Sameiningin - 01.09.1913, Blaðsíða 4
194
álfu þessarrar. Fyrst liafðist liann við á ýmsum stöðum
í Ontario, einnig um liríð í Milwaukee, Wis. 1875 liófst
fyrsta landnám í Nýja Islandi. Þar var hann með frá
upphafi, og þegar undir eins meðal hinna allra fremstu í
hópi hinna íslenzku brautrvðjenda í þessum parti lands-
ins. Verzlan rak hann á Gimli all-lengi, og seinna, frá
1886, í Glenboro. Um nokkurra ára skeið hélt hann á-
samt með hr. Sigtrygg Jónassyni og öðrum félögum gufu-
skipum úti á Winnipeg-vatni til timburflutninga og ann-
ars. 1906 seldi liann verzlan sína í Glenboro, og liefir
síðan haft aðsetr í Winnipeg. Lengst af gegndi liann
með heiðri og sóma ýmsum opinberum störfum- Og frá-
bærs trausts naut hann allsstaðar og í öllu bæði lijá lönd-
um sínum og annarra þjóða fólki.
í félagsmálum skipaði hann sér ávallt þar í fylking,
sem bezt gegndi. Var liann ákveðinn flokksmaðr bæði í
stjórnmálum og trúmálum, en lét aldrei leiðast út-í öfgar,
sanngjarn og mannúðlegr við alla, enda naut hinna mestu
og víðtœkustu vinsælda.
Óvenjulega heilbrigðan kristindóm kom hann með
úr foreldra-húsum og ávaxtaði þá dýrmætu arfleifð vel
og blessunarlega alla æfi. Hinn ágætasta þátt tók liann
undireins í trúmála-baráttunni í Nýja Islandi á frumbýl-
ings-árunum ógleymanlegu. Einn hinna fremstu var
hann með að myndan kirkjufélags vors árið 1885, og setið
hefir hann jafnaðarlega á ársþingum þess, enda hvað eft-
ir annað innan þess félagskapar haft embætti á hendi. Á
kirkjuþinginu liér í Winnipeg 1909 varð harðasta hríðin
í baráttunni milli kristindómsins gamla og kenninga nýju
guðfrœðinnar. Og var Friðjón Friðriksson þá merkis-
beri þeirra, sem í Jesú nafni aðhylltust óbrjálað guðs orð
—kristindóm nýja testamentisins og Passíusálmanna—,
og þarmeð vildu með hjálp drottins halda fast við hina
upphaflegu og lögákveðnu stefnu kirkjufélagsins. Ekk-
ert gat betr við átt en að liann fengi það göfuga hlutverk,
og skilst oss, að þar hafi fremr öllu öðru ráðið vísdómr
guðlegar forsjónar. Friðjón var vissulega sjálfkjörinn
til ]æss við það há-alvarlega tœkifœri að bera fyrir oss
merkið—hann með dásamlegri festu sinni og frábærri
stilling. Verklega bending fengu þá áhorfendr allir —
og fólk vort allt — um það, að ekki myndi það vera neinn
blindr trúarofsi, sem ræðr eða liefir ráðið vor megin í
þessarri víðtœku og sáru baráttu út-af kristindóminum.