark. 2, 13-17). II. LEXÍA. — 12. OKTÓBER. Mannaveiðar.—Mark. 1, 14-20. Minnistexti: Jesús sagði við þá: Komið og fylgið mér, og eg mun láta yður verða mannaveiðara.—Mark. 1, 17. Umræðuefni: Pétur og Jóhannes gjörast þjónar Krists. Til hliðsjónar: Matt. 4, 18-22; Lúk. 5, 1-11; 14, 15-24; Jak. 5, 19-20; Opb. 22, 17. 1. Hvað er samhengið milli þessarar lexíu og þeirrar síðustu? Jesús fór norður í Galíleu með lærisvein- ana fimm, sem slegist höfðu í för með honum þegar hann kom aftur til Jóhannesar skírara úr eyðimörkinni (þeir voru: Andrés, Jóhannes, Pétur, Filippus og Natanael—Jóh. 1, 35-52). f Kana í Galíleu var Jesús í brúðkaupsveizlu með skyldfólki sínu og lærisveinum. par gjörði hann fyrsta kraftaverkið í augsýn lærisveina sinna — breytti vatni í Ijúffengt vín. Sama árið í Apríl-mánuði fór Jesús aftur til Jerúsalem til þess að vera þar á páskahátíðinni. Eftir það var hann í átta mánuði suður í Júdeu og kendi fólkinu á ýmsum stöðum. Frá þessari för segir Jóhannes einn, en Markúsar guðspjall, sem eflaust er bygt á frásögn Péturs, getur ekkert um hana. Fyrir því halda menn, að Jóhannes einn hafi farið suður með honum, en að Pétur og hinir hafi orðið eftir í Galíleu. Texti þessarar lexíu ber það með sér, að lærisveinarnir, sem hér er um að ræða, voru enn ekki orðnir stöðugir fylgjendur Jesú, þegar hann kom norð- ur til Galíleu aftur. 2. Hvar og hvenær gjörðist atburðurinn,

x

Sameiningin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.