Sameiningin - 01.06.1913, Blaðsíða 30
120
mesta flýti og búið þar um hann. Seint um kvöldiS talaSi hann nokk-
ur orö viS einn förunauta sinna, og lagðist svo til svefns. En kl. 4
um morguninn vaknaði piltr, sem svaf við kofadyrnar, til að vera til
taks, ef hann kynni aS þurfa hans viS, og sá hann þá, aS Eivingstone
kraup viS fletiS sitt og hallaSist fram-á þaS, einsog hann væri aS biSj-
ast fyrir, En er betr var aS gætt, kom þaS í ljós, aS hann varr liSinn.
Hinir tryggu förunautar hans bjuggu um lík hans og fluttu þaS til
sjávar, til þess aS hann gæti hlotiS legstaS á ættjörS sinni. LeiSin var
löng, yfir þúsund mílur, og margar torfœrur á leiSinni; og hvaS eftir
annaS var reynt aS aftra þeim frá aS koma þessarri fyrirætlan í fram-
kvæmd. En þeir höfSu tekiS þetta upp hjá sjálfum sér, af tryggS viS
minning mannsins, sem hafSi veriS þeim svo góSr, og létu ekkert aftra
sér frá því; en níu mánuSi voru þeir á leiSinni meS líkiS til Zanzibar.
ÞaSan var þaS flutt sjóveg til Englands, og greftraS 18. Apríl 1874 í
Westminster Abbey, þarsem brezka þjóSin geymir lík hinna frægustu
og beztu manna sinna.
VI. Niðrlagsorð.
MikiS verk liggr eftir David Livingstone. Hann ferSaSist alls
um 29,000 mílur í Afríku og kannaSi þaS landflæmi, sem er aS stœrS
um eina milíón fermílna. AllsstaSar, þarsem hann fór, prédikaSi
hann fagnaSarerindiS og líknaSi sjúkum. Verki hans hélt Stanley og
aðrir áfram, og hin mikla hugsjón hans komst í framkvæmd: aS SuSr-
Afríka yrSi opnuS menningarstraumum NorSrálfunnar; og jafnhliSa
því ávannst þaS tvennt, aS kristiS trúboS breiddist út-um allt þaS
land, og þrælaverzlunin var særS ólífissári, þótt ekki sé hún því miSr
alveg útdauS þar enn.
Ef aS því er spurt, hvaS hafi átt rnestan þáttinn í því aS gjöra
Livingstone aS öSru eins mikilmenni og hann reyndist, þá liggr svarið
beint viS: þaS var trúin. 1 trúarlífi sínu var hann svo algjörlega
einlægr, gaf sig guSi á vald allan og óskiftan og helgaSi allt líf sitt þvi
eina mikla markmiSi, aS þjóna honum. Sú trú veitti honum þá
djörfung, aS hann kunni ekki aS hræSast, og þá auömýkt, aS lof
manna gat ekki spillt honum. Heitasta bœn hans var alltaf sú, aS
honum mætti auSnast aS líkjast felsara sínum sem mest. Á nýársdag
1867 skrifaSi hann í dagbók sína: „Eg biS hann, sem er fullr náSar
og sannleika, aS láta lunderni sitt koma fram í mér. NáS—fúsleik til
aS gjöra öSrum gott; sannleika—sannleiksást, einlægni, göfgi—, sakir
miskunnar hans.“ Og fimm árum síSar, næst-síSasta afmælisdaginn,
sem hann lifSi, skrifaSi hann í dagbókina: „Fœðingardagr minn.
Minn Jesús, minn konungr, mitt líf, mitt allt! Aftr helga eg þér mig
allan. Tak því á móti mér! Og gef mér, miskunnsami faSir! aS
ljúka starfi mínu áSr en þetta ár er á enda. Þess biö eg i Jesú nafni.
Amen.“ — Kristr lifSi í þessum lærisveini; og því varS lærisveinninn
;svo mikill og góSr maSr og líf hans svo mörgum til blessunar.