Sameiningin - 01.06.1913, Síða 20
n6
uðu saman um trúmál. Og reyndi livor um sig að sann-
fœra liinn. En þegar árangrinn ekki virtist verða annað
en stælur, segir trúleysinginn: „Það er bezt við liættum
þessu tali. Það er hvort sem er ekki til eins; því eg-
trúi ekki einu orði af því, sem þú segir, auk þess sem eg
þykist viss um, að þú í rauninni trúir því ekki heldr sjálfr.
Eg segi þetta vegna þess að síðastliðin tuttugu ár liefir þú
mér vitanlega ekki gefið til útbreiðslu kristindómsins,
hvorki heima fyrir né útá meðal heiðinna þjóða, eins mik-
ið og þú gafst fyrir Durham-kúna þína, sem þii keyptir
síðast. Ef eg, kunningi! tryði helmingnum af því, sem
þú segist trúa, þá yrði reglan lijá mér að gefa til kirkj-
unnar, en undantekningin að gefa til búgarðsins míns.‘ ‘
Hinn varð orðlaus og niðrlútr, ekki af því trúleysing-
inn hefði betri málstað, heldr af því liann kenndi sam-
vizkustings. Hann fann til þess, að liann hafði ekki sýnt
það í verkinu, að kristindómrinn var honum meira virði
en nokkuð annað, og að fyrir þá sök höfðu orð hans ekki
haft nein áhrif á hinn manninn.
III.
„Herra“, sem dregr sig í Mé.
Indíana-prestr einn var á samkomu til eflingar heið-
ingja-trúboðsstarfi. Eœðan, sem liann flutti, var lirað-
rituð og var á þessa leið:
„Það er til herra, sem eg býst við að sé hérna í hús-
inu. Hann er snyrtimaðr mikill að sjá, en fremr upp-
burðalítill. Honum er ekki um að koma fram á slíkum
samkomum. Eg man nú ekki, hve langt er síðan eg sá
hann, því hann fer svo lítið rit. Hræddr er eg um, að
hann sofi mest af tímanum, sem hann á að ferðast um og
gjöra gott. Nafn hans er hr. Gullpeningr.
Hr. Gullpeningr! Ertu ekki hér í kvöld? Eða
sefrðu í járn-kistunni þinni? Kondu út, hr. Gullpeningr!
kondu út, og hjálpaðu okkr til að flytja fagnaðarboð-
skapinn út-um heiminn.
Ó, hr. Gullpeningr! þú ættir að skammast þín fyrir
að sofa svona lengi í járn-kistunni þinni. Horfðu á hvíta
bróður þinn, liann Silfrpening. Hann lætr mikið gott af
sér leiða, meðan þú sefr. Kondu út, hr. Gullpeningr!