Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.12.1923, Blaðsíða 24

Sameiningin - 01.12.1923, Blaðsíða 24
374 orð höfðu ekki verið við hana töluð, eins og hún hafði fyrst hugsað, heldur var Jón að tala við nöfnu hennar. Hún flýtti sér að loka augunum aftur og þóttist sofa enn um hríð; því amma var hugulsöm kona, og hana langaði til að þessi stund gæti orð-ið gestunum kæru sem unaðslegust. ------Klukkan s.ló fimm. Og María yngri s-pratt upp og hvíslaði að Jóni: “Klukkan er orðin fimm; eg verð að fara að hugsa um teið.” “Eg skal hjálpa þér með það,” sagði hann, og þau gengu hljóðlega út, til þess að vekja ekki ömmu, — því þau héldu að hún væri enn sofandi. pegar þau voru búin að gæða sér á tevatni og sæta- brauði, fluttu þau sig að hljóðfærinu og sungu jólasálma og gjörðu sér ýmislegt til skemtunar, þangað til klukkan var orðin níu. J?á var kominn venjulegur háttatími ömmu, og gestirnir bjuggu sig til heimferðar. pegar Jón faðmaði ömmu að sér að skilnaði, hvíslaði hann að henni: “J?ú verður næstu jól hjá okkur, amma, á nýja heimilinu okkar.” J?egar þau voru farin, og amma hallaði þreyttu höfði á kodda, lék inndælt gleðibros um varir henni. Og kvöld- bænin hennar byrjaði á þessa leið: “Góði Guð! Blessa þú þau bæði fyrir það, hve góð þau hafa verið við mig. Gjör þú þau gæfusöm, blessuð -börnin mín!” F. H. þýddi. Jólanóttin. Saga eftir séra SigurS Ólafsson. Kuldinn og einveran tóku höndum saman við óblíö örlög til þess að gera útlitið alt annað en jólalegt fyrir augum hennar SigríS- ar á Hóli. Al-lan aSfangadaginn hafSi norSanvindurinn fariS ham- förum. Dimt var í lofti, svo ekki sásb til sólar seinni hluta dags- ins. Frostharkan var mikil og fór vaxandi meS kvöldinu. Ömur- legur kuldahjúpur sveipaSi alla tilveruna. Allan daginn hafSi SigríSur veriS aS hjúkra dauSvona barni sínu. EirSarleysi og kvíSi læstu sig um hverja taug hennar. -Þreytan lagSist sem helþungt farg yfir sálu hennar. Og alt af þyngdi barn- inu. Lyf þau, sem læknirinn .hafSi skiliS eftir, virtust ekki gagna neitt. SigríSur skildi læknirinn nógu vel til þess aS vita, aS barniS hennar var dauSadæmt. Læknirinn hafSi veriS þögull og alvarleg-

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.