Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.06.1913, Blaðsíða 8

Sameiningin - 01.06.1913, Blaðsíða 8
104 Opið bréf til Árna Sveinssonar frá Guttormi Guttormssyni. fFramhald.J Enn fremr hneykslizt þér mjög á kenningunni kristnu um gildi gyðingdómsins — finnið þar voöalega „mótsögn“. Um það efni farast „Höfuölærdómum“ þannig orö, töluö frá sjón- armiSi lúterskrar trúar: „Ekki ber svo aS skilja sem neitt sé rangt, hvorki í sjálfu sér, né þó sízt eftir atvikum, sem kennt var eða frá er sagt í heilagri ritningu, á tíma gySingdómsins; heldr er hitt, aS gySingatrúin kemst ekki nema hálfa leið aS sannleik- ans hæsta tind, en hann er kenning guSs sonar, mannkynsfrels- arans Jesú Krists. Hitt gegnir öSru máli, a'S' síSan guSs sonr er í heiminn kominn og hefir opinteraS allan sannleikann, er gySingdómrinn aSeins orSinn hálfr og villandi sannleikr, líkt og bliknaS ljós. Og þarsem hann er mótmælandi kristindóminum, er hann beint rangr.“ Sjáum nú, hvernig þér fáið mótsögn út-úr þessu: „Nú er öll heilög ritning ekta gySingdómr“ — segiS þér —, „og eg veit ekki betr en a5 guSfrœðingar vorir 'hafi hingað-til haldiS því fram, aS öll biblían væri í sannleika guSs orS, óskeikul og af honum staSfest.------ — Hvernig getr þá gySingdómrinn — biblían sjálf — veriS oröin einsog hálfr og villandi sannleikr eSa beint rangr? Hér virSist mér koma fram sú mótsagna- flœkja, sem hinir lútersku guðfrœSingar vorir ætti aS greiSa úr--------.“ Þannig hljóSar nú mótbára yðar gegn þessu atriði í kristn- um kenningum. Á'S'r en eg brýt 'hana til mergjar finnst már eg þurfa að minnast á orS, sem þér notiS talsvert oft i grein þess- arri. Það er orSiS „mótsögn“. Eg efast ekki um, aS allar þessar spurningar yðar og vefengingar og útásetningar sé sprottn- ar af einlægri þrá eftir sannleikanum, og þaS er meSfram fyrir þá sök, aS eg rita erindi þetta. En þaS er sitt hvaS: aS leita eftir sannleikanum eSa aS snuðra eftir „mótsögnum“. Á þessu skeri stranda flestir þeir, sem eitthvaS mæla móti kristinni trú. Þeim finnst þeir hafa himin höndum tekið, ef þeir geta fundið eitthvaS það í guSs orSi eða kristnum kenningum, sem virSist koma í bága viS eitthvað: annaS. Og svo hlaupa -þeir óSar meS hvalsöguna án frekari aðgæzlu eöa íhugunar, og œpa hróðugir: „Mótsögn! Mótsögn!“ Og í öllum trúmála-stælum sínum hafa þeir þetta dýrmæta orS „mótsögn“ sýknt og heilagt milli tann-

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.