Sameiningin

Ukioqatigiit

Sameiningin - 01.12.1923, Qupperneq 23

Sameiningin - 01.12.1923, Qupperneq 23
373 keyptum jólamatinn; og svo komum við hingað í morgun í bifreiðinni hans Jóns.” “En hvernig fóruð >ið að komast inn?” spurði amma. “]?að var nu ekki mikill vandi,” svaraði María hlæj- andi, “því að hann Jón er fyrirtaks innbrotsmaður. peg- ar við komum að húsinu, og þú varst ekki heima, þá datt okkur í hug, að þú myndir vera í kirkju, og hann Jón klifr- aði upp eftir vatnspípunni og komst inn um svefnherberg- isgluggann þinn, sem þú hafðir ti.l allrar hamingju skilið eftir hálf-opinn. Hann hleypti mér svo inn, og við tókum til óspiltra málanna. Og hann hefir sannarlega verið dug- legur að hjálpa mér,” bætti hún við, og leit aðdáunaraug- um ti.l mannsins, sem sat andspænis henni við borðið. “Eg vona, að það sé þér ekki til ama, að við komum,” sagði Jón, um leið og hann lagði ljúffengasta bitann af fuglinum á diskinn hennar. “Mig langaði svo til að sjá þig, vegna þess —” röddin varð óstyrk, — “að hún amma mín, sem ól mig upp munaðarlausan og var mér betri en nokkur orð fá lýst, heldur nú fyrstu jólin sín í föðurhúsun- um himnesku; og þó að eg væri hjá stúlkunni, sem er mér hjartkærust allra, þá saknaði eg samt hennar ömmu. Ef hún hefði verið á lífi, þá hefði eg tekið hana Maríu frá fólkinu hennar og farið með hana heim til hennar ömmu, til þess að halda jólin þar.” “En af því að við gátum það ekki,” sagði María blíð- lega, “þá komum við til þín.” pessari jólamáltíð gleymdu þau aldrei. pegar búið var að taka af borðum, settust þau öll við aminn, og sögðu jólasögur að gömlum sið. En nú fór ömmu að syfja, og áður en varði var hún steinsofnuð í stólnum sínum. Hún hafði enga hugmynd um það, hve lengi hún svaf. En hana dreymdi fagran draum. Hún var orðin ung, og var á leiðinni til jólamessu með unnusta sínum. pau gengu eftir skógarbraut, ein, og héldust í hendur, og ómur kirkjuklukknanna barst til þedrra. pá heyrði hún sagt með þíðum karlmannsrómi: “pykir þér ósköp vænt um mig, María?” Hún opnaði snöggvast augun. pá sá hún, að þessi

x

Sameiningin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.