Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.06.1913, Page 7

Sameiningin - 01.06.1913, Page 7
103 við barn eitt, er lá til fóta. Með vermancli dögg kom vorblóm það þeim visnaða stofni’ að hlúa að. Svo ellin má œsku njóta. 7. En oft er ei trygg til enda nótt, að aftni skal hrósa degi. tír loftinu kemr skúr oft skjótt, og skruggunnar leiftr ber að fljótt, og boð gjörir áðr eigi. 8. Það beyrist að utan liark og ys, í húsunum fer að braka. Og óvinir biskups árdegis þar inn ryðjast skjótt með gný og þys, og hús þar á honum taka. 9. Þar fáliðað mjög til varnar var, því var hann úr rekkju hrakinn. Þó ugga tók liðið um sig þar, og út-úr því húsinu ’ í skyndi bar það öldunginn nær því nakinn. 10. Sem vorið oft grætr varmt og þýtt, er vetrinn burt er rekinn, í tárum svo flóði barnið blítt; en bœnir og grátr dugðu lítt, er biskupinn burt var tekinn. 11. Og systir hans gömul grátin bað um grið fyrir kæran bróður. Ei skipuðust hinir hót við það, og héldu með biskup skjótt á stað. En fölr var hann og hljóðr. 12. Þeir biskupinn settu’ á bak á dróg, er brekóttr strákr teymdi. Svo héldu þeir burt um hraun og skóg sú hofmannareið ieizt slíkum nóg. En þjóðin ei þessu gleymdi.

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.