Sameiningin

Årgang

Sameiningin - 01.06.1913, Side 3

Sameiningin - 01.06.1913, Side 3
99 á opinberum spilaliúsum, né lieldr á því, bvort um smá- muni var spilað ellegar um stórar fjáruppliæðir. Hann var þess fulltrúa, að sá, sem legði það í vanda sinn að spila á þennan hátt, veiklaði með því athœfi siðferðilegan mátt sinn, og áðr en eg var orðinn fimmtán ára liafði liann mót- að hugarfar mitt svo, að eg fékk megnustu andstyggð á spilamennsku allri, og sú andstyggð helzt lijá mér enn. Eg lít svo á, að spilamennska sé enn meir spillandi en nautn áfengra drykkja. Mann, sem verulega hefir tamið sér spilamennsku, er að ætlan minni erviðara að lækna en langt leiddan drykkjumann. Áhrif þau, er eg varð fyrir af hálfu föður míns, hafa að stórum mun ráðið því, livern- ig eg seinna á æfinni snerist við mörgum opinberum mál- um og eins framkomu minni andspænis þeim og þeim manni. 1 þriðja lagi varð eg fyrir áhrifum beggja foreldra minna í einu. Þau unnu sameiginlega að því að innrœta mér algjört bindindi. Ekki get eg tilgreint daginn, þá er eg í fyrsta sinni reit nafn mitt undir það heit að neyta ekki áfengis; en nær er mér að lmlda, að þá hafi eg í fyrsta sinn sett nafn mitt á pappír sjálfr. Eg liefi trú á að gjöra slíkt lof orð skriflega með eiginhendi; eg em til þess búinn að vinna þannig lagað heit hvenær sem vill og hvar sem vera skal, ef mér getr tekizt að fá einhverja mannlega veru aðra til að vera þar með mér. Stundum er mér sagt, að í því sé auðmýking að lofa því skriflega, að maðr skuli ekki neins áfengis neita; en svar mitt er, að í því er ekki meiri auðmýking en í heitorði því, sem brúðhjón vinna livort öðru við hjónavígslu. Eg hefi trú á þannig löguðu hátíðlegu lieiti af því það er þeim, er það vinnr, styrkr, og af því að eftirdœmi það, sem þar er gefið, styrkir aðra. Mig uggir, að vér, sem köllum oss kristna menn, gætum ekki nógu vel að eftirdœminu, sem vér gefum öðrum. Hinn mikli postuli sagði: „Ef matr hneykslar bróður minn, skal eg um aldr og æfi ekki kjöts neyta, til þess eg ekki hneyksli bróður minn.“ Hann var fús til að halda sér frá ánœgju þeirri, er sú nautn, sem þar er um að rœða, var honum, ef eftirdœmi það, sem liann gaf öðrum, hafði á þá ill áhrif. Víst lilýtr því lítið að vera um bróðurkær- leik lijá þeim manni, sem leyfir sér að fá sér í staupinu af

x

Sameiningin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.