Sameiningin - 01.09.1919, Side 32
220
Jónadabs, um að þeir skyldi ekki smakka vín, né hætta við hið
einfalda hirðingjalíf feðra sinna. petta boð höfðu þeir haldið
vandlega. 5. Hví lét Drottinn spámanninn reyna þá á þennan
hátt? Til styrktar sjálfum þeim, óefað, og eins til þess að
áminna Júdamenn, sem um þær mundir voru orðnir spiltir af
óhófsömum lifnaði. 4. Hvað getum vér lært af Rekabítum? (a)
Trygð við forfeður og látna leiðtoga. pað er ekkert gæfumerki,
a'o kasta frá sér gulli feðra sinna, eins og fánýtu glingri. (b)
Staðfestu. Sá sem vill halda sér við það sem rétt er, verður
að hafa þrek til að standa af sér freistingar og þola árásir, háð
og jafnvel hatur. Guð veiti okkur styrk til þess, ef vér berj-
umst undir hans merki og leitum hjálpar hans. (c) “Einfalt
líf”. peir héldu sér við fornan, óbrotinn lifnað á glysgjarnri
óhófs-öld. Gáum að öldinni, sem vér lifum á. Hún hugsar of
mikið um prjál, skemtanir og góða daga. Feður okkar fóru
ekki á mis við sanna lífsgleði, þótt þeir hefðu minna handa á
milli. (d) Bindindi. Forðastu víndrykkju eins og heitan eld.
Sú viðvörun hljómar frá heilagri ritningu, frá reynslu mann-
anna, frá samvizku kristinna þjóða. 5. Hverjar eru afleiðingar
víndrykkjunnar? Fátækt, heimilisböl, sem kemur harðast niður
á konum og börnum drykkjumannsins; spilling á líkama og sál;
dauði, líkamlegur og andlegur. 6. Hvað er bindindi, í kristi-
legri merking orðsins? Að láta á móti tilhneigingum sínum,
þegar nautnin er óholl sjálfum oss, eða bræðrum vorum til
hneykslunar, eða móti skýlausu boði Drottins. 7. Hver er skylda
kristins manns gagnvart bindindismálinu? Hann á að vinna
af kappi að öllu því, sem er öðrum mönnum til góðs.
Verkefni: 1. Líf Júda á dögum Rekabíta. 2. Bindindis-
kenning ritningarinnar.
Til sunnudagsskólanna.
Sunnudagsskólalexíur þær, sem birtar eru í Sameiningunni,
verða sérprentaðar ef pöntuð verða nægilega mörg eintök. Verð
árgangsins verður 25c. peir s.d.skólar, sem þessu vilja sinna,
gjöri svo vel að láta undirritaðan vita fyrir 15. Október næst-
komandi hve mörg eintök þeir vilja kaupa, ef af prentuninni
verður.
John J. Vopni.
Box 3144, Winnipeg.
“BJARMI”, kristilegt heimilisblatS, kemur út I Reykjavik tvisvar
á mánuSi. Ritstjóri cand. S. Á. Gíslason. Kostar hér í álfu 85 ct.
árgangurinn. Fæst í bókaverzlun Finns Jónssonar I Winnipeg.
“SAMEININ'GIN” kemur út mánaSarlega. Hvert númer tvær
arkir heilar. VerS einn dollar um áriS. Ritstjóri: Bjöm B. Jónsson
774 Victor St. Winnipeg. — Hr. J. J. Vopni er féhirðir og ráðs-
máSur “Sam.”—Addr.: Saineiningin, P. O. Box 3144, Winnipeg, Man