Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.12.1923, Blaðsíða 21

Sameiningin - 01.12.1923, Blaðsíða 21
371 Hún gekk frá eldinum, bjó sig eins vel og hún gat, og fór til kirkju. f kirkjunni var notalegt og hátíðlegt, og við óm jólasálmanna gömlu færðist blessaður jólafriðurinn yfir sál hennar. En )>egar hún kom aftur út í kuldann og storminn, fann hún enn meir til einstæðtagsskapar síns. pað fór hroll- ur um hana, og hún fór að sjá eftir því, að hún hafði farið út. Eldurinn væri nú líklega kulnaður út heima, og einhvern eld þurfti hún þó ti.1 þess að hita miðdegisverðinn sinn, þó óbrotinn væri. pegar hún kom heim að húsinu sínu litla, var henni svo kalt á höndunum, að hún ætlaði varla að koma lyklin- um í skráargatið. En þegar hún kom inn í fordyrið, ætl- aði hún varla að trúa sínum eigin augum. Neðan í lamp- anum, sem hékk í miðju lofti, var festur mistilteinn, og yfir dyrunum og myndunum voru jólaþyrnis-greinar með fagurrauðum berjum; og frá eldhúsinu barst ilmur af ljúf- fengum jólakræsingum. “Eg hlýt að hafa vilzt inn í eitthvert nágrannahúsið,” sagði hún við sjálfa sig og hún sneri við til þess að kom- ast út aftur áður en nokkur yrði hennar var. En áður en hún komst að dyrunum, var tekið utan um hana sterkum örmum og hún dregin inn á mitt gólf, undir mistilteininn. “Gleðileg jól, Amma!” sagði glaðleg karlmannsrödd, og sá sem talaði, rak að henni rembingskoss. Og í sömu svipan heyrði hún uppáhalds dóttur-dóttur sína kalla úr eldhúsinu: “Láttu þér ekki verða bilt við, amma; þetta er hann Jón. Eg get ekki komið rétt sem stendur, því eg er að eiga við matinn.” “Fyrst að nú er búið að kynna okkur hvort öðru eins og við á,” sagði Jón Turton og lagði handlegginn utan um hana, “er bezt að þú komir inn, amma, og látir fara vel um þig. Hún María kemur til okkar undir eins og hún er búin með matinn.” Hann leiddi hana inn í setustofuna, og aftur fanst henrui ekki að hún ætlaði að kannast við sitt eigið heimili, — svo miklum breytingum hafði það tekið á meðan hún var í kirkjunn. Hún hafði búist við því, að koma heim að hálf-kulnuðum glóðum, og í þess stað logaði glaðlegur eldur á ami. pað var búið að bera á borð, og á því miðju var stór skál með angandi blómum. Stofan var öll prýdd jólaþyrni og mistilteini, eins og fordyrið. Hægindastóll-

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.