Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.12.1923, Blaðsíða 31

Sameiningin - 01.12.1923, Blaðsíða 31
381 “Nú kom maSurinn til fjárhirSisins og sagði við hann: “GóSi minn, hjálpaöu mér og láttu mig fá svolitla glóS. Konan mín ól barn, og eg verð aS kveikja eld til aS hlýja henni og hvítvoS- ungnum’. FjárhirSirinn hefði kosið aS segja nei en þegar hann ’mintist þess, aö hundarnir gátu ekki skaðað manninn, kindurnar höföu ekki stygst viS hann og stafurinn hafSi ekki viljaS lenda á hounm varS hann hálf-hræddur og þorSi ekki aS neita manninum um þaS, sem hann baS. ‘Taktu eins mikiS og þú þarft” sagSi hann viS manninn. En þá var eldurinn nærri útbrunninn. ÞaS voru engir bútar eSa lim eftir heldur einungis hrúga af lifandi glóS; og ókunnugi maSurinn hafSi hvorki reku né skóflu, sem hann gæti boriS í rauS- heita glóSina. Þegar fjárhirSirinn sá þetta, sagSi hann aftur: “Taktu eins mikiS og þú þarft.’ Og hann gladdist yfir því, aS maSurinn ekki gæti tekiS meS sérn neitt af glóöinni. En maSurinn beygSi sig niöur og tíndi upp glóöina meö berum höndum úr öskunni og lét hana í skikkju sína. Og hún brendi ekki hendur hans, þegar hann snerti hana, og sveiS ekki skikkju hans. Hann bar hana í burtu eins og þaS hefSi veriS hnetur eSa epli.” En nú var tekiö fram í fyrir sögukonunni i þriSja sinn: ‘Amma, hví vildi ekki glóöin brenna manninn?’ “ÞaS skalt þú fá aS heyra,” sagöi amma og hélt áfram. “Og þegar fjárhirSirinn, sem var grimmur og harSbrjósta maöur, sá alt þetta, fór hann aS undrast meS sjálfum sér ‘Hvílík er þessi nótt, þegar hundarnir bíta ekki, kindurnar styggjast ekki, stafurinn deySir ekki, og eldurinn brennir ekki!’ Hann kallaöi ó- kunnuga manninn til sín aftur og sagöi viö hann: “Hvílik er þessi nótt og hvernig víkur því viö, aS allir hlutir sýna þér, meSaumk- un ?’ Þá sagöi maöurinn ‘ÞaS get eg ekki sagt þér, ef þú sérS þaö ekki sjálfur.’ Og hann vildi fara leiöar sinnar, svo hann gæti fljótt kveikt eld og vermt konu sína og barn. En fjárhiröirinn vildi ekki missa sjónar á manninum fyrri en hann vissi, hvaö alt þetta ætti aö tákna. Hann stóö upp og fylgdi manninum eftir þangaS sem hann bjó. Þá sá fjárhirSirinn, aö maöurinn haföi ekki einu sinni hreysi

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.