Sameiningin - 01.06.1913, Side 24
120
Þótt lirynji’ á það mín trega-tár —
mín tár ei grœða, Jesús!
Og hugsun góð ei lijálpar neitt,
ei hjálpa verk mín, Jesús!
Eg enga á það bót fæ breitt —
það bœtir ekkert, Jesús!
'2. Eg opinn veit er vegr einn:
Þú vegrinn ert, Jesús!
1 laug eg einni laugast lireinn,
og laugin ert þú, Jesús!
Þitt blóðið öll vor bœtir mein,
er blœddi’ á krossi, Jesús!
Sú náð þín grœtt oss getr ein,
þú grœðarinn ert, Jesús!
3. Eg flý því inn-í faðminn þinn,
mig faðma að þér, Jesús!
Þar sálu minni frið eg finn.
Þú friðr minn ert, Jesús!
Þar stillast tár og brosa brár
við barminn þinn, minn Jesús!
Þar gróa sár og sigrast fár.
Þú sigr minn ert, Jesús!
Fyrir skemmstu flutti dr. W. A. Schofield, kennari viS
Karvard-háskóla í samanburöar-bókmenntum, rœðu í samsæti
'Canada-klúbbs svo nefnds i Toronto, og var bezti rómr gjörör
að því erindi.
Schofield sjálfr er Canada-maör, og valdi hann sér aö um-
talsefni: ísland og Canada. Enda hélt 'hann rœðuna til þess
öllu ööru fremr að sýna, hvernig Canada-menn nútíðar gæti
sér til fyrirmyndar lært dýrmætar hugsjónir af íslendingum,
niöjum þeirra, er uppi voru á íslandi og liföu þar undir lýö-
stjórn í þrjú hundruö ár, frá því á tíundu öld þartil Norvegs
konungr náöi haldi á landi og lýð eftir miöbik þrettándu aldar.
Rœöumaðr talaöi fyrst um legu landsins í Atlantzhafi
miöju fast norðr-undir heimskautsbaug, um loftslagiö, þjóðernis-
uppruna og aðrar ástœöur, sem því heföi ráöiö, aö íslending-
ar fengu á sig sitt sérstaka mót.
Þ'arnæst tók hann fram, aö þjóðmenning hins forna lýð-