Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.06.1913, Síða 12

Sameiningin - 01.06.1913, Síða 12
andi, og í mörgiim atriðum beiní rangan, af þ\d hann er byggSr aðeins á helming ritningarinnar; og þaS ekki nema að háifu leyti; en að hinum helmingnum á erfikenningum rabbína og óbiblíulegri bókstafs-dýrkun. Hvernig getr slík skoðun á ritn- ingunni verið í mótsögn við kenning vora um guðlegan innblást- ur heilagrar ritningar? Og svo er annars að gæta í þessu sambandi: Þótt gyðing- •dómrinn hefði að öllu leyti verið byggðr á boðskap gamla testamentisins, þá 'hlaut hann þó að verða “hálfr og vi landi sannleikr, líkt og bliknað ljós“, um leið og Gyðingar höfnuðu Kristi. Hann var markmið það, sem allr boðskapr gamla testa- mentisins stefndi að. Lögmálið átti að leiða menn til hans. Spádómarnir vísuðu á hann. Saga þjóðarinnar stefndi að hon- um. Þetta átti allt að vera Gyðingum leiðarvísir, svo þ:ir þeksti Messías þann, sem þeir vonuðust eftir, þegar hann kœmi. En svo létu þeír holdlegan skilning sinn á fyrirheitum drottins blinda svo augu sín, að þeir vildu ekki kannast við Krist, þsgar bann var mitt á meðal þeirra. Og síðan hafa þeir verið að ■vonast eftir öðrum Kristi og bera enn orð drottins fyrir þeirri von. Ekki fæ eg betr séð en að gyðingdómrinn sé að þessu leyti orðinn „beint rangr’’. Rétt leiðsögn getr þannig orðið þeirn manni að villu, sem fer rangt með hana. Setjum svo. að hon- um sé vísað til Vegar yfir fjall nokkurt, og eigi hann samkvæmt þeirri leiðsögn að fara eftir fjallveginum þartil hann komi að •dalverpi nokkru til hœgri handar; þá eigi hann að halda eftir dal þeim niðr-til byggð'a. Ummerkjum öllum á þessarri aðal- stöð leiðarinnar er lýst mjög vel fyrir honutu. En samt sem áðr hendir hann sú glópska að fara framhjá dalverpinu, og heldr hann svo beint áfrarn inn-á öræfi, þykist enn fylgja leið- sögninni og er sífellt að líta eftir dalverpinu, löngu eftir að hann er kominn fram-'hjá því. Hefir hann þá ekki gjört sér villu úr leiðsögn þeirri, sem í sjálfri sér er sönn? Þ.annig flutti gyðing- dómrinn gamla testamentið með sér út-í ógöngur og öræfi, um leið og Gyðinga-þjóðin hafnaði Kristi. Af þessu verðr auðsætt, að jafnvel þótt gyðingdómrinn væri allr byggðr á ómenguðu orði hins gamla sáttmála, þá hlyti hann samt að vera orðinn hálfr og villandi sannleikr nú á dögum, svo framarlega sem Kristr hinn fyrirheitni er þegar í heiminn kominn. Hér er því ekki um neina „mótsögn“ að rœða hjá lútersk- um guðfrœðingum eða öðrum játendum kristinnar trúar. Leitt er, að þér skuluð í þessu efni draga dám af sessunautum yðar, því þér hafið nóga greind og nóga þekking til að geta séð það

x

Sameiningin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.