Sameiningin

Ukioqatigiit

Sameiningin - 01.06.1913, Qupperneq 1

Sameiningin - 01.06.1913, Qupperneq 1
anu'inmgm. Mánaðarrit til stuðnings kirlcju og kristindómi íslendingæ- gefið út af hinu ev. lút. kirkjufélagi Isl. í Vestrheimi RITSTJÓRI JÓN BJABNASON. XXVIII. árg. WINNIPEG, JÚNÍ 1913. NRÍ4. Heilsusamleg hugvekja, frá manni, sem er höfði hærri en fólk flest. ÞaS, sem liér fer á eftir, er ágrip af rœðu, sem William Jennings Bryan, ntanríkis-ráSherra Bandaríkjanna, flutti í vor fjölmenni miklu í kirkjunni einni í Philadel- phia. Ágripið höfum vér þýtt úr blaði hans, The Com- moner, sem í viku hverri kemr út í Lincoln, Nebraska. Maðrinn, sem hér liefir orðið, er fyrir löngu heims- frægr fyrir frábært vit og ákveðna kristindóms-játning. Marg-oft og mjög sterklega liefir liann vitnað um sann- indi kristinnar trúar opinberlega fyrir allskonar fólki, heima fyrir og að heiman hringinn í kringum jarðarhnött- inn. Af stórmenni því gæti Islendingar lært margt og mikið heilsusamlegt, bæði stjórnmálamenn vorir og aðrir, meðal annars það, að enginn misbýðr slíynsemi sinni með því að binda hjarta sitt kristinni trú, að enginn er upp-úr því vaxinn að ganga í sunnudagsskóla, og fæstir svo önn- um kafnir, að þeir geti ekki gefið sér tíma til þeirrar skólagöngu. Eg vildi leiða atliygli tilheyrenda minna að því nú, að sannindi trúarinnar þarf fyrir hvern mun að innrœta mönnum í œsku. Furðu mína myndi það vekja, ef einhver þeirra, sem hér eru staddir, héldi því fram, að ekki megi til þess ætlazt af barni, að það ákveði trúarstefnu sína fyrr en komið er á fullorðins aldr. Þó hefi eg heyrt for- eldra iáta það út-úr sér, að rangt sé að hafa áhrif á skoð-

x

Sameiningin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.