Sameiningin - 01.12.1923, Page 5
355
Við getum jafnvel ekki líkt eftir dýrðinni. Þó við
vildum reyna að mála sjálfa okkur líka Jesú, þá gæt-
um við það ekki. Margir reyna það. Bera nafn bans
utan á. sér, hafa upp orð hans eftir honum, kenna sig við
hann. Fyrir það eitt verður maður samt ekki Kristi
líkur, eignast ekki dýrð hans.
Kristur málar okkur, en við ekki hann. Til þess
gaf Guð okkur Jesúm, að við yrðum dýrðlegir fyrir
hann. En það skeður á þann hátt, að Krists-dýrðin
samlagar sig okkur. Til þess gaf Guð okkur Jesúm,
að hann sameinist okkur, sameinist insta eðli okkar,
andi hans og dýrð taki sér bústað í okkur. Þá þurfum
við ekki að mála okkur, þá ljómar dýrð Jesú út frá okk-
ur, innan frá sálunni.
Við fáum það aldrei fullþakkað, sem Kristur hefir
afrekað fyrir okkur. 0g mestu varðar það, sem Krist-
ur hefir afrekað i ohkur. Dýrð Krists er mikil á kross-
inum, þar sem hann endurspeglar með fórn sinni guð-
dómlegan kærleika. En öll sú dýrð fer raunar fram hjá
okkur, nema svo, að Jesús sé dýrðlegur orðinn í okkur
sjálfum.
1 Jesú er okkur sagt að búið hafi öll fylling guð-
dómsins. Með Jesú eignast sálir okkar alla auðlegð
vizku, þekkingar og náðar guðs. Það sem Guð sjálfur
er og alt, sem Guð sjálfur á, það fáum við með Jesú,
þegar við meðtökum hann.
“Öllum þeim, sem tóku við honum, gaf hann mátt
til að verða Guðs hörn. ” Það er jólagjöfin bezta, að
fyrir Jesúm Krist er okkur gefinn máttur til þess sjáJf
að verða Guðs börn.
“Þökk sé Guði fyrir sína óumræðilegu gjöf,”
ritaði Páll postuli. Öðrum gjöfum má lýsa, en gjöf
Guðs verður ekki lýst; hún er “óumræðileg”. Aðrar
gjafir má mæla og meta, reyna og rannsaka. En jóla-
gjöf Guðs! Hver getur lýst Jesú til fulls, metið liann