Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.12.1923, Blaðsíða 20

Sameiningin - 01.12.1923, Blaðsíða 20
370 ir mig langað til að vera hjá þeim eins og þessi jól. pað var inndælt að vera hjá þeim, þegar börnin voru lítil, og eg held að eg hafi haft eins gaman af jólatrénu og nokkurt barnanna. En nú er hún María mín trúlofuð, og mig lang- aði svo mikið tii að fá að vera með henni og unnustanum henar og gleðjast af gleðinni þeirra.” María var henni kærust allra barnabarnanna; hún hafði augun hans afa síns og glóbjart hrokkið hár eins og hann, og var líka greind og stilt eins og hann hafði verið. Og siðan hún hafði trulofast Jóni Turton, ungum og efni- legum verkfræðingi, hafði ömmu langað ákaflega mikið til að fá að kynnast honum, til þess að hún gæti gengið úr skugga um það, hvort hann væri svo góður maður, að hann ætti skilið að fá að eignast uppáhaldið hennar. Og hún hafði verið að hlakka til að fá nú tækifæri til þess á jólunum. En þá fór það svona. Amma náði í skriffærin sín, og skrifaði dóttur sinni ástúðlegt bréf. Hún sagðist vel geta skilið hvernig ástatt væri hjá þeim., og þau skyldu engar áhyggjur hafa út af sér, því að sér myndi líða vel á jólunum. Hún þakkaði þeim kærlega fyrir jólagjöfina, og kvaðst mundu hugsa til þeirra og biðja þeim blessunar Guðs. Með bréfinu sendi hún jólagjafirnar, sem hún hafði sjálf búið til handa þeim í tómstundum sínum mánuðina síðustu; hún hafði neitað sjálfri sér um ýms þægindi, til þess að geta haft efnið í þessum hannyrðum sínum sem vandaðast. En peningaseðilinn, sem dóttir hennar hafði sent henni í jólagjöf, geymdi hún vandlega. “Eg þarfnast einskis sælgætis til jólanna,” sagði hún við sjálfa sig; “melting- unni minni verður bezt af einföldum mat. Eg ætla að geyma hann, til þess að kaupa fyrir brúðargjöf handa henni Maríu, þegar að því kemur, því mig langar til þess að geta gefið henni eitthvað fallegt.” Jóladagurinn rann upp dimmur og drungalegur. “Hann er hríðarlegur,” sagði amma, þegar hún fór á fætur og leit út um gluggann; “en eg vona þó, að ekki verði vont veður, því mig langar til að geta komist í kirkju; það verð- ur hvort sem er ekki svo mikil tilbreyting fyrir mig á þess- um jólum.” pó að hún væri að reyna að herða upp hug- ann, leyndi það sér ekki, að hún kveið fyrir því, að eiga nú í fyrsta sinni að vera ein á jólunum.

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.