Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.12.1923, Blaðsíða 27

Sameiningin - 01.12.1923, Blaðsíða 27
377 tilveran hefir tök á aS veita. Engin ský höföu skygt á hamingju- sól þeirra. Björn hafSi unniö af kappi, eins og ungum og hraust- um manni, sem vill áfram, er tamt að gera. Efni þeirra fóru smá- vaxandi: bæSi geröu þau sér grein fyrir því, aS þau væur rík, því þau voru ung og hraust, og væntu sér mikils úr skauti hins ó- komna tíma. Alt þetta,—og ótal margt fleira—rifjaöist upp fyrir SigríSi þetta aöfangadagskvöld jóla, þessa nótt, sem henni fanst aö aldrei myndi taka enda. Hana langaöi til þess aS biSja, tala viS fööurinn himneska, — eins og þegar barniö talar viö góöan fööur, en henni fanst sem sér væri ekki unt að biöja. Hún gat það ekki! Oröin dóu ótöluö á vörum hennar. —Þaö eru til tímamót í lífi manna, þegar lífsbyrðin þrengir svo aö, aö orðin og tárin eru vanmáttug aö túlka tilfinn- íngar þær, sem hjartað býr yfir. Þannig var ástatt fyrir Sigríöi. — Hún titraði af társnauðum ekka. Henni fanst, sem byröin væri of þung, — að hún ætti ekki þrek til þess aö drekka þennan bikar í 'botn. “GóSi GuS! gef þú mér barnið mitt, gef að það lifi!” — Bænarstunurnar komu meS hvíldum. Eins og brimsog, sem berst utan af hafinu upp á ströndina, komu orðin slitrótt og harmþrung- in fram á varir hennar; öldur úr djúpi sálarinnar hreyfðu varirnar og þrengdu þeim í neyðinni til að mynda orð — biðja nm hjálp. Stormurinn úti fyrir hamaðist sem áöur. Frostrósirnar huldu gluggana. Eldurinn í ofninum logaði jafnt og rólega. Þögnin ríkti í húsinu. Ekkert hljóð heyrðist þar. nema eldsnarkið á arninum og andvörp hennar. — Og er skamt lifði nætur, dó barnið. — Þá varð Sigríði tára auðið. Hún vafði andvana barnið að brjósti sér. Hún kysti á föla vanga þess, og á köldu, líflausu var- irnar, sem báru á sér hinn hvíta blæ frostsins. Sorgin þýddi ísana af móðurhjartanu og ruddi tárunum braut. Hún gleymdi því að hún var ein, — fjærri öllum öSrum. Hún gleymdi vindinum, sem söng sín örlagaþrungnu ljóð látlaust í eyru hennar; hún gleymdi manninum sínum, sem á þessari nótt var á fjarlægum stöðvum, en þó nálægur henni í anda. Hún gleymdi öllu öðru en sorg sinni, og litla líflausa líkamanum, sem hún vafði sér aS hjarta. Henni fanst sem væri hún f jarlæg stríði og baráttu mannanna; .hún fann ekk- ert annaö en sjálfsfórn sína, og henni fanst hún fylla allan heiminn. Loks lagðist hún i rúmið, og vafði lík barnsins síns fast að brjósti sér. — Að lítilli stundu liðinni sigraði engill svefnsi.is smg hennar. Hún féll í fastan, þungan svefn. — Hún svaf lengi. Svefninn, þessi ljúfi bróðir dauðans, flutti hana í faömi sér inn á fögur lönd sólríkra drauma. Hana dreymdi, að hún væri aftur orðin barn — á heimili foreldra sinna. Tilhlökk- ,un jólanna hafSi gagntekiö sálu hennar. Henni virtist Ijósadýrð mörg þúsund kerta ljóma upp alt' húsið, uppi og niðri. — Og nú

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.