Sameiningin - 01.12.1923, Blaðsíða 32
382
til að búa í. en kona hans og barn lágu í helli, þar sem ekkert var
nema kaldir og berir steinveggirnir.
Og fjárhiröirinn hélt, að aumingja saklaust barniö mundi
frjósa til dauðs þarna í hellinum, og þó hann væri harðbrjósta,
komst hann viö, og hann langaði til að hjálpa því. Og hann leysti
poka af öxl sinni og tók þaöan mjúkt hvítt gæruskinn og gaf ókunn-
uga manninum, og sagði, aö hann ætti að láta barniö sofa á því.
En undir eins og hann sýndi, að hann líka gat verið miskunn-
samur, opnuöust augu hans og hann sá það, sem hann ekki áöur
haföi getað séö, og heyröi þaö, sem hann áöur haföi ekki getað
heyrt.
Hann sá, aö alt umhverfis hann var hringur af silfur-vængj-
uöum smáenglum, og hélt hver þeirra á hörpu og sungu allir meö
hárri rödd, aö í nótt væri frelsarinn fæddur, sem ætti aö endur-
leysa heiminn frá synd hans,
fÞá skildi hann, hvers vegna allir hlutir væru svo glaðir þessa
nótt, aö þeir vildu ekkert rangt gera.
Og þaö voru ekki einungis englar umhverfis fjárhiröinn, held-
iUr sá hann þá alstaðar. Þeir sátu inni í hellinum, þeir sátu í
fjallshlíðinnni, og þeir flugu um i loftinu. Þeir gengu i stórum
fylkingum, og er þeir fóru hjá, stönzuöu þeir og litu á barniö.
Það var slíkur fögnuður og gleöi og söngur og leikur. Og alt
þetta sá hann i dimmu næturinnar, þó áður gæti hann ekki séö
neitt. Hann var svo glaður, vegna þess augu hans höföu opnast, að
hann féll á kné og þakkaði Guði.”
Nú andvarpaöi amma og sagði: “Það sem þessi fjárhirðir sá,
það getum viö líka séð, því englarnir fljúga niður frá himni ál
hverri jólanótt, ef við einungis gætum séð þá.”
Svo lagði amma hendina á kollinn á mér og sagði “Þú veröur
aö muna þetta, því það er eins satt og aö eg sé þig og þú sérö mig.
Þetta 'birtist ekki í ljósi lampa eða kerta, og ekki Vegna sólar
eða tungls, en þaö, sem á ríður, er að vér höfum auga, sem getur
séð dýrð Guðs.”
K. K. O. þýddi.