Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.09.1913, Blaðsíða 16

Sameiningin - 01.09.1913, Blaðsíða 16
20Ö óttinn fyrir reiöi keisara, og vill landstjóri vera óhultr fyrir hættunni, og firra sig um leiö samvizkubiti eftir-á. í staö þess svo aö festa augun á markmiöi réttlætisins, sem í þetta skifti átti aö vera í því fólgiö aö sjá saklausan mann látinn lausan, þá festir hann augun á sjálfum sér, og honum hugkvæmist ráö til aö friöa samvizkuna án þess aö koma sér í klípu. Hann þvær hendr sínar til aö auglýsa eigið sakleysi sitt, smeygja sjálfum sér undan ásökunum samvizkunnar með sem hœgustu móti, en gefr saklausan bandingjann á vald grimmdar og ranglætis. — Þannig gröfum vér mörg vor dýrmætustu pund í jörö, og látum heil-mikið af kristindóms-starfsemi vorri lenda í ein- tómum Pílatusar-handaskolum — prestar jafnt sem leikmenn — af því oss hættir til aö líta á verk köllunar vorrar sem óþægilegar byrðar, er vér þurfum aö bera spölkorn til aö komast hjá baknagi heimsins og óþægindum illrar samvizku, í stað þess að sjá í starfsemi þeirri ómetanleg tœkifœri til blessunar fyrir sjálfa oss og aðra, ónumið land, sem flóir í mjólk og hunangi. — Prestar jafnt sem leikmenn, sagöi eg, því það er alls ekki tilgangr minn með línum þessum, aö kasta þung- um steini á leikmenn vora, en telja oss presta eða sjálfan mig undan allri sök í þessu efni. Þér kannizt við orðatiltœkin vestr-íslenzku, „að setja inn tím- ann“ og „að drepa tímann". Að „setja inn tímann" merkir, að vera staddr um einhvern ákveðinn tíma á næstu grösum viö eitthvert um- samið verkefni , til þess ekki veröi unnt að bera mönnum það á brýn, að þeir hafi ekki verið við verkið, — eða vera þar á staðnum aðeins til málamyndar. Að „drepa tímann” merkir að stytta sér leiðinda-stundir, eða losast við einhverja byrði, sem tím- inn hefir lagt mönnum á herðar. Að „drepa timann“ er því það sama sem að eyða honum til einskis. Ef til vill hafið þér veitt því eftirtekt, að í daglegu tali hafa þessi tvö orðatiltœki nálgazt hvort annað, á þann hátt, að menn nota oft annað í staðinn fyrir hitt; það er einsog menn hafi eitthvert óljóst hugboð um, að þau sé í raun og veru sömu merkingar. Og reynslan sýnir, að það hugboð styðst við góð rök. Þegar menn ganga að einhverju verki til þess að „setja inn tímann", þá freistast þeir æfinlega til að „drepa“ svo og svo mikið af þeim tíma, eyða honum í eitthvert óverulegt kák til málamynda. Þetta stafar af því, að verkamenn þeir, sem slíkt gjöra, standa algjör- lega í sporum hermannanna frakknesku á ítalíu, sem hleyptu úr riffl- uni sínum aðeins til að firra sjálfa sig vítum. Og hér liggr vissulega steinn í eigin götu vorri. Fyrir nokkrum árum heyrði eg enskumælandi fólk vera að tala um sóknarprest sinn. Auðheyrt var, að fólk það lét sér fátt um finnast kenning hans, og þó hafði það ekkert ákveðið út-á hann að setja, þartil kona ein, sem þar var viðstödd, lýsti óhug sínum á þessa leið: „Mér finnst alltaf, þegar eg hlusta á rœður hans, að hann sé að prédika til að ‘setja inn tímann'.“ Þetta held eg' hitti naglann á höfuðið, er rœða er um ástœður fyrir áhrifaleysi prádikana í kirkjunni á vorum dögum. Það

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.