Sameiningin - 01.06.1913, Page 10
io6
ar hliðar; og ef menn loka því auganu, sem snýr að þeirra eigin
hlið, og sjá þar enga mótsögn — enga flcekju —, en einblína
með hinu auganu á gagnstœðu hliðina, og sjá þar ekkert nema
mótsagnir og flœkjur, þá er sannleikrinn jafn-hulinn eftir sem
áðr.
En svo er ekki nóg með; það, að menn strandi þannig á
verulegum mótsögnum, heldr leggja þeir sig oft í framkróka til
að snúa út-úr, hártoga, misskilja, eða rangfœra, til að geta skap-
aö mótsagnir úr engu. Menn gjöra sig þannig oft mjög ómerki-
lega, er þeir ætla að gjöra sig merkilega, einsog eg gaf í skyn
áðan. Varla tekr það tali, hve spillandi sú aðferð er; því hvað
er unniö við það, að geta hártogað orð andstœðings: á þann hátt,
að úr þeim verði mótsögn? Hva'ð grœðir sannleikrinn við það?
Eða þá með því að leiöa hjá sér alla sanna rannsókn og íhugun
undireins og komiö er auga á eitthvað, sem á yfirborðinu viröist
andstœtt öðru? —Nei, sannleikanum verðr aldrei rudd braut
með hártogunum og hugsunarleysi. Og þó eru sjálfsagt níu
tíundu hlutar af mótsagna-tali svo kallaðra sannleiks-leitenda af
þesskonar toga spunnir. Því segi eg það: varizt að láta sann-
leiks-leit yðar lenda í eintómu mótsagnasnuðri.
Ofangreind mótbára yðar gegn afstöðu kristinnar trúar við
gyðingdóminn er gott sýnishorn af fánýtu mótsagna-tali. Þér
segið, að tvær kenningar lúterskar komi í bága hvor við aðra:
kcnningin um guölegan innblástr ritningarinnar og kenningin
um 'hálfan sannleik e'ð'a beina villu gyðingdómsins. Setjum nú
svo, að þessi mótbára sé vel til fundin hjá yðr — að hér sé í
raun og veru um mótsögn að rœöa. Gott og vel, en hvað um
það? Getr ekki önnur hvor þessi kenning veriö rétt fyrir því?
Hvor þeirra er þá röng? eöa eru þær báðar rangar? Eða hvað
hafið þér sannað eða hrakiö með þessu? Þér hafið slegiö yðr
til riddara; það er allt og sumt.
En svo er ekki því að heilsa, að þessi mótbára yðar gegn
lúterskunni sé vel til fundin. Síðr en svo. „Mótsagna-flœkjan“,
sem þér talið um, er ekki í kenningunum lútersku (eða kristnuj,
heldr í yðar eigin hugsun. Rökfœrslan hjá yðr er á þessa leiö:
Lúterskan telr gyðingdóminn „hálfan og villandi sannleik eða
beint rangan“. ,Nú er öll heilög ritning ,ekta‘ gyðingdómr og
því röng og villandi. Samt telr lúterskan ritninguna óskeikula.
Biblían er því bæði röng, villandi og óskeikul, samkvæmt lút-
erskri kenning. Hugsun þessi flœkist öll utan-um snurðu, sem
þér hafiö sjálfr sett á þráðinn. Eöa hver hefir frœtt yðr á þvi,
að öll ritningin sé ,ekta‘ gyðingdótnrf Hafið þér gleymt nýja